Road to better life
  • Leiðin til betra lífs
  • Blog
  • Instagram
  • Video
PictureMynd: Arnold Björnsson
Miðvikudagskvöldið 6. maí hélt Hjólreiðafélagið Hjólamenn tímatökukeppni á Krísuvíkurvegi. Í tímatökukeppnum hjólamenn á sérstökum tímatökuhjólum, með liggistýri, lokaða afturgjörð og oft með hjálma sem sérstaklega eru hannaðir til að taka sem minnstan vind. 
Þessi útbúnaður er nokkuð dýr og til að auka á fjölbreytnina var að venju boðið upp á götuhjólaflokk þar sem allt ofantalið er ekki leyft. 

Í fyrra mætti ég í þeim eina tilgangi að prófa mig, hvernig mér gengi að halda ákveðnu álagi í ákveðinn tíma og gékk það mjög vel, náði næst besta tíma allra á götuhjólum og besta í aldursflokki. Það er mjög erfitt að bæta slíkt og því var ég undir nokkru álagi, sér í lagi því ég hafði ekki keppt í neinni keppni áður og vissi því nákvæmlega ekkert um eigið ástand öfugt við í fyrra þar sem ég hafði keppt í tvígang.

Að venju hitaði ég vel upp og kom mér fyrir á ráslínu, fékk mér GU orkugel með koffeini rétt fyrir start og þegar ég horfði á hjólið 15mín fyrir ræsingu ákvað ég að skrúfa bæði brúsa statífin af, hugsaði með sjálfum mér að hvað ef ég tapa með 1 sek þá naga ég mig í viku yfir þessu.

Keppnin í fyrra var með léttan meðvind uppeftir á krísuvíkurveginum og því var svipaður hraði uppeftir og niður eftir, eitthvað sem hentar mér mjög vel, þá get ég haldið mjög jöfnu álagi. Í ár var einnig meðvindur uppeftir nema mun rausnarlegri. 

Ég hjólaði mun hraðar uppeftir en í fyrra og að sama skapi hjólaði ég mun hægar niður eftir. Minn helsti keppinautur, Sigurður Hansen, var ræstur 30sek á undan mér og þegar ég kom alla leið niður eftir hafði ég talið eins nákvæmlega og ég gat 15 sek forskot á hann. Þegar við snérum við á hringtorginu niður frá fannst mér hann hverfa frá mér, ég jók aflið jafnt og þétt en hvað sem gerðist þá fannst mér hann alltaf hverfa lengra og lengra frá mér, þegar við komum síðan alla leið uppeftir taldi ég aftur og nú eins nákvæmlega og ég gat og fannst eins og 30 sek skildu okkur að þegar við mættumst, hann búinn með snúning og ég á leið á snúning.

Ég ákvað að taka smá áhættu, bremsaði seinna, af miklum krafti, svo miklum að afturdekkið læstist og ég rann til og var næstum dottinn, hjólaði 3-4 metra lengra utan um keiluna og smellti mér úr vinstra meginn til öryggis, blótaði mér, smellti aftur í og tók á rás. Þá er ekkert annað að gera en að taka standandi spretti, það er þó allavega fín æfing, þar sem ég taldi mig hafa klúðrað þessu. 

Þegar ég sá Sigga fara yfir ráslínu byrjaði ég að telja, taldi upp á 30 sem þýðir að við værum á mjög svipuðum tíma. Ég reyndi eins fljótt og ég gat að jafna mig, snéri við og hjólaði að endamarki þar sem hópur keppenda var og fékk strax þær fréttir að það væri sekúnda á milli okkar, mér í hag. Það var þá sem ég hugsaði um brúsastatífin sem ég hafði skrúfað af og fékk mér vænan sopa af vatni til að skolaði munninn en eftir 30mín af svona erfiði er maður orðinn nokkuð þurr í munninum :) 

Skemmtileg keppni og enþá skemmtilegra að hafa náð svo góðum tíma sem hefði skilað mér 10 sæti ef ég hefði keppt í TT flokki. Oft er talað um næstum 2 mín sem sparast með TT hjóli, plötugjörð og TT hjálmi og hver veit nema maður mæti vel græjaður að ári :)
Picture
Kærar þakkir fá:
Hjólamenn fyrir vel skipulagða og skemmtilega keppni
Örninn fyrir Trek Émonda SL8 hjól
Ágúst Reynisson og Fiskmarkaðurinn fyrir góðan stuðning
Garminbúðin fyrir Garmin Vector Aflmæli
Arnold Björnsson fyrir myndir





Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Proudly powered by Weebly