Í hjólreiðum skiptir öll þyngd sem snýst gríðarlega miklu máli og ekki síður að stífleikinn sé mikill til þess að allt afl fari frá petölum niður í dekk án þess að nokkuð fari til spillis.
Carbon gjarðir bjóða upp á þennan eiginleika auk þess sem hægt er að móta þær þannig að þær taki minni loftmótstöðu. Það er því verið að slá þrjár flugur í einu höggi þegar léttleiki, stífleiki og lítil loftmótstaða eru sett saman í einn hlut.
Ég valdi mér Rolf Prima Ares 4 að framan og 6 að aftan.