Elvar Örn Reynisson
  • Aðalsíða
    • Zwift inniæfingar
    • Volvo life paint
    • Atvinnumenn á strava
    • Fatnaður
  • Leiðin til betra lífs
    • Að taka fyrsta skrefið
    • Næring
    • Sagan mín
    • Næring á hjólinu
    • Viðtal í Fréttablaðinu des 2015
    • Æfinga og hjólaferðir erlendis >
      • Tenerife
      • Mallorca
      • Spánn - Cambrils
    • Viðtal í mbl.is
    • Strava Festive 500
    • Viðtal í morgunblaðinu, Vetrarhjólreiðar
    • Relive your ride
  • Keppnissögur
    • Reykjaneskeppnin 2016
    • Þingvallakeppnin 2016
    • Gullhringurinn 2016
    • Stóra hjólahelgin á Akureyri 2016
    • Tour de Ormurinn 2016
    • RB Classic 2016
    • 2015 Keppnissögur >
      • RB - Classic 2015
      • Íslandsmeistaramót - götuhjól 2015
      • Tjarnarspretturinn 2015
      • Gangnakeppnin 2015
      • Gullhringurinn 2015
      • Hvolsvallarkeppnin 2015
      • WOW Cyclothon 2015
      • Jökulmílan 2015
      • Þingvallakeppnin 2015
      • Reykjaneskeppnin 2015
      • Porsche Criterium 2015
      • Tímataka Krísuvíkurvegi 2015
    • 2014 keppnissögur >
      • Uppsveitahringurinn 2014
      • HFR Donuts Challenge
      • Cube Prologue 2014
      • Íslandsmeistaramótið í Hjólreiðum 2014
      • Siglurjörður - Akureyri 2014
      • Gullhringurinn 2014
      • Alvogen Midnight Timetrial 2014
      • Jökulmílan 2014
      • Hvolsvallarkeppnin 2014
      • Bláalónskeppnin 2014
      • Þingvallakeppnin 2014
      • Porsche Criterium 2014
      • Tímataka Krísuvíkurvegi
      • Reykjaneskeppnin 2014
      • Rauðavatn XC 2014
    • 2013 keppnissögur >
      • Bláalónskeppnin 2013
      • Jökulmílan 2013
      • Þingvallakeppnin
      • Hvolsvallarkeppnin
      • Alvogen Midnight Timetrial
      • Íslandsmeistaramótið 2013
      • Heiðmörk 6
      • Suður Jótlands Hringurinn
  • Myndir
    • Instagram myndir
    • Heiðmerkuráskorun 2014 - myndir
    • Íslandsmeistaramótið í Götuhjólreiðum
    • Danmörk 2013
    • Mallorca 2014
  • Video
    • Keppnir
    • Æfingar
    • Mallorca Video
    • Eldri video
    • Trainer video
  • Keppnisdagskrá
    • Úrslit

Jökulmílan 2015

Það er ár síðan ég ákvað að taka þátt aftur í Jökulmílunni en keppnin í ár yrði sú þriðja. Mér finnst svona vel hepnað framtak þar sem hjólreiðakeppni er orðin partur af bæjarhátíð og setur brag sitt á bæjinn svo skemmtilegar. Það er því hér með ákveðið að ég mæti til leiks að ári.

En nú vandaðist málið. Liðið mitt Örninn Trek vildi fara í WOW Cyclothon og ég vildi ekki sleppa Jökulmílunni. Menn höfðu mismunandi miklar áhyggjur því þessar keppnir koma ansi nálægt hvor annari. Ég ákvað því að spara mig ögn í Jökulmílunni en hvernig á maður að spara sig í 162km?
Picture
Reynsla mín af keppninni er tvíþætt. Annars vegar að detta aftur úr fremsta hóp á Búlandshöfða og detta aftur úr fremsta hóp eftir Búlandshöfða. Í bæði skiptin jafn pirraður yfir því og því var ég undirbúin undir það einnig nú að detta aftur úr hópnum. Ég ætlaði jú að spara mig en eins og áður sagði, 162km keppni er kannski ekki rétta keppnin til að spara sig.

Það kom mér ekkert rosalega á óvart að keppnin fór rólega af stað. Við vorum nokkrir sem áttum það sameiginlegt að vera á leiðinni í WOW Cyclothon og var gantast með það hvort við ættum að hringja í skipuleggjendur og seinka verðlaunaafhendingu sem var á dagskrá kl 17:00. Grínið var búið enmitt á tjéðum Búlandshöfða þegar Ingvar og Míró keyrðu upp hraðan. Ég notaði gamalt en gott bragð á móti og hjólaði á mínum hraða upp brekkuna og taldi menn fram úr mér og þegar ákveðnir menn eða ákveðinn fjöldi er kominn fram úr þá bæti ég við og byrja að erfiða. Ég vildi bara ekki missa menn eins og Viðar Braga og Stefán Guðmunds fram úr mér, ef ég gæti hangið í þeim, væri ég í það minnsta með góðar dísilvélar með mér til að hjóla hringinn. Þegar við komum upp á topp á Búlandshöfða var ég í 6 manna hóp og smá bil í næstu menn fyrir aftan og því passaði ég mig á að missa þá ekki frá mér.

Fljótlega myndaðist ágæt samvinna okkar sexmeninga en hraðinn var ekki sá mesti. Ingvar fór nokkrum sinnum frá hópnum en enginn sýndi áhuga á að elta hann heldur halda samvinnu áfram. Nokkur test voru gerð á hópnum en í einni af snarbröttu brekkunum duttu Viðar Bragi, Stefán og Ólafur aftur úr okkur Ingvari og Míró. Ég fór strax með hugan á fullt, Hví að testa hópinn og bíða svo eftir þeim sem var ekki að mínu frumkvæði. Stefán er jú Í Tind með Ingvari og fór ég að passa mig vel á þeim tveim. 

Þegar við komum að drykkjarstöð í brekkunni við Búðir var gerð samþykkt að stoppa og pissa. Við röðuðum okkur í línu og allir gátu létt aðeins á sér. Ég fékk mér svo flatköku með hangikjöti og óþarfi að fylla á brúsana þar sem ég hafði ekki drukkið svo mikið. Ég ákvað upp á grínið að taka selfie og á meðan Ólafur stillti Powermælinn skutlaði ég myndinni á Instagram.

Þegar við komum niður á flatan byrjaði ég að nýta styrkleikann minn og í um leið að einbeita mér að því að gera Stefáni og Ólafi lífið leitt. Fljótlega datt Ólafur aftur úr hópnum en þarna var hraðinn farinn að aukast og hliðarvindur á köflum sem gerði aftasta manni stundum erfitt að finna skjól. Það var svo þegar við beigjum við Landvega mót upp á Vatnaleið sem Míró gerir nokkrar árasir og kemst frá. Ég tek þá ákvörðun að það sé betra fyrir mig að elta hann ekki en vissi að það myndi kosta að Ingvar kæmist auðveldlega frá til hans. Þá væri það bara í höndunum á Míró hvort hann myndi vinna með Ingvari eða ekki.

En fljótlega sá ég hvernig ákveðin flétta var sett upp, hvort sem það var skipulagt af bæði Ingvari og Stefáni eða síðarnefnda en klárt mál er að veikleikinn minn er í brekkunum frekar en á flatanum. Fljótlega sé ég hvernig bæði Ingvar og Stefán taka á rás og svo virðist sem Ingvar reyni að draga Stefán frá okkur Viðari Braga. Ég svara þessu strax og fer í skjólið af Stefáni. Fljótlega sjá þeir að þetta gengur seint, bæði er mótvindur í brekkunni og ég var bara akkúrat upp á mitt besta þarna. Ingvar stingur okkur þó léttilega af og er nokkuð snöggur að ná Míró. 

Stefán brosir til mín og segir að þetta hafi verið eina leiðin að losna við 90kg manninn og ég ákvað þá að prufa bara hvað ég gæti. Stend upp og spretti af stað, beigi alveg til vinstri á veginum og svo alveg til hægri til að minka skjólið sem þeir gætu mögulega notað af mér. Lít við og sé að ég er kominn með bil. Hugsa djók, en svo nei, prufum, þetta verður eitthvað.

Þegar ég er kominn upp á topp lít ég við og sé að þeir eru farnir að vinna saman. Þá fatta ég að það sem ég gerði var ekkert rosalega góð hugmynd. Þarna eru tveir menn sem hafa sett íslandsmet nýlega í bæði hálfurm og heilum Járnkarli og ég þykist ætla að stinga þá af. En first maður er kominn út í þessa vitleysu þá er bara að halda áfram. Ég ákvað að hjóla á undan þeim niður vatnaleið, nýta fallþungann minn mér í hag og sjá svo til, það var mótvindur þarna og því þurfu þeir að erfiða meira en ég, jafnvel þótt þeir væru tveir.

Ég leit á mælinn, 30km í mark og iss það er ekkert miðað við 162km keppni en svo fattaði ég að 30km er kannski heill klukkutími, úff.

Ég ákvað þá að setja sjálfan mig í einskonar Safe Mode eða semsagt, eyða ekki óþarfa orku og hjóla alfarið eftir afli og hjartslætti. ég byrjaði á 150 slögum á mín sem er minn besti vinnslupúls án þess að þreyta mig um of. ef þeir voru að nálgast hækkaði ég um 30-50 wött þar til púlsinn fór upp í 156 slög og þá dró ég aftur niður í aflinu. Svona gat ég hjólað án þess að þreyta mig um of alla leið í mark. hámarks afköst og lágmarks niðurbrot. 

Þegar um 5 km voru í endamark sá ég að þeir voru hættir að vinna saman og líklega farnir að hugsa um hvorn annann og gat ég þá slakað aðeins á sem var kærkomið þar sem nú var ég farinn að þreytast.

Ég kom í mark þriðji á tímanum 4:39 og fyrstur í aldursflokk sem gladdi mig mjög. Grundarfjarðarbær bauð í sund og góðar veitingar að lokinni keppni og úrdráttarverðlaun voru vegleg þó ég hafi ekkert unnið :)






Picture
Frá brekkunni á vatnaleið Mynd: Árni Guðlaugsson
Kærar þakkir fá:
Hjólamenn og thriko fyrir vel skipulagða og skemmtilega keppni
Örninn fyrir frábært Trek Émonda SL8
Ágúst Reynisson og Fiskmarkaðurinn fyrir góðan stuðning
Garminbúðin fyrir Garmin Vector Aflmæli

Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Proudly powered by Weebly