Road to better life
  • Blog
  • Leiðin til betra lífs
  • Instagram
  • Video
  • English

Stóra hjólahelgin á Akureyri

PictureMynd: Elvar Freyr Pálsson
Ég hef tekið þátt í hjólreiðahelgininni frá því hún byrjaði, fyrst var það 4ra Ganga mótið frá Siglufirði til Akureyrar sem ég sigraði, ári síðar var bætt við Criterium keppni á laugardeginum og í ár var einnig fjallahjólakeppni sem ég hafði áhuga á að keppa í á sunnudeginum.
Hjólreiðahelgin er vissulega miklu stærri, krakka og unglingamót fyrir utan Enduro fjallahjólamót sem er gríðarlega vinsælt en maður getur ekki verið með í öllu.

Planið mitt fyrir helgina var ofureinfalt en það snérist allt við í höndunum á mér sem skilaði sér í frekar lélegum úrslitum en þegar upp var staðið var öll helgin tekin á gleðinni enda ekki annað hægt.

Skráning fór rólega af stað í 4Ganga mótið sem er nokkuð eðlilegt, íslendingar vilja fá að sjá veðurspánna en ég var einn af þeim sem voru ákveðnir löngu fyrir keppni að taka þátt. 
4Ganga keppnin:
Þar sem helgin innihélt 3 keppnir á jafnmörgum dögum ákvað ég að fara rólega í 4Gangakeppnina, láta aðra um að puða fremst enda líklegast að Óskar og Hafsteinn myndu stinga af eða sjá um að halda uppi hraðanum. Þegar ég sá Ingvar mættan á ráslínu var ég handviss um að þeir þrír yrðu í engum vandræðum með að stinga af, sem og þeir gerðu strax í fyrstu göngum. Hraðinn var mikill starx í upphafi keppni og án þess að taka eftir því voru þeir stungnir af í Héðinsfjarðargöngum. Eina sem ég varð var við voru nokkrar hraðabreitingar, fjöldi hjólreiðamanna var slíkur að ég hafði litla yfirsýn um hvað var að gerast og var svo sem ekki að fylgjast sérstaklega vel með, það fór sem ég spáði, þegar við komum út úr Héðinsfjarðargöngum nr 1 og inn í Héðinsfjörð sjálfan sá ég hvar þeir voru farnir og allir hinir litu á hvorn annan. Þá var það næst í Héðinsfjarðargöng nr 2 og inn í Ólafsfjörð. Ég beið átekta, ætlaði að sjá hvernig brekkan upp að Múlagöngum færi með mig og hélt mig hægan til að byrja með. Þegar brekkan var rúmlega hálfnuð færði ég mig framar í hópnum og svo fram úr hópnum, hraðinn var ekki nægjanlegur til að gera mikinn skaða fyrir samkeppnina og stór hópur hjólaði saman inn í Múlagöng. 

Það er skemmtilegt að upplifa nýtt og nýtt í hverri keppni, t.d. kom það mér á óvart hvað það væru miklar brekkur eftir Múlagöng, eitthvað sem hafði farið alveg fram hjá mér í fyrra og árið á undan, við tækluðum þær og niður í Dalvík. Lítið gerðist í brekkunni eftir Dalvík, ég fór fremst í stutta stund en lítið marktækt gerðist. Næst var það brekkan upp á þjóðveg eitt en aftur það sama, of stór hópur til að slíta hann í sundur og búa til bil á milli manna. Á þessum tímapunkti hugsaði ég með mér að minn stærst séns væri endasprettur, allt yrði niður í mót úr þessu og endasprettur flatur. 

Beigt var til vinstri á fyrsta hringtorgi inn í bæjinn og þar fylgt vegi inn að endamarki við Greifann. Á þessum tímapunkti í keppni er hugurinn farinn að leika mann ýlla, ég hafði fengið ágæta leiðsögn hvernig endaspretturinn yrði, en mundi engaveginn, var það vinstri beigja og endasprettur við greifann eða framhjá greifanum og svo vinstri í endapsrett. Mín stærstu mistök líklega á öllu árinu var að skoða ekki aðstæður og hjóla síðustu metrana en ég hafði þess í stað farið og prufað fjallahjólabrautina deginum á undan. Við beigðum til hægri og ég kom mér örlýtið framar, tilbúinn að spretta af stað, vinstri beigja og ég fastur vinstramegin með kannt á vinstri hönd, ræsi beint fyrir framan mig og annan hjólreiðamann við hægri hlið. Þá birtist markið og ég rúllaði í mark líklega í versta sæti miðað við væntingar en grét það lítið, veðrið var gott og ég ætlaði að gera góða hluti daginn eftir.
Tjarnarspretturinn
Með örlýtið sært sjálfstraust mætti ég á ráslínu í Tjarnarsprettinum, ég ætlaði að gefa allt í botn strax á ráslínu og hvort sem einhver væri í skjóli fyrir aftan mig eða ekki þá ætlaði ég að gera akkúrat öfugt miðað við Gangakeppnina, enginn hringur fyrir utan þann síðasta fór undir 39,6 km meðalhraða, stundum yfir 40km meðalhraða, meðalwött per hring fóru aldrei undir 300w, oft um og yfir 350w og mest 370w á hring. Keppnin gékk mjög vel fyrir utan samstuð eins keppenda við bíl á fyrsta hring allt þar til á síðasta hring sem ég fór í fyrsta sinn í skjól, til að jafna mig örlýtið fyrir endapsrett. Þá gerðist það sem ég hef óttast í flestum keppnum, samstuð tveggja keppenda fyrir framan mig orskaði það að þeir duttu og ég átti engan möguleika nema að vona það besta sem í þessu tilfelli var að detta snyrtilega, án þess að brjóta mig og rann ég eftir malbikinu á 40km hraða þar til ég staðnæmdist á kanntstein, búinn að sópa saman öllum sandi og steinum inn í skinnið á mér sem voru í götunni. 

Fyrir enn særðara stolt, voru meiðslin lítil, ég gat staðið upp, dustað af mér og rétti stýrið á hjólinu og engar sjánlegar skemmdir á hjólinu, hjólaði í mark og fékk far upp á slysó þar sem gert var að sárunum en í raun var ég með bremsuför, smá rispur og nokkra dýpri skurði á allri vinstri hliðinni og einn mjög djúpan á framhandlegg. Eina sem ég passaði mig á var að spyrja alls ekki hvort ég mætti hjóla daginn eftir. 
​
Íslandsmeistaramótið í fjallahjólreiðum
Þegar ég vaknaði að morgni síðasta keppnisdags, kíkti ég á sárin, engar bólgur og ég klæddi mig varlega í hjólafötin, ekki enþá ákveðinn hvort ég ætlaði að keppa. Hjólaði á keppnisstað og leið vel á hjólinu, fann örlýtið fyrir sárinu á hendinni þegar högg komu á stýrið en lærið var í fínu lagi. Þá var það ákveðið, ég ætlaði að keppa og taka þetta á gleðinni og naut þess í botn. Ég hef ekki keppt á íslandsmeistaramóti í fjallahjólreiðum í mörg mörg ár en aðalástæðan fyrir því er brautarval. Þessi braut var hæfilega erfið, ég gat hjólað allt nema einn kafla þar sem við fórum upp mjóa brú og yfir stein. 
Ég pældi lítið í úrslitum keppninar, komst í mark og á eftir var pizza og pasta veisla á Greifanum. 
Þrátt fyrir ekki svo góð úrslit naut ég helgarinnar í botn.
Þakkir:
Stórar þakkir fara til keppnishaldara, Hjólreiðafélags Akureyrar, frábær helgi í alla staði
Örninn fyrir Trek Superfly
Fitness sport fyrir High5 og góðar ráðleggingar
Garmin búðinn fyrir Vector aflmæli
Stærstu þakkirnar fær konan á slysó sem þreif sárin og hafði svo miklar áhyggjur af því hvort þetta væri vont :)
Meira:
Heimasíða keppnishaldara www.hjolaak.is

Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Proudly powered by Weebly