Spánn - Cambrils
Æfingaferðir til heitari landa snúast um að komast í betra veður, fallegt landslag, krefjandi brekkur og annað hvort upphitun fyrir íslenska sumarið eða lengja það í hinn endann. Haustið 2016 fékk ég frábært tækifæri til að kanna aðstæður í Cambrils sport Resort sem er frábær garður þar sem hugsað er fyrir öllu hvað varðar íþróttalið í æfingabúðum. Ég var þar um miðjan Nóvember í þrjá daga og náði að hjóla yfir 300km um fjallahéruð Katalóníu. Svæðið mynti um margt á Mallorca, brekkurnar voru hæfilega brattar og langar, hægt að velja um fjölbreyttar leiðir og já, flatar leiðir líka.
Costa Daurada er vinsæl meðal hjólreiðafólks, Cambrils park Resort hefur hýst margann atvinnumanninn, þar ber helst að nefna Giant Albecin liðið og þá hafa mörg Dönsk A klassa og atvinnumannalið dvalið þar, þar á meðal Riwal Platform Cycling team en Tobias Morch Kongstad sem sigraði Tour of Reykjavík. Ferðaskrifstofa: Hægt verður að panta ferðir í gegnum transatlanticsport.is Klæðnaður: Þið getið búist við hitastigi á bilinu 12-25°C. Hæðstu brekkurnar eru 700m yfir sjávarmáli og því er ekki svo mikill hitamunur. Í Febrúar, mars, octóber og nóvember má búast við þörf á síðerma treyjum og síðum hjólabuxum og ágætt að hafa með sér léttan regnjakka. Í apríl er nánast öruggt að stuttbuxur og stutterma treyja sé málið flesta daga en stundum þarf að klæðast Arm warmers þegar hjólað er niður brekku og ágætt að taka með þunnt vesti. Hér er svo góður listi hvað þarf að hafa meðferðis:
Ath vel: Pedalar, skór og hjálm í venjulegan farangur - eða handfarangur - ef hjólið týnist á leiðinni og berst síðar (þá er hægt að leigja hjól fyrstu dagana). Búnaður:
http://www.dcrainmaker.com/2013/05/download-garmin-705800810.html Athugið að það getur tekið lengri tima að ná gervitungli í fyrsta sinn, sértaklega á edge 500 tækjunum. Mæta tímanlega í fyrsta túr eða kveikið á tækinu kvöldið áður til að ná sambandi. Ath: Það eru hjólabúðir víða og hægt að nálgast allt sem máli skiptir - en best er að vera þannig búin að þið getið strax byrjað að hjóla! Tape/Plast/plastpokar til að pakka hjólinu aftur úti. Hvernig á að pakka niður hjóli - hér er mjög gott video frá GCN: https://www.youtube.com/watch?v=J40V2r1TjGA Gírar Brekkurnar Katalóníu eru flestar með jöfnum halla og með þolinmæðis vinnu er hægt að vinna þær allar. Klifrin eru yfirleitt um 200-400m hækkun, mest 700m hækkun. Brattinn er oftast mjög jafn, um 4-6% og bröttustu klifrin eru um 8% Það að hjóla upp brekku er erfiðara fyrir þá sem þyngri eru en óháð þoli eða þyngd snýst þetta fyrst og fremst um þolinmæði. Haldið jöfnu álagi og sparið ykkur fyrir restina. Mælt er með 34 eða 36 tönnum að framan og 11-28 kasettu að aftan. Mikilvægt Munið, þið eruð á ykkar eigin ábyrgð í hjólatúrum hvort sem þið ferðist með hjólreiðafélagi eða ferðaskrifstofu. Gott er að kynna sér leiðir, vera með kort o.þ.h. og rata… og passa sjálf að ganga ekki fram af sér! Ef hraðinn er of mikill er stundum betra að síga aftur í næsta hóp eða hjóla ein/einn, heldur en að tæma alla tanka. Hjólabúðir í Cambrils: www.bikecambrils.com Hjólaleigur í Cambrils: Hjólaleiga er í Cambrilspark Best er að taka með sér eiginn hnakk og pedala/skó þegar leigja á hjól. Sitjandinn og fæturnir eru viðkvæmastir fyrir breytingum. Gott er að mæla upp hjólið sitt og senda hjólaleigunni upplýsingar eða auðvitað sem er best að fara í bike fit og fá nákvæmar tölur. Þannig eru mestar líkur á að þú fáir akkúrat rétta stærð af hjóli. Ekki hika við að snúa starfsmönnum hjólaleigunnar aðeins í kringum ykkur. Boðið er upp á bikefit í Erninum |
|