Road to better life
  • Leiðin til betra lífs
  • Blog
  • Instagram
  • Video
Picture
Miðvikudagskvöldið 7. maí hélt Hjólreiðafélagið Hjólamenn tímatökukeppni á Krísuvíkurvegi. Í tímatökukeppnum hjólamenn á sérstökum tímatökuhjólum, með liggistýri, lokaða afturgjörð og oft með hjálma sem sérstaklega eru hannaðir til að taka sem minnstan vind. 
Þessi útbúnaður er nokkuð dýr og til að auka á fjölbreytnina ákváðu Hjólamenn að bjóða upp á götuhjólaflokk þar sem allt ofantalið er ekki leyft. 

Af 72 skráðum keppendum voru 38 sem skráðu sig í götuhjólaflokk og ég ákvað að spreyta mig í honum. Ég mætti til keppni með plan, hjóla stöðugt og með hjálp Garmin Vector aflmælisins hjóla eins jafnt og þétt og mögulegt var. Ég veit að ég á að geta haldið 345W í þennan tíma sem keppnin myndi taka og því ákvað ég að halda um 340W til að byrja með og bæta svo í. 

Ég hitaði vel og lengi upp, hjólaði frá Ásvallalaug upp að malbiksenda á Krísuvíkurvegi, fékk mér eitt orkugel þar, 40 mín fyrir ræsingu og hjólaði svo niður eftir að aflaggjaranum upp í Bláfjöll þar sem ég fékk mér annað orkugel um 15 mín fyrir ræsingu. Hjólamenn ræstu keppendur með mikilli nákvæmni og held ég bara engri seinkunn og fá þeir stórt prik fyrir góða skipulagningu.

Þegar um 3 mín voru í ræsingu var ég ekkert stressaður, sem ég er alltaf fyrir keppni fyrr en maðurinn á undan var ræstur. Úff, reyndi að slaka á og sem betur fer var bara 30 sek á milli manna í stað 60 sem yfirleitt er.

Picture
Mynd: Albert Jakobsson
Ég hjólaði þétt í byrjun og byrjaði síðan að fylgjast með afltölum en ég hafði stillt gluggan á Garmin tækinu þannig að ég sæi Wött, púls og auk þess meðalwött 10 og 30 sek. Reyndi að halda þessum tölum alltaf sem næst 350w. Það var lítið mál uppeftir en þegar ég snéri við niðureftir þurfti ég að reka á eftir mér því maður á það til að gleyma sér niður í móti, finnst maður vera að hjóla feiki hratt, sem er líklega alveg rétt en gleymir sér að maður gæti jafnvel farið mun hraðar. Ég bætti reglulega í og þegar ég var kominn á hringtorgið í Vallarhverfinu voru meðalwöttin 350, sáttur var ég og nú var bara að hjóla uppeftir. Fékk smá hlaupasting þegar ég drakk um 100mm af vökva þegar ég var hálfnaður og ákvað að drekka ekki meira, Ég slakaði aðeins á en var fljótur að jafna mig. Kannski þarf ég ekki að drekka neitt í svona stuttri keppni en t.d. í Alvogen Midnight TT drakk ég ekkert.
Picture
Mynd: Albert Jakobsson
Á síðasta snúning þegar 4km voru eftir í mark setti ég allt á fullt og hélt um 400W alla leið í mark. Tíminn var 30:46 eða 39km meðalhraði sem ég er hrikalega sáttur með því ekki eru brekkurnar uppeftir neitt sérstaklega léttar fyrir mig :)

Þessi tími skilaði mér fyrsta verðlaunapeningnum mínum í hjólreiðum frá því ég breytti um lífstíl í apríl 2011, en Gullpening fékk ég fyrir að sigra minn aldursflokk og í heildina var ég í öðru sæti aðeins 14 sekundum á eftir Valgarði. Gleðiefni fyrir mig og fór ég ánægðu heim með það í farteskinu að allt er hægt, ef maður gefur sig allann í það og hefur gaman af því í leiðinni. 
Picture
Kærar þakkir fá:
Hjólamenn fyrir vel skipulagða og skemmtilega keppni
Trí fyrir frábært Cube Litening hjól
Ágúst Reynisson og Fiskmarkaðurinn fyrir góðan stuðning
Garminbúðin fyrir Garmin Vector Aflmæli
Allir sem tóku myndir :)
Síðast en ekki síst, kærastan mín sem hefur stutt mig vel, mætti með mér og hjólaði með mér í upphitun og eftir keppni :)




Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture

Tímataka, Krísuvíkurvegi

Proudly powered by Weebly