Íslandsmeistaramótið í Hjólreiðum 2014
Í fyrra fór ég í Íslandsmeistaramótið með eitt markmið, hanga sem lengst í fremsta hóp og vona það besta, endaði í 14. sæti í þeirri miklu brekkukeppni sem endaði upp hina snarbröttu Nesjavallabrekku. Keppnissagan er hér fyrir áhugasama :)
![]() Ég fór inn í þessa keppni með annarskonar markmið en oft áður, nú væri minn eiginn árangur ekki eins mikilvægur heldur skildi unnið meira fyrir liðið mitt, Hjólreiðafélag Reykjavíkur en mikil samkeppni er kominn frá öðrum liðum og hlutverk hjólreiðamanna að breytast, flestir eru með menn sér til aðstoðar þar sem fyrirfram ákveðið markmið og hinir leggja upp með að koma þeim aðila að settu markmiði með því að skíla fyrir vindi og svara árásum svo eitthvað sé nefnt.
En til þess að svo mætti vera yrð ég að komast yfir fystu og einu brekkuna á brautinni sem er Ísólfskálabrekkan og skemmtilegt að segja frá því að brattari hlutinn af henni er á leiðinni frá Grindavík. Á leiðinni til baka var Ísólfskálabrekkan svo tekin og það rétt fyrir endamark . Það var því ljóst að þessi braut myndi seint henta mér vel en hver nennir að lesa keppnissögu um væl, möguleikar mínir voru miklir að hanga í fremsta hóp en til þes þyrftu mínir menn að gera eingar árasir og vona að hin liðin væru ekki eins spennt fyrir að stinga af. Þegar við lögðum af stað fór Helgi Berg frá hópnum og ég elti hann. Jóhann kom svo á eftir okkur og saman bjuggum við til smá bil á hópinn, Ég einblínti á wattamælinn og hélt mér í þægilegu ákefð upp brekkuna og það var svo rétt fyrir miðja brekku að hópurinn kom aftan að okkur og þá keyrðum við eins hratt og við gátum á eftir þeim. Ég fagnaði sigri efst upp á Ísólfskaálabrekku að hafa lifað þetta af en þetta var ekki búið. Við tók gríðarlegur hraði niður eftir og svo beint í mikinn hliðarvind og mótvind eftir því hvernig fjöllin í norðri skáru vindstrengina og beygðu. Reglulegar hraðabreytingar voru í hópnum en aldrei það langar að hætta stafaði af. Eitt skipti missti ég og nokkrir fleiri af fremsta hóp en með samstilltu átaki náðum við þeim fljótt aftur. Það var þá sem þrír liðsfélagar mínir komust frá hópnum ásamt tveimur öðrum. Þá prufaði ég að spila leik sem er frekar óvinsæll, þ.e. að fara framfyrir og keyra ekki upp hraðan og í raun hægja á hópnum. Mesta pressan var á Specialized-Tinds mönnum að elta því HFR og Örninn-Trek voru með menn í fremstu grúbbu. Eitt skiptið var ég fremst og horfði á wattamælinn minn detta vel niður fyrir 200w sem er c.a. það sem ég hjóla recovery á þegar allt í einu kemur sú alsvakalegasta árás sem ég hef lent í, hraðinn var svo gígantískur að allur hópurinn slitnaði í sundur í minni hópa og þetta hefði getað orðið mjög hættulegt ef ekki hefði veirð mótvindur þarna. Eftir að hópurinn kom saman aftur var ég líklega um 15 mínútur að losna við sýru úr löppunum efitr þetta erfiði og hélt mig hægan alveg fram að viðsnúning á hringtorginu á Þorlákshöfn. Það var einmitt á viðsnúningnum sem allt var keyrt í botn aftur og ég ekki alveg orðinn ferskur í löppunum gat ekki hangið í og svo sem ekkert að hanga í, meðvindurinn fyrstu kílómetrana var mikill og því var nánast ekkert skjól fyrir aftan næsta mann. Ég eyddi gríðarlega mikilli orku í að ná Helga Berg sem var næsti maður á undan og jafnmikilli orku eyddi ég í að hjóla með honum þar til við náðum Magnúsi Fjalari sem hafði dottið aftur úr fremstu grúbbu og hjóluðum við saman þar til Jói og Rúnar Karl náðu okkur, saman hjóluðum við þar til við sáum á eftir Helga Páli. Þá jókst hraðinn aftur og þá datt Magnús Fjalar aftur úr. Saman hjóluðum við 5 í átt að Ísólfskálabrekkunni og gerði ég eina tilraun til að stinga af sem gékk ekki upp en vitað mál var að Helgi Páll myndi hafa vinningin í brekkunni og því eina í stöðunni að reyna að sleppa frá. Þegar við komum í brekkuna horfðum við vonlitlir á eftir Helga Páli sem er mun léttari en við og hafði okkur því nokkuð auðveldlega. Hliðarvindur var neðst í brekkunni og með vinstri beigju þegar efst var komið breyttist það í meðvind. Það var þar sem ég og Helgi Berg keyrðum frá Jóa og Rúnari Karl og notuðum svo fallþungan okkur í hag niður brekkuna í átt til Grindavíkur. Ég var þarna nokkuð sama um úrslit en ég vildi vinna Rúnar þar sem ég tapaði endapsrett fyrir honum í Gullhringnum, jebb þetta er persónulegt :) Ég fór framfyrir Helga Berg og setti niður hámarksafl ípetalana sem ég myndi þola í 3-4 mínútur og þegar 2km voru í endamark fer Helgi Berg framfyrir og tekur sprett frá mér, ég blótaði honum í hljóði en ákvað að láta þetta ekki á mig fá, halda bara mínu tempói og vinna hann bara næst, þegar 1km var í mark sá ég að það var farið að draga úr honum og hafði ég nægan tíma til að rifja upp samtalið okkar frá því fyrr um árið þegar hann sagði mér að hann væri sterkari á styttri sprettum. Ég Ákvað að halda þægilegu álagi þegar ég sá að ég var farinn að nálgast hann og þegar ég kem aftan að honum sér hann mig koma en það var of seinnt fyrir hann, 400m í mark og ég tók 1100wött í 10 sek sem skiluðu sér í nokkuð góðu bili og næstum 60km hraða sem er ógerlegt að vinna upp. Kom bara nokkuð ánægður í mark og þar voru mætt kærastan með stelpurnar mínar tvær og fórum við saman í sund og lét ég þreytuna líða úr mér í heita pottinum. |
Kærar þakkir fá:
Trí fyrir frábært Cube Litening hjól
Ágúst Reynisson og Fiskmarkaðurinn fyrir góðan stuðning
Garminbúðin fyrir Garmin Vector Aflmæli
Takk Arnold og Örn fyrir frábærar myndir
Síðast en ekki síst, Margrét TH fyrir að fara með stelpurnar mínar í berjamó og mig í sund
Trí fyrir frábært Cube Litening hjól
Ágúst Reynisson og Fiskmarkaðurinn fyrir góðan stuðning
Garminbúðin fyrir Garmin Vector Aflmæli
Takk Arnold og Örn fyrir frábærar myndir
Síðast en ekki síst, Margrét TH fyrir að fara með stelpurnar mínar í berjamó og mig í sund