Íslandsmeistaramótið í götuhjólreiðumÍ þætti kvöldsins: Helgipáll kennir okkur að hjóla upp brekku, Ég hjóla á 93km hraða og Helgi Berg fer í langan endasprett. Myndað á síðustu km í Íslandsmeistaramótinu á Garmin Virb Elite hasarmyndavél með innbyggðu GPS og beina tengingu við Garmin Vector aflmæli, Hjartsláttarmæli og hraða. |
|
SamvinnaHér sést hvernig liðsfélagar geta unnið saman.
|
|
Ólafsfjörður Að MúlagöngumGangnakeppnin frá Strákagöngum til Akureyrar í gegnum Héðinsfjörð og Múlagöng. Hér erum við að hjóla frá Ólafsfirði upp að Múlagöngum.
|
|
Porsche Criterium |
|
Shimano Reykjaneskeppnin - Fyrstu 20 mínÞað var vitað mál að keppnin yrði hröð strax í upphafi þar sem mikill meðvindu var frá Sandgerði og suður að Reykjanesvita. Hjólað var á um og yfir 60 km hraða á jafnsléttu og erfitt að finna skjól á bak við keppendur fyrir framan.
Ég setti skýringatexta inn á myndbandið til útskýringa og fróðleiks fyrir áhugasama. Myndbandið er tekið með Garmin Virb Elite sem er með innbyggt GPS og tengist við hjartsláttarsendi og Garmin Vector aflmælinn og lítið mál að setja hraða, púls, wött og fleirra inn á myndbandið. |
|
Svona tapar maður endasprettEftir að hafa dottið aftur úr fremstu grúbbu og hjólað einn í nokkurn tíma myndaðist 6 manna grúbba sem hjólaði saman síðustu 25km eða svo. Einn og einn datt aftur úr og að lokum vorum við 3. Þegar Valli tekur endasprett frekar snemma og maðurinn fyrir framan mig hefur ekki orku að elta hann þarf ég að brúa ansi langt bil, tekst það næstum því en drep mig gjörsamlega við það. Ekkert sem hálftími í heitapottinum lagaði ekki en ég gat ekki gengið eftir þetta. Við erum í hörkumótvind og hraðinn eftir því.
|
|