Keppnissögur
Nú hef ég keppt í fjölmörgum keppnum á hverju ári frá 2012. Ég byrjaði rólega og hef bætt við og tekið þetta meira alvöru ár frá ári. Þetta byrjaði allt á facebook, ég skrifaði smá pistil um keppnirnar frá mínu sjónarhorni og fékk mikil og góð viðbrögð frá vinum sem hvatti mig áfram að skrifa ýtarlegri keppnissögur. Síðar setti ég upp þessa síðu til að halda utan um þessa ágætu pistla, fyrir mig að eiga og fyrir fólk að læra og njóta. Fyrir byrjendur og nýliða mæli ég með að skoða fyrstu keppnisögurnar
2012
Fyrsta árið mitt mætti ég í þrjár keppnir og markmiðið var einfalt. setja pressu á mig þannig að ég myndi halda mér við efnið. Bláalónskeppnin var fyrst og þar sem ég vissi að brekkurnar væru brattar á leiðinni æfið ég mig mikið fyrir keppnina. Náði að létta mig nokkuð fyrir keppnina, var 125kg á keppnisdegi og naut keppninnar vel. ég var virkilega ánægður. Svo ánægður að ég verslaði mér götuhjól og skráði mig í næstu keppni, Hvolsvöll, sem er að mestu flöt en brekkur í upphafði yfir Þrengslin, endaði þar í sæti 44 af næstum 100 keppendum. Næsta keppni var ný af nálinni, Gullhringurinn og endaði ég þar í 22. sæti. Engar keppnissögur eru til frá þessu ári enda snérisust keppnirnar miklu frekar um annað og stærra markmið, þetta var árið sem ég kom mér af stað á þann stað þar sem ég gat hjólað með öðrum, gat mætt á æfingar án þess að vera langsíðastur og gat farið að setja mér öðruvísi markmið. 2013
Góður árangur frá árinu á undan hjálpaði mér við sálræna þáttinn í ferðalaginu mínu. Mér tókst að létta mig enn meira á milli ára og æfingarnar urðu mun markvissari. Ég fjárfesti í betri hjólum og skráði mig í fleiri keppnir. Fyrsta keppni ársins var Reykjaneskeppnin en í hana mætti ég aðalega sem góða æfingu og sjá hvar ég stæði meðal annara keppenda. Endaði í 21. sæti og var ég ánægður þar sem allir sterkustu keppendurnir voru mættir. Næsta keppni var Þingvallakeppnin sem var fyrsta keppnin sem ég mætti í með markmið um úrslit og til að ná þeim markmiðum þurfti ég að beita ákveðinni herfræði. Mig langaði að hanga sem lengst í fremsta hóp og þá þurfti ég að spara orku allstaðar sem ég gæti og vera fremstur upp allar brekkur. |