Tour de Ormurinn
![]() Í nokkur ár hef ég fylgst með keppninni Tour de Ormurinn og ávallt langað að vera með, það er alltaf spennandi að fara út á land og prufa nýjar leiðir en aðrar stærri keppnir rákust ávallt á þessa keppni, oftast Íslandsmeistaramót og því varð Ormurinn ávallt undir. Í ár varð sú breyting að Íslandsmeistaramót voru færð fram á dagatalinu vegna ingöngu í UCI alþjóða regluverk hjólreiða, og því opnaðist góður gluggi í ágúst að prufa spennandi keppnir líkt og þessa keppni. Það er samt langt í frá einfalt að skipuleggja sig inn á keppni hinu megin á landinu, langur akstur eða dýrt flug, gisting af skornum skammti enda ferðaþjónustu bransinn á fullum swing en við Reynir ákváðum að keyra þó það tæki okkur langan tíma og gistum í heimagistingu á Fáskrúðsfirði. Við höfðum því nægan tíma til að spjalla um keppnina og hjólreiðar á leiðinni og ekki finnst okkur það leiðinlegt.
Um 60 manns voru skráðir í keppnina í heild, þar af 11 í hörkutólahringinn sem er 103km með skemmtilegri blöndu af malbiki og malarvegum. Fyrsti malarkaflinn er yfirleitt götuhjólafær en í ár voru framkvæmdir á honum og því var hann sumstaðar grófur og á öðrum stað var mjög gljúpur sandur sem mjóu dekkin á götuhjólunum sukku djúpt í og þungt að stíga þau. Um miðja keppni, innst í Fljótsdal var mjög grófur malarvegur sem var alls ekki götuhjólafær og því ákvað ég að fara á Trek Boone 9 cyclocross hjólinu mínu, setti undir það nýju bontrager LT2 team issue dekkin en þau bjóða upp á slöngulausa notkun. Ég setti smá auka skammt af vökva í dekkin þannig að ef það skyldi springa væru meiri líkur á að dekkið myndi þétta sig og halda lofti en á móti yrði ég eitthvað hægari á malbikinu.
Framgangur keppninnar:
Markmiðið var tvíþætt, vinna keppnina og setja brautarmet. Þar sem fáir keppendur voru skráðir í hörkutólahringin fór ég í keppnina með allt öðru hugarfari en oft áður, aðalatriðið var að njóta og eins og kemur fram í flestum keppnissögum mínum þá finnst mér einmitt almenningskeppnir skemmtilegastar, andrúmsloftið er léttara og oft skemmtilegra. Þar byrjaði ég að þora sjálfur að mæta og keppa, var ekki að eltast við verðlaunapening heldur sigrast á sjálfum mér og læra af öðrum. Strax í upphafi hjólaði ég á þægilegu álagi fyrir sjálfan mig og markmiðið var að halda svipuðu álagi allan hringinn. Strax í fyrstu brekku sá ég að það væri ekki að fara að gerast þar sem báðum keppnisvegalengdum var ræst saman voru nokkrir á götuhjólum úr styttri vegalengdinni sem vildu fara hraðar strax í upphafi. Engin munur var á númerum eða nein aðgreining í hvorum flokknum samhjólararnir tilheyra. Einn keppandi rýkur af stað upp brekkurnar, mun léttari en ég og þegar ég sá að allir í kringum mig voru farnir að erfiða of mikið ákvað ég að hætta að elta, ég vildi spara mig og halda jafnari hraða. Myndaðist þá fimm manna hópur sem hafði slitið sig frá öllum hinum og einn keppandi á undan okkur. Það kom síðar í ljós þegar við höfðum rænu á að spjalla saman að hinir þrír voru að keppa í 68km keppninni og því grunaði mig að sá er hafði stungið af væri líka þar, hann var jú á götuhjóli. Þegar við hjóluðum yfir fyrsta malarkaflann skipti Reynir liðsfélagi minn af götuhjóli yfir á fjallahjól á meðan við hinir flestir á götuhjólum og cyclocrosshjólum héldum áfram. Ég rann hraðast yfir gljúpasta sandinn og grófasta kaflann, Reynir kom strax á eftir mér og strákarnir sem voru á götuhjólum og mjóum cyclocrossdekkjum erfiðuðu ögn í sandinum. Við hópuðumst strax saman aftur þegar á malbikið var komið og Reynir stoppaði til að skipta aftur yfir á götuhjól. Næst kom þægilegur malarkafli og þá fórum við að nálgast þann sem hafði stungið af og náðum við honum rétt fyrir gatnamótin, þar skildu leiðr og við Reynir vorum allt í einu bara tveir og hinir beigðu inn á nýju brúnna í fljótsdal og voru því hálfnaðir. Við vorum hinsvegar komnir með einn þriðja af leiðinni og grófasti kaflinn eftir. Ég var nokkuð hraðari á Cyclocross hjólinu en Reynir á fjallahjólinu og þar sem ég var á undan inn fljótsdal stoppaði ég á drykkjarstöðnni, fyllti á vatnsbrúsann og náði í auka brúsa fyrir félagann.
Þegar við snérum við innst inn í Fljótsdal sáum við aðra keppendur hjóla inn dalinn og flestir veifuðu og við á móti, allir að njóta keppninnar, náttúrunnar, veðursins og takast á við verkefnið. Vegurinn var grófur, en skemmtilegur, dekkjavalið mitt og hjólið voru akkúrat það sem passaði best við þessar aðstæður. Ég naut þess í botn að láta hjólið mitt vaða hratt niður grófan vegin, örlýtið niður í mót enda á leið niður dalinn og brátt vorum við komnir á malbik og þá reiknaðist mér til að 35km voru eftir. Þá var samvinna okkar Reynis lykilatriði og þar sem hann var á götuhjóli og ég á cyclocross dekkjum var þetta í raun erfiðasti kafli keppninnar, landslagið var nokkuð hæðótt og vorum við mikið að hugsa um meðalhraðann, markmiðið var alltaf 34km meðalhraði og komast þannig undir þrjá tíma en keppnin endaði í 32,9 km hraða og 3 tímar og 8 mín. RÚV fjallaði um keppnina hér og var gaman að því Undirbúningur:
Ég hvíldi ekki sérstaklega fyrir keppnina en varaði mig þó á of miklu álagi vikuna á undan. Nú er keppnistímabilið að ljúka og keppnin átti að vera skemmtileg og æfingarnar líka, því fór ég á fjallahjólaæfingu á miðvikudeginum upp á hólmsheiði í hópi skemmtilegra hjólreiðamanna og naut hverar mínútu Næring:
Ég lagði mikið upp úr hollu vali á mat fyrir ferðalagið mikla á föstudaginum, Egg í morgunmat og skyr í hádeginu. Sauð mér pasta og pakkaði í litlar dollur og borðaði próteinstykki í staðin fyrir nammi sem einkenna oft svona ferðalög hjá mér, sjálfum matarfíklinum. Kvöldið fyrir fengum við okkur hamborgara á Kaffi Sumarlínu á Fáskrúðsfirði þar sem við gistum. Morgunin fyrir keppni fékk ég mér HigH5 orkustykki sem eru full af höfrum og þurrkuðum ávöxtum, orkudrykk og High5 gel með koffeini rétt fyrir start. Í keppninni nærði ég mig á 2 gelum, var með vatn á öðrum brúsanum og mjög þunnt blandaðan High5 drykk á hinum. Borðaði eitt orkustykki á leiðinni og stoppaði á drykkjarstöðinni innst inn í dal þar sem ég fékk mér aukavatn og smá súkkulaði nammi, bara því það var í boði Þakkir:
Stærstu þakkirnar fara til keppnishaldara, ég gat ekki betur séð að þrjár ungar dömur tóku mestan hitan en á Facebook sá ég her heimamanna gera góða hluti Reyni fyrir frábæra samvinnu í keppninni og gott ferðalag Mágkonu Reynis fyrir að redda gistingu Kristinn í vinnufélaga og æfingafélaga fyrir miðan, ég stríddi honum minna í staðinn Örninn fyrir Bontrager LT2 Team issue dekk og nóg af Tubless vökva Fitness sport fyrir High5 og góðar ráðleggingar Garmin búðinn fyrir Vector aflmæli Strava:
|