Road to better life
  • Blog
  • Leiðin til betra lífs
  • Instagram
  • Video
  • English

Siglurjörður - Akureyri 2014

PictureMynd: Tryggvi Rúnar / HFA
Gangnakeppnin var tilkynnt rétt tveimur vikum fyrir keppni og leist mér strax vel á keppnina. Fannst eitthvað spennandi við að fara norður og hjóla þessa áhugaverða leið frá Siglufirði í gegnum fern jarðgöng á leið til Akureyrar. 

Ég, Reynir, Guðmundur B og Bjarni Birgis ákváðum að skella okkur en við æfum allir saman með HFR og var markmiðið að vinna vel saman og reyna að halda okkur öllum saman í fremsta hóp. Kærastan mín kom líka með og setti sér sitt eigið markmið að klára þessa vegalengd.

Að venju notaði ég vinskap til að troða mér í gistingu en svo skemmtilega vildi til að Maggi stórvinur minn og konan hans Kolla og bæði fyrrum vinnufélagar mínir hafa suðað í mér að kíkja í heimsókn norður. Maggi er frægastur fyrir að hafa komið sér í sjálfsævisögu annars fyrrum vinnufélagar okkar og núna í þessa keppnissögu.

Undirbúningur fyrir keppnina fólst helst í því að greina legu brautarinnar þar sem ég hef aldrei farið þarna um. Það var ekki svo auðvelt þar sem göngin rugla hæðarprófíla þegar maður býr þá til á kortum og því skoðaði ég bút fyrir bút. Flest allar brekkurnar voru um 3-4% halli sem hentar mér mjög vel og léttari menn geta ekki auðveldlega stungið af nema brekkan sé þeim mun lengri.

PictureMynd: Ármann Hinrik / HFA
Spáin var góð og sá ég fyrir mér að hjóla þessa fallegu leið í glampandi sólskini og njóta í botn. Þegar ég heyrði svo í Magga um hádegisbil á keppnisdegi tjáði hann mér að það væri fínt veður og harðneytaði að rigning væri fyrir norðan, það kæmu dropar en alls ekki rigning og lognið væri aðeins að flýta sér. Þá fór ég að ýminda mér vel blauta keppni :)

Við keyrðum beina leið á Siglufjörð og hjóluðum svo upp að og í gegnum Strákagöng. Keppnin hófst norðan við göngin og þegar við gerðum okkur klár fyrir ræsingu byrjaði að hellidemba. Ég hafði borið vel af hitakremi á lærinn, var í stuttum buxum og treyju með síðum ermum. Festi gleraugun í göt á hjálminum því ekki myndi ég nota þau mikið í göngunum vegna þess hve dökk þau eru. Við ræstum og fórum varlega í gegnum göngin, þau voru sleip á milli hjólfarana og voru allir sammála um að byrja keppnina eftir göngin. Tók þá við rólegt rúll niður að Siglufirði og var gaman að hjóla í gegnum bæjarfélag í keppni, ekki oft sem það gerist. Mér var hrikalega kalt á þessum tímapunkti og um leið og við fórum út úr bænum fór ég fremst og keyrði upp hraðan. Það leið ekki á löngu en við byrjuðum að hækka okkur upp að Héðinsfjarðargöngum I og þá var ég orðinn vel heitur.

Hópurinn þynntist eitthvað á leiðinni út úr bænum og upp í gönginn og ég þorði ekki annað en að halda mig hægan inn í göngunum. Við vorum fljót í gegnum göngin og þá fórum við í Héðinsfjörð og beint inn í Héðinsfjarðargöng II. Þau voru heldur lengri eða 7km og mun kaldari að hjóla í gegnum. Það var þó ágætis tilbreyting frá rigningunni, göngin voru snyrtileg og loftið hreinna en ég þorði að vona og þau hölluðu greynilega niður á við því við komum út við sjávarmál og beint inn á Ólafsfjörð. 

Þegar við hjóluðum í gegnum Ólafsfjörð tók við næst lengsta brekka dagsins eða 2km á 3% halla, eitthvað sem hentar mér alls ekki ílla en þyngdin fer að síga verulega í við 6% halla. Nokkrir hjólreiðamenn fóru fremst og keyrðu upp hraðan og Bjarni Birgis var þar fyrir aftan. Ég færði mig framar og beið átekta og þegar brekkan var liðlega hálfnuð fór Bjarni fremst og tók þétta keyrslu. Ég elti og allir reyndu að hanga í og þegar upp var komið taldi hópurinn 12. manns og hjóluðum við saman í gegnum múlagöng. Þau voru drungaleg, einbreið göng með miklu vatni á veginum en vegna rigninga fossaði mikið vatn út úr berginu. Bílarnir sem á móti komu sýndu mikið kurteisi og viku vel fyrir okkur og þrátt fyrir mikin kulda í Múlagöngum var upplifunin skemmtileg. Þá voru öll fjögur göngin búin og hafði mér reiknast til að nú væru 52km í endamark.
Frá Múlagöngum var hjólað niður á Dalvík og fljótlega hafði hópirnn þynnst niðurí 6 manns. Þá tók við mikil herkænska í hópnum og markmiðið var að við fjórir æfingafélagarnir myndum reyna allt til að halda hópinn. Reynir kom til mín og bauðst til að taka sprett til að láta þá elta og erfiða, jafnvel þótt það þýddi að hann myndi missa af okkur. Ég bað hann að bíða aðeins, og tók eina þétta keyrslu upp næstu brekku ásamt Bjarna Birgis. Þeir Fannar og Eric voru búnir að sýna mikinn styrk og virtust ekkert ætla að láta stinga sig af. Þegar tíminn var réttur spretti Reynir og náði 1-2 stikum í forskot og fljótlega fór Guðmundur á eftir. Þá fór Fannar á eftir þeim sem voru líklega hans mistök í þessari fléttu því hann átti ekki nóg eftir til að brúa bilið hratt og örugglega. Þegar hann var alveg að ná þeim Reyni og Guðmundi sem höfðu náð að hvílast eitt augnablik fór ég og Bjarni fram úr og þá gerðist það, Eric datt strax aftur úr og Fannar fljótlega. Þegar við náðum brekkutoppnum fór ég fremst niður og keyrði líklega um of því ég var gjörsamlega uppgefinn, hægði á og ætlaði að slaka á og undirbúa næstu fléttu en þá var kallað, áfram, áfram og ég tók eitt púll í viðbótt kláraði allt sem ég átti og þá tók Guðmundur við í smá stund, náði að jafna mig og hélt áfram að keyra fremst enda fínt að nýta þyngd mína og styrk niður í móti. þarna höfðum við náð góðu forskoti og gladdi það mig mjög að sjá að við vorum allir fjórir saman enþá þrátt fyrir þetta erfiði sem þetta kostaði. Við tókum örar skiptingar og vorum við einungis 15-20 sek fremst. 
Síðustu 10km af keppninni voru tíðindalitlir, við unnum vel saman eða þar til um 4km voru eftir þegar ég sá að samvinnan var búin og nú yrði endasprettur útkljáður. Bjarni tók sér stöðu fyrir aftan mig og Guðmundur B þar og svo Reynir. Ég ákvað að nota sömu taktík og Valli notaði á mig í Reykjaneskeppninni, spretta snemma og úr fremstu stöðu. Endamarkið var 300m eftir hægri beigju úr hringtorgi og gat ég ýmindað mér að sá sem yrði fyrstur inn í hringtorgið væri í bestu stöðu fyrir endasprett. 
PictureMynd: Tryggvi Rúnar / HFA
Ég beið spenntur, bjóst við því að annar þeirra myndi spretta fram fyrir og ákvað því að halda um 300wöttum og þar sem hallað ögn undan fæti að hringtorginu gat ég haldið nægjanlega miklum hraða til að draga úr áhuga þeirra á að reyna árás, án þess þó að þreyta mig um of. Ég hafði sett punkt á endamarkið og stillt Garmin þannig að ég sæi hversu margir metrar væru í endamark. Ég hugsaði spretta af stað þegar 900m eru eftir, þá eru bara 600m í hringtorg og 300m í mark. Ég spretti ég af stað, tók 1000w í 10 sek og var gjörsamlega uppgefinn, leit við og sá að ég hafði búið til þokkalegasta bil, leit á mælinn, 600m í mark, þökk sé aflmælinum gat ég núna hjólað á jöfnu álagi alla leið í mark en ég horfði mest á wöttin og setti mér markmið að hafa þau í 500w og hélt því í mínútu, 45km meðalhraði í endasprett og gaf mér það í gjöf að fagna veglega þegar ég landaði mínu fyrsta Gulli í hjólreiðakeppni

Picture
Mynd: Tryggvi Rúnar / HFA
Picture
Picture
Mynd: Ármann Hinnrik / HFA
Picture
Picture
Picture
Kærar þakkir fá:
Hjólreiðafélag Akureyrar fyrir flotta keppni, hlakka til að mæta að ári
Reynir, Bjarni og Guðmundur fyrir samvinnuna
Trí fyrir frábært Cube Litening hjól
Ágúst Reynisson og Fiskmarkaðurinn fyrir góðan stuðning
Garminbúðin fyrir Garmin Vector Aflmæli
Maggi og Kolla fyrir gistingu og félagsskap
Tryggvi Rúnar og Ármann Hinrik fyrir myndir.
og auðvitað kærastan mín fyrir að sýna mikin styrk, fara langt út fyrir þægindaramman og koma með mér í keppnina :)



Proudly powered by Weebly