Road to better life
  • Leiðin til betra lífs
  • Blog
  • Instagram
  • Video

Porsche Criterium Hafnarfirði

Hjólreiðafélag Reykjavíkur í samvinnu við Bílabúð Benna og Porsche héldu Criterium keppni í Hafnarfirði 13. maí. 
Criterium keppni fer þannig fram að keppendur hjóla  á braut sem er 1-2km og í þessari keppni fór A-hópur karla 14 hringi. 
Í ár var eins og í fyrra boðið upp á þrjá flokka, A, B og C og var gerð sú krafa að C hópur hefði ekki tekið þátt í Criterium keppni áður og ekki var annað að sjá en að allir hafa skemmt sér vel. 
Mynd: Arnold Björnsson

PictureMynd: Hákon Halldórsson
Þessi keppni hefur fest sig í sessi og er haldin á braut sem er með þeim öruggustu hvað varðar umferð þar sem lítið er um að vera. Umhverfið er langt í frá að vera það fagursta og kvarta ljósmyndarar sáran yfir því. Skemmtilegast væri að færa keppnina nær fólkinu en oft eru svona keppnir haldnar nær miðbæjum og haldnar hátíðir í kringumm þær með mikili stemningu áhorfenda.

Eins og í fyrra ákvað ég að keppa í A flokk og þar sem ég lenti í 9. sæti í fyrra langaði mig að sjálfsögðu að bæta mig þar. Brautin er 2 km og hjólaðir voru 14 hringir. Á hringnum er ein nokkuð drjúg brekka og tvær krappar beigjur. Í fyrra var það beigjann eftir flata kaflann sem var varasöm því þá voru veður aðstæður þannig að þá var hún tekin á fullu farti. Nú breyttist brautin því meðvindur var niður langa beina kaflan og því fórum við í beigjuna fyrir brekkuna á um og yfir 60km hraða. Þetta átti eftir að breyta öllu varðandi keppnina í ár. 

Í fyrra var sprett duglega af stað strax á ráslínu og þar sem Hafsteinn Ægir var ekki með bjóst ég við ögn rólegra starti en ég hafði svo rangt fyrir mér. Strax á frysta hring var hraðinn mikill og hraðinn keyrður upp brekkuna og ég strax kominn með þeim síðustu. Eftir brekkuna var beigti til vinstri og stífur mótvindur frá hægri. Fremstu menn lúrðu að sjálfsögðu í kanntinum vinstrameginn og allir eltu beint á eftir og fengu hálft skjól. Ég hafði ekki stórar áhyggjur, tek þetta bara langa beina kaflanum og nota afl mitt og styrk til að komast framar í hópinn en ekkert gékk, lappirnar fullar af sýru og ég var enþá með þeim öftustu af rúmlega 30 keppendum í A flokk.

Þegar niður var komið og beigt upp brekkuna sá ég hvað hafði gerst. Ingvar var kominn með gott forskot og Óskar við það að komast sjálfur frá hópnum. Ég staðsetti mig vel fyrir beigjuna niður eftir og komst fremstur niður eftir á undan hópnum en þá Höfðu Ingvar, Óskar og Davíð komist frá hópnum. Þegar upp var komið tók Hákon duglegan sprett, náði Óskari og Davíð missir af þeim. 

Eftir þetta breyttist lítið. Þeir þrír sem komist höfðu frá héldu sínu og ég var fyrst um sinn í erfiðleikum að hanga í hópnum sem myndaðist hafði fyrir aftan. Á 5. hring byrjaði loksins samvinna innan hópsins og á 6 hring var mér farið að líða betur og gat betur tryggt stöðu mína og tekið þátt samvinnu hópsins. Samvinnan gékk þó ílla fyrst og fremst vegna mikilla vindbreytinga í brautinni. Hliðarvindur, sviftivindar á milli húsa og meðvindur á lengsta kafla brautarinnar og því engann vind að brjóta og því erfitt að vinna saman.

Á 10 hring byrjaði að þynnast í hópnum og svo varð úr að á síðasta hring vorum við aðeins fjórir eftir, ég, Bjarni Garðar, Benni, og Míró. Bjarni Garðar reyndi að stinga af í brekkunni en tókst ekki og í mótvindinum passaði ég mig á að staðsetja mig fremst í beigjunni þar sem lítið eða ekkert skjól var hvort eð er að finna síðsta kafla brautarinnar. Bjarni tók aftur sprett en ég og Benni fórum sitthvoru meginn fram úr honum, Benni kláraði í fjórða sæti og ég í fimmta og þar með þriðja í aldursflokk.

Skemmtileg en erfið keppni sem endaði með góðri bætingu fyrir mig á milli ára. Verðlaunapening í aldursflokk sem er sjaldgæft þar sem H30 er oft fjölmennasti flokkurinn. Margt lært af keppninni sem má slípa til og aðalatriðið er að hafa gaman.

Ég mætti með tvær Garmin Virb myndavélar og hér má sjá video úr keppninni klippt á milli aftur og fram myndavélarinnar. 




Picture
Kærar þakkir fá:
HFR og Porsche fyrir vel skipulagða og skemmtilega keppni
Örninn fyrir Trek Émonda SL8 hjólið
Ágúst Reynisson og Fiskmarkaðurinn fyrir góðan stuðning
Garminbúðin fyrir Garmin Vector Aflmæli
Og auðvitað allir sem tóku myndir :)






Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Proudly powered by Weebly