
Í fyrra fylgdist ég með þessari keppni úr fjarska sem reyndar hét þá Snæfellsneshringurinn, sami hringur nema núna hjólaður rangsælis með upphaf og endi á vegamótum sunnan vatnaleiðar. Þá voru aðeins 9 keppendur og hringurinn vanst á 5 tímum og 18 mín og einungis 7 manns kláruðu.
Í ár var ákveðið að hressa verulega upp á keppnina, keppninni fundinn góður staður, nýtt nafn, flott heimasíða og mikil og góð undirbúnings og kynningarvinna unnin. Í raun eru allir sem klára þessa keppni sigurvegarar en fyrst og fremst skipuleggjendurnir því þeim tókst að breyta fámenni keppni í spennandi keppni sem fjöldinn allur af fólki ákvað að prófa. Alls voru hátt í 100 manns skráðir í heila og hálfa jökulmílu og þegar TT flokkur er talinn með.
Mín upplifun af keppninni er mjög góð, ég þorði ekki til leiks í fyrra enda var ég þá 20kg þyngri og fáir keppendur. Tilhugsunin að hjóla 161km einn er ekkert sérlega spennandi en í ár með 45 manns skráða til leiks í heila jökulmílu var ekki annað hægt en að vera með.
Á föstudeginum var ég mættur með hjólið mitt niður í TRI þar sem ég fékk að undirbúa það vel fyrir keppni, hjólið var þrifið og ég skipti um gírbarka og vír en mér fannst afturskiptirinn orðin frekar stífur. Ég hafði fengið Rolf Prima carbon gjarðir lánaðar fyrir keppnina sem eru 500gr léttari en mun stífari en mínar gjarðir.
Í ár var ákveðið að hressa verulega upp á keppnina, keppninni fundinn góður staður, nýtt nafn, flott heimasíða og mikil og góð undirbúnings og kynningarvinna unnin. Í raun eru allir sem klára þessa keppni sigurvegarar en fyrst og fremst skipuleggjendurnir því þeim tókst að breyta fámenni keppni í spennandi keppni sem fjöldinn allur af fólki ákvað að prófa. Alls voru hátt í 100 manns skráðir í heila og hálfa jökulmílu og þegar TT flokkur er talinn með.
Mín upplifun af keppninni er mjög góð, ég þorði ekki til leiks í fyrra enda var ég þá 20kg þyngri og fáir keppendur. Tilhugsunin að hjóla 161km einn er ekkert sérlega spennandi en í ár með 45 manns skráða til leiks í heila jökulmílu var ekki annað hægt en að vera með.
Á föstudeginum var ég mættur með hjólið mitt niður í TRI þar sem ég fékk að undirbúa það vel fyrir keppni, hjólið var þrifið og ég skipti um gírbarka og vír en mér fannst afturskiptirinn orðin frekar stífur. Ég hafði fengið Rolf Prima carbon gjarðir lánaðar fyrir keppnina sem eru 500gr léttari en mun stífari en mínar gjarðir.
Hópurinn hjólaði rólega út úr bænum en í fyrstu brekku við Búlandshöfða var hraðinn keyrður hressilega upp. 7 manns slitu sig frá og ég og Hilmir fórum þar á eftir. Við náðum ekki hópnum neðst niðri þó við keyrðum á eftir þeim á allt að 80km hraða niður brekkuna. Við ákváðum að keyra eins hratt á eftir þeim þó það væri nánast ómögulegt að ná þeim en okkar von var að einhverjir myndu detta úr þeirra hópi og styrkja þannig okkar hóp.
Þegar við fórum fram hjá Hellisandi gladdi það mig mikið að fyrrum vinnufélagi minn stóð þar til að hvetja okkur áfram. Fljótlega sáum við Atla detta aftur úr hópnum. Þegar við náðum honum gátum við slakað aðeins á enda ljóst að fremsta hóp næðum við ekki og þegar þrír skiptast á að brjóta vindinn er meiri hvíld fyrir hina á meðan.
Þegar við fórum fram hjá Hellisandi gladdi það mig mikið að fyrrum vinnufélagi minn stóð þar til að hvetja okkur áfram. Fljótlega sáum við Atla detta aftur úr hópnum. Þegar við náðum honum gátum við slakað aðeins á enda ljóst að fremsta hóp næðum við ekki og þegar þrír skiptast á að brjóta vindinn er meiri hvíld fyrir hina á meðan.
Svona hélst staðan þar til eftir 70km þegar sprakk á framan hjá mér. Sem betur fer hafði ég fengið símanúmer hjá fylgdarbíl fremstu manna og hringdi strax og gat gefið nákvæma staðsetningu, reif gjörðina undan og þá kom bíllinn, ný gjörð undir og af stað. Þetta tafði mig einungis um 2 mín og 40 sek og af stað. Hilmir hafði stoppað með mér og við keyrðum upp hraðann, náðum Atla mjög fljótlega og sameinaðir keyrðum við nú í austur og hálfnaðir með verkið.
Ekkert markvert gerðist þar til við komum að Vatnaleið. Stærsta brekkan með yfir 200m hækkun. Var með miklar áhyggjur af þessari brekku fyrir keppni verandi svo þungur en ljóst var að við vorum allir þreyttir og því yrði þetta jafn erfitt fyrir okkur alla. Við hjóluðum þrír saman upp brekkuna og var planið hjá mér að stinga af niður brekkuna en of mikill mótvindur til að hægt yrði að gera neitt.
Þegar við vorum komnir niður af Vatnaleið fannst mér ég vera mjög sterkur, næsta tækifæri til að gera eitthvað var í Seljadal þegar 15 km voru í endamark. Brekkan upp er aflíðandi en brattari niður þar sem ég gat nýtt mér þyngdarmunin til að ná góðu forskoti. Ég gerði eina létta áras á leiðinni upp en Atli náði að svara. Atli hjólaði fremst upp brekkuna og ég á eftir. Þar missti Hilmir af okkur og ég elti Atla upp eftir. Ég fór svo framfyrir á leiðinni niður og lét mig svo renna rólega og pældi í hvar ég ætti að gera áras, þá gerði Atli stór mistök, hann fór fram fyrir mig. Ég bremsaði örlýtið og bjó til bil, gaf svo allt í botn fyrir aftan hann og fór fram úr á fleigiferð, standandi í þyngsta gír, náði strax góðu forskoti sem gerði það að verkum að hann gat ekki nýtt sér skjólið á eftir mér. Þá var ekkert annað en að hjóla í hæsta púls alla leið í mark. Ég taldi kílómetrana niður, fylgdist grant með púlsinum mínum, ef púlsinn fór niður tók ég standandi keyrslur til að auka hraðan. Erfiðið skilaði sér og ég kom í mark 2 mín á undan í 7. sæti á tímanum 4:39 sem þýðir 35km meðalhraði.
Boðið var upp á kjötsúpu, pylsur, allskonar bakkelsi við komu í mark og svo fóru allir í sund. Góður dagur í Grundarfirði
Þakkir fá Hjólamenn fyrir að halda frábæra keppni
Keppendur fyrir frábæran félagssakap
Róbert fyrir lánið á meira carboni
Katrín fyrir að redda mér nýrri gjörð á met tíma, mér leið eins og atvinnumanni :)
Grundarfjörður fyrir að bjóða okkur aðstöðu
Starfsmenn keppninnar
og síðast en ekki síst allir sem mættu, klöppuðu, hvöttu og tóku myndir
Þegar við vorum komnir niður af Vatnaleið fannst mér ég vera mjög sterkur, næsta tækifæri til að gera eitthvað var í Seljadal þegar 15 km voru í endamark. Brekkan upp er aflíðandi en brattari niður þar sem ég gat nýtt mér þyngdarmunin til að ná góðu forskoti. Ég gerði eina létta áras á leiðinni upp en Atli náði að svara. Atli hjólaði fremst upp brekkuna og ég á eftir. Þar missti Hilmir af okkur og ég elti Atla upp eftir. Ég fór svo framfyrir á leiðinni niður og lét mig svo renna rólega og pældi í hvar ég ætti að gera áras, þá gerði Atli stór mistök, hann fór fram fyrir mig. Ég bremsaði örlýtið og bjó til bil, gaf svo allt í botn fyrir aftan hann og fór fram úr á fleigiferð, standandi í þyngsta gír, náði strax góðu forskoti sem gerði það að verkum að hann gat ekki nýtt sér skjólið á eftir mér. Þá var ekkert annað en að hjóla í hæsta púls alla leið í mark. Ég taldi kílómetrana niður, fylgdist grant með púlsinum mínum, ef púlsinn fór niður tók ég standandi keyrslur til að auka hraðan. Erfiðið skilaði sér og ég kom í mark 2 mín á undan í 7. sæti á tímanum 4:39 sem þýðir 35km meðalhraði.
Boðið var upp á kjötsúpu, pylsur, allskonar bakkelsi við komu í mark og svo fóru allir í sund. Góður dagur í Grundarfirði
Þakkir fá Hjólamenn fyrir að halda frábæra keppni
Keppendur fyrir frábæran félagssakap
Róbert fyrir lánið á meira carboni
Katrín fyrir að redda mér nýrri gjörð á met tíma, mér leið eins og atvinnumanni :)
Grundarfjörður fyrir að bjóða okkur aðstöðu
Starfsmenn keppninnar
og síðast en ekki síst allir sem mættu, klöppuðu, hvöttu og tóku myndir