Elvar Örn Reynisson
Road to better life
  • My journey
  • Leiðin til betra lífs
  • Instagram
  • Video

Suður Jótlands hringurinn

Picture
Þetta er í þriðja sinn sem ég fer til Danmerkur og í öll þrjúskiptin hef ég tekið með mér hjól og í öll þrjú skiptin hef ég farið í heimsókn til Fylkis. Fylkir var minn besti æfingafélagi þegar hann bjó á Íslandi allt þar til hann flutti til Danmerkur í kringum 2006. Við kepptum saman í 112km keppninni árið 2005 þar sem ég hafnaði í sæti 88. af 450 keppendum.

Eins og frægt er orðið missti ég það litla form sem ég hafði þá í algjört óform, fitnaði og árið 2011 snéri ég vörn í sókn og fór í ferðalag um Danmörku þar sem markmið ferðarinnar var að hjóla frá Kaupmannahöfn niður til Sonderborgar þar sem Fylkir býr og heimsækja hann. Fylkir er besti sjókayak ræðari Danmerkur og hans afrek og keppnissögur sem má lesa á www.icekayak.com og endalausar hvatningar frá honum kveiktu í mér og ég lét verða af því. keypti mér bögglabera, tjald og lagði bara af stað í mest óskipulagða ævintýri með aðeins eitt markmið. Hafa gaman af því að hjóla, fá innblástur og njóta lífsins í botn.

Sumarið 2013 ákvað ég að fara í lengri keppnina. 140km keppni um sveitavegi suður Jótlands, mikið af brekkum, stuttar en oft brattar en 650m heildarklifur er í keppninni. Til samanburðar var Íslandsmeistaramótið 2013 með 980m af klifri á 106km leið, engar brekkur í Danmörku :) nei ekki alveg.

Þessi keppni er fyrir áhugamenn þó svo margir góðir hjólarar mæti til leiks. t.d. var meðalhraði sigurvegarans í fyrra 37km á klst. 150 keppendur voru skráðir til leiks en 30 eru ræstir út í einu með 3 mínotna millibili.

Fylkir keyrði mig til Cristiansfeld deginum fyrir keppnina en hann var sjálfur að fara til Kaupmannahafnar að taka þátt í Danmerkurmeistaramótinu í sjókayak. Ég var kominn á Bed and Breakfast um hádegisbil og fór beint í hjólatúr. Ákvað að hjóla keppnisleiðina að hluta til að venjast aðstæðum. Endaði á að hjóla 30 fyrstu km og síðustu 20km.

Það er reyndar erfitt í Danmörku að reyna að finna kennileiti því fyrir leikmann er allt svo eins þarna, akrarnir eru allir eins, trén, húsin svipuð en þegar ég hafði hjólað um 15km kom snarbrött brekka, kannski tvöföld ártúnsbrekkan. ég hjólaði og hjólaði og aldrei ætlaði brekkan að enda og fann ég fyrir miklu stressi að þarna væri svona löng brekka strax í upphafi því ég óttaðist að vera skilinn eftir eða missa sterkustu mennina úr hópnum mínum fram úr mér.
Picture
Þegar ég kom til baka kom ég mér fyrir í herberginu mínu, skellti mér í góða sturtu og í hrein föt, hjólaði út í búð og keypti mér smá orku og ís með lakkrísfyllingu sem síðar reyndist vera copochino ís, oj :) en ís er ís, borðaði hann og tók mynd og setti á facebook til að stríða vinum mínum á íslandi :)

Daginn eftir vaknaði ég eldsnemma, ræsing var kl 7:30 og hjólaði ég þessa örfáu metra að Aller Friskole þar sem ræsing og endamark var. Ég náði í keppnisgögnin og festi númer á treyjuna og límdi límmiða með tímatökuörflögu á hjálminn. 

Fékk mér brauðsneið sem hafði verið smurð og skellti sultu á, sumir settu hunang og svo fékk ég mér banana. 2005 hafði ég orðið vatnslaus þannig að nú var ég með 2 brúsa af vatni á hjólinu, einn í vasanum og svo eina litla dós af Redbull, 1 banani, og ómælt magn af orkugelum og Mars stykkjum. Það var þröngt í þessum þremur vösum sem hjólatreyjan hefur upp á að bjóða en 140km gætu útheimt 3500 hitaeiningar.

Picture
Á númerin voru einnig skráð fullt nafn keppenda og starttíð. Ég fann keppanda í mínum hóp og fylgdi honum en engar áhyggjur, Daninn var með allt tipp topp í keppnishaldi, rástímar stóðust og ég fór af stað 7:43 með 29 öðrum vöskum hjólagörpum. Hraðinn fór strax upp í 40km hraða og þegar fyrstu 10km voru liðnir sá ég mér til mikillar ánægju að meðalhraðinn var 37 og mér leið vel. 

Við nálguðumst brekkuna sem ég hafði óttast og ákvað að vera framarlega. Ég var reyndar kominn með ágætis sjálfstraust og fannst ég vera með þeim sterkari í grúbbunni, en maður veit aldrei í raun styrk annara fyrr en í lok keppni. ég var nr 2 að brekkunni og þegar hún var hálfnuð var ég enþá næstfremstur í hópnum. þá komu nokkrir framúr og ég fór á eftir þeim, ég vann mig fram úr nokkrum og áður en ég vissi af var ég næstfremstur á ný. Þá leit ég til baka og sá að við vorum langfremstir. Ég var virkilega ánægður með framistöðu mína og sló aðeins af einda óþarfi að rembast svona snemma í keppni. Líklega hafa um 15-18 manns hópað sig saman eftir þessa brekku og mynduðu ágætis hóp.

Keppnin var tíðindalítil þar til við hjóluðum upp Sdr. Vilstrup Bakken brekkuna. stutt brekka með 5% halla inn í þröngum skógarstíg og á toppnum var kröpp vinstri beigja. Þar fór einn á hausinn beint fyrir framan mig, framdekkið rann undan honum og hópurinn hægði á sér en hann stóð upp og af stað. Nú var farið að rigna og mér fannst það ekkert verra. Þó svo ég væri í stuttum buxum og stutterma treyju þá var mér mjög hlýtt, þoldi þetta vel en vegirnir voru mun sleipari fyrir vikið.

Picture
Við vorum á leið niður frekar bratta brekku, bremsurnar virkuðu ílla í allri þessari bleytu og ég sá á garmin mælinum mínum að næstu 300 metrar voru með 2 beigjum. ÉG bremsaði eins og ég gat og tók vinstri beigjuna örugglega, svo kom hægri beygjan, vegurinn þrengdist og inn á trébrú í beigju, mér leist ekkert á þetta, setti rassinn aftur til að létta framdekkið, sleppti bremsunum og lét mig renna eins beint yfir og ég gat, ég var þriðji maður inn á brúnna og þeir duttu báðir fyrir framan mig, ég einbeitti mér að halda jafnvægi, næsti maður á eftir mér komst líka yfir en allir sem eftir voru runnu til og duttu, það var hrikalegt að horfa aftur fyrir sig og sjá hvernig hjól og menn hrúguðust upp, þetta gat ekki verið gott. Sem betur fer slasaðist enginn og allir héldu áfram. við hjóluðum rólega upp næstu brekku og hópurinn kom saman aftur

Þegar 60km voru eftir af keppninni var ég farinn að finna fyrir styrkleika mínum og sá að menn voru þreytulegir. Ég hélt mig framarlega í hópnum til að finna til meiri öryggis og þegar ég var fremstur sem ég fór nú að gera meira af, keyrði ég upp hraðan eins og ég gat og hafði gaman að því til tilbreytingar að vera sterkari en samkeppnin. Við hjóluðum á beinum vegi í langan tíma og ég sá á kortinu í Garmin Edge 800 að það voru gatnamót framundan og smá beigja til hægri. Enginn í hópnum tók eftir beigjunni, ég beigði og sá sem var fremstur með mér tók beigjuna seint. tveir fyrir aftan mig fóru of langt og þá byrjuðu hróp og köll í mönnum, hljóð í hjólum að renna eftir malbiki og vein. Við vorum kannski 6 sem sluppum alveg úr þessu og var þetta óöryggi farið að fara í taugarnar á mér þarna. Einn daninn keyrði á fleigiferð fram úr okkur og ég fór á eftir og hinir reyndu, ég ákvað að vera bara fyrir aftan hann til að byrja með enda til siðs að bíða þegar menn detta. Fljótlega sá ég að við tveir vorum miklu sterkari en restin og ákvað ég þá að hjóla með honum enda fannst mér ég mun öruggari bara 2 í hóp.

Meðalhraðinn hafði hrapað niður í 32.5km vegna úrhellisins fyrir sunnan og slæmra aðstæðna en var búin að aukast aftur á beinakaflanum. Mig langaði til að koma út úr þessari keppni með myndarlegan meðalhraða og fórum við að skiptast á að vera fremst og héldum góðum hraða saman. Hann spurði mig svo þegar við vorum búnir að hjóla nokkuð saman hvort ég væri frá íslandi, já sagði ég en hann hafði séð það á nafninu mínu sem var prentað á númerið á bakinu. Þá mundi ég eftir að start tíminn var líka skráður og sá að hann var ræstur 3 mín á undan mér, hann sagðist hafa sprengt dekk og var hrikalega ósáttur við sjálfan sig að hafa farið á lélegum dekkjum í keppnina. Ég áttaði mig á því að nú væri ég óformlegur sigurvegari hópsins og einbeitti mér þá að því að hjóla eins hratt og ég gat, ég hafði engu að tapa og algjör óþarfi að spara sig fyrir endasprett. við skiptumst á að hjóla og hann hrósaði mér fyrir styrk, við spjölluðum aðeins saman og hann var forvitinn að vita hvernig hjólreiðar væru á íslandi. 

Picture
Þegar um 30km voru eftir varaði hann mig við, við hægðum á okkur og hann ýtrekaði og ég hægði enn meira á mér, við komum niður bratta brekku og yfir brú með grófum steinum eða "cobblestones" sem hann sagði mjög sleipa, ég sá þarna nokkra vera að pumpa í dekk og einhverjir höfðu runnið en enginn var sjánlega slasaður, þarna var farið að blandast saman fólk úr öllum vegalengdum. Ég hjólaði rólega upp brekkuna, fannst eins og það væri sprungið en svo var ekki, keyrði upp hraðan og við tveir hjóluðum hratt fram úr fólki sem var í 100km keppninni og fleirum sem voru blandaðir við 80km keppnina. Við komum saman yfir marklínu og tókumst í hendur, takk fyrir samveruna og smá spjall. 

Ég hjólaði þessa 140 km á 4 tímum og 8 mínútum. 33.5 km meðalhraði. Sigurvegarinn náði 34.5 km meðalhraða og ég gat ekki annað en verið sáttur, vann minn hóp og kom í 18. sæti í mark af 150 keppendum sem kláruðu. Boðið var upp á frikadellur, kartöflusallat og bjór. Þessu var skolað niður með bros á vör, hvíldi mig eftir keppnina og naut góða veðurssins sem loksins lét sjá sig eftir hræðilega rigningu fyrr um daginn.

Þessi keppni og ferðalagið í heild sinni var gríðarlega skemmtileg upplifun. Það sem gerði hana enn skemmtilegri var hin mikla gestrisni á öllum bæjum.

Takk Brynjólfur og fjölskylda fyrir að bjóða mig svona velkominn og hjólatúrinn í Kaupmannahöfn.
Takk Emil Tumi fyrir hjólatúrinn í Kaupmannahöfn og redda Gistingu í Vejen
Takk Hanse fyrir mikla gestrisni í Vejen
Takk Fylkir og Lene fyrir frábærar stundir í Sonderborg, yndislegt að vera hjá ykkur.