Stóra hjólahelgin Akureyri - Tjarnarspretturinn 2015
Stóra hjólahelgin er haldin nú í annað sinn af Hjólreiðafélagi Akureyrar og tókst vel til og líklega voru keppnishaldarar meira stressaðir og undir meira álagi en við keppendur.
Fyrir mér er þetta keppni þar sem ég fer til að hafa gaman. Ég hafði hug á að keppa í tveimur mótum. Gangnakeppninni á föstudag og Criterium keppninni á laugardag. Þar sem ég vann keppnina í fyrra var það auðvitað löngu ákveðið að ég fór með því hugarfari að vinna keppnina aftur í ár. Möguleikarnir minnkuðu talsvert þegar Ingvar og Óskar skráðu sig til leiks, auk þess skráði Hafstein Ægir sig líka og var þá keppnin orðin aðeins fyrir ofan mína getu. En maður lætur slíkt ekki á sig fá og mætti að sjálfsögðu til leiks. Ég hafði planað þessa helgi mjög ýtarlega og talað við menn í kringum mig þar sem ég setti upp plan, hvernig keppnin yrði unnin. Vinir mínir úr Trek liðinu voru alveg á því að aðstoða mig eftir fremsta megni og sömuleiðis hafði ég hug á að hjálpa þeim í Criterium keppninni daginn eftir. Það að þrír af bestu hjólreiðamönnum landsins skráðu sig til leiks og að ég vann Gullhringinn sem haldin var helgina áður breytist hugmyndin á bak við keppnina töluvert. Þegar keppnin hófst við enda Strákaganga utan Siglufjarðar kom ég mér strax framarlega í hópinn og hélt mig þar. Sá strax að Tindsmenn hópuðust saman fremst. Þegar við hjóluðum í gegnum Siglufjörð í átt að Héðinsfjarðargöngum hélt ég mig aðeins í skjóli því brekkan upp að göngunum er löng, en ekki svo brött. Hraðinn var keyrður upp þar, ekki af Tindsmönnum heldur kom Haffsteinn sér fremst og setti góða pressu á hópinn sem slitnaði fljótt í tvennt. Ég var beint á eftir honum og þegar hann sýndi merki um að næsti maður ætti að taka við fór ég strax fremst og hélt áfram með verkefnið. Tók ég strax eftir því hversu sterkur Hafsteinn var og var ég sömuleiðis ánægður með hversu sterkur ég var. Göngin eru löng og köld en jafnframt snyrtileg og þegar við komum í Héðinsfjörðin sjálfan var haldið strax inn í seinni Héðinsfjarðargöngin sem eru heldur styttri en þau fyrri. Þaðan beint út í Ólafsfjörð þar sem hjólað er beint í gegnum bæjinn og upp næstu brekku upp að Múlagöngum. Ingvar hjólaði fremstur og Óskar aftast í hópnum til að passa restina af Tindsmönnum sem voru í það að detta úr hópnum.
Þegar stutt var í göngin ákvað ég að fara fram fyrir Ingvar og keyra upp hraðan til að slíta kraft úr veikustu hlekkjunum í hópnum. Það tókst ágætlega, mér leið vel og inn í Múlagöng var haldið, einbreið göng sem eru dimm en að þessu sinni þurr. Þaðað var haldið niður á Dalvík, og beint upp í næstu brekku sem einnig er nokkuð aflíðandi og þar að leiðandi hentar mér ágætlega. En þar var hliðarvindur og þegar Ingvar og Hafsteinn stinga af rétt fyrir toppinn missti ég af tækifærinu að elta Óskar þegar hann svo elti og tókst að ná þeim félögum.
Eftir vorum við 5, ég, Rúnar, Steinar, Guðmundur og Gústaf. Þegar við höfðum náð að stilla saman strengi okkur fór ég eins hratt niður langa aflíðandi brekku eins og ég gat og Steinar stingur hópinn af þegar vegurinn fór upp á við. Ég beið átekta og lét aðra um að elta hann, akkúrat á toppnum tók ég á rás á eftir steinari og hann beið og saman byrjuðum við að keyra upp hraðan. Sjáum þá Rúnar koma á eftir okkur og þá var þetta fullkomið. Urðum að fórna Guðmundi liðsfélaga okkar úr Hjólreiðafélagi Reykjavíkur en hann átti alla möguleika á að taka Gústaf á endasprett sem og hann gerði. Við þremenningar hjóluðum saman í mark og tókum endasprett sem Steinar hafði og endaði þannig í fjórða sæti, ég í fimmta og Rúnar í því sjötta. Mestu gleðifréttir helgarinnar voru hve sterkur Hafsteinn var en hann er nýbyrjaður að keppa á ný eftir að jafna sig eftir fótbrot í febrúar. |
Kærar þakkir fá:
Hjólreiðafélag Akureyrar
Örninjn fyrir Trek Émonda SL8
Ágúst Reynisson og Fiskmarkaðurinn fyrir góðan stuðning
Garminbúðin fyrir Garmin Vector Aflmæli og myndavélar til að gefa okkur insýn
Allir ljósmyndararnir, æðis
Hjólreiðafélag Akureyrar
Örninjn fyrir Trek Émonda SL8
Ágúst Reynisson og Fiskmarkaðurinn fyrir góðan stuðning
Garminbúðin fyrir Garmin Vector Aflmæli og myndavélar til að gefa okkur insýn
Allir ljósmyndararnir, æðis