RB - Classic 2015
Þessi keppni er ein af þessum mjög svo vel markaðssettu keppnum á dagatalinu, hún er því skemmtileg fyrir þær sakir að fleira fólk mætir og umgjörðin verður þar að leiðandi skemmtilegri. Þar með er ekki öll sagan sögð. Heljarinnar vinna er hjá skipuleggjendum og geta þeir einmitt lagt aukalega á sig til að ná fram þeirri stemningu sem hinn almenni keppandi leitar eftir og þeim tekst vel upp og vel það.
Besta dæmið um slíkt er hinn frægi malarkafli. Skipuleggjendum tekst vel til þar, líklega því malarkaflinn hefur tilgang, að tengja saman hring þannig að hægt sé að hjóla hringinn í kringum Þingvallavatn og keppnin líkir þar að leiðandi eftir þessum sjarmerandi klassísku keppnum sem eru frægar í norður Evrópu. Leiðin í kringum vatnið er fögur, skemmtileg en að sama skapi krefjandi.
Eftir Íslandsmeistaramótið sem ég gaf allt mitt í og var í raun endirinn á mínu tímabili því andlegt þrek þoldi bara ekki meira tókst mér að þyngjast rúmlega sem góðu hófi gegnir sem gerði mér ekki gott í RB-Classic sem byrjar í brekku. Mér tókst að missa af hópnum í fyrstu brekku en með smá kænsku og samvinnu þeirra sem á eftir komu tókst okkur saman að brúa bilið og ná fremsta hóp aftur
Þegar við náðum hópnum var ég sem mest í skjóli, ég átti ekki mikið inni og brekkurnar í Grafningnum tóku ansi mikið úr mér. Þegar við svo fórum inn á Malarkaflan hélt ég mig framarlega en í brekkunum missti ég af hópnum og þó lappirnar hefðu líklega getað pínt sig aðeins meira var hausinn farinn. Ég sá hvar Rúnar Karl datt aftur úr hópnum líka og fylgdi honum og þegar við sáum Steinar út í kannti ákvað ég að stoppa, létti aðeins á þvagblöðrunni á meðan Rúnar Karl lét Steinar hafa framgjörðina sína. Steinar mótmælti þessu hástöfum en Rúnar Karl var með bilaðan afturskipti og mér leyst miklu betur á að hjóla með Steinari en að rembast að ná þeim.
Saman hjóluðum við Steinar restina af Malarkaflanum og aftur inn í Grafninginn þar sem Steinar hélt góðu tempói upp brekkur og ég á flatanum og niður. Saman unnum við á og náðum fljótlega Emil og Gústaf og þar sem Gústaf er í harðri keppni við Sæmund í unglingaflokk vildum við ekki draga þá áfram. Steinar fór léttilega frá okkur öllum í næstu brekku og ég notaði tækifærið á Þingvallavegi niður í móti og gerði létta árás á þá félaga og þeir svöruðu henni og náðu inn í skjólið af mér. Þá gerði Emil gagnárás sem var akkúrat það sem ég vildi því þegar hann hafði eitt sínu púðri þar gerði ég árás af fullu afli og náði að stinga þá félaga af og náði Steinari og við Héldum áfram. Að sjálfsögðu bað ég Gústaf afsökunar beint eftir keppnina, maður fær pínu íllt í hjartað að nota svona taktík á ungan dreng en Gústaf á framtíðina fyrir sér í þessu sporti og verður gaman að fylgjast með honum vaxa. Við Steinar náðum svo Sveini, Sigurgeiri og Guðmundi Sveins í þjóðgarðinum og á leðinni niður í Grímsnesið fékk ég hræðilegan krampa í lappirnar og gerði lítið á leiðinni niður eftir. Með teigjum á hjólinu og léttu álagi tókst mér að vinna á þessu vandamáli sem var líklega vegna of mikils álags í byrjun keppninnar.
Þegar við fórum inn á Malarkaflan í annað sinn fór Steinar eins og vanalega frá hópnum í fyrstu brekku og hjólaði einn nánast allan malarkaflann. Ég beið átekta, reyndi að meta ástand líkamans, lappirnar voru ágætar en ég var samt ekki viss. Ég reyndi að næra mig á fastri fæðu á klukkutímafresti og sömuleiðis notaði ég gel á milli og drakk allan þann vökva sem ég átti eftir. Þegar við vorum rúmlega hálfnaðir með malarkaflan sá ég gott færi, hæfilega brött brekka niður í mót og hérna var rétti tíminn til að taka prufu á mér og andstæðingnum. Ég keyrði hæfilegt tempó niður brekkuna, ekkert svakalegt, 350-450 wött og reyndi að taka sem minnstan vind. Brekkan var nokkuð brött, líklega um 7-8% halli og mesti hraði var 54 sem mér þykir mikið á möl, fullt af holum, litlum steinum og tveir brúsar á miðjum veginum sem aðrir keppendur höfðu misst. Þegar niður var komið sá ég að smá bil hafði myndast í Sigurgeir sem var næstur á eftir mér og þá setti ég niður full afl í pedalana, í það minnsta allt sem ég átti eftir, 800wött í smá tíma og fljótlega var ég búinn að ná Steinar og já aftur byrjuðum við að vinna saman. Steinar kvatti mig samt til að fara einan alla leið í mark en líklega hefur hann ofmetið ástandið á mér en ég átti ekki mikið eftir. Malarkaflinn var endalaus og virtist aldrei ætla að enda, en að lokum komum við saman í mark og hafði ég unnið mig upp í 10. sæti, sem var langt umfræm væntingarnar eftir fyrsta hring þegar ég hélt ég væri nær 20. sæti. |
Malarkaflinn var endalaus og virtist aldrei ætla að enda, en að lokum komum við saman í mark og hafði ég unnið mig upp í 10. sæti, sem var langt umfræm væntingarnar eftir fyrsta hring þegar ég hélt ég væri nær 20. sæti.
Í svona keppni finnur maður vel fyrir aukakílóunum, það var ágætt að fá smá spark í punginn í síðustu keppninni og því verður maður enþá einbeittari að ná markmiðum sínum varðandi þyngdarstjórnun á næsta ári.
Í svona keppni finnur maður vel fyrir aukakílóunum, það var ágætt að fá smá spark í punginn í síðustu keppninni og því verður maður enþá einbeittari að ná markmiðum sínum varðandi þyngdarstjórnun á næsta ári.
Kærar þakkir fá:
Tindur, RB-Classic og Bragi Freyr fyrir frábæra keppni
Örninjn fyrir Trek Émonda SL8
Ágúst Reynisson og Fiskmarkaðurinn fyrir góðan stuðning
Garminbúðin fyrir Garmin Vector Aflmæli og myndavélar til að gefa okkur insýn
Kjartan Þór Þorbjörnsson fyrir flotta mynd í endamarki.
Tindur, RB-Classic og Bragi Freyr fyrir frábæra keppni
Örninjn fyrir Trek Émonda SL8
Ágúst Reynisson og Fiskmarkaðurinn fyrir góðan stuðning
Garminbúðin fyrir Garmin Vector Aflmæli og myndavélar til að gefa okkur insýn
Kjartan Þór Þorbjörnsson fyrir flotta mynd í endamarki.