Road to better life
  • Leiðin til betra lífs
  • Blog
  • Instagram
  • Video

Hvolsvallarkeppnin 2015

Picture
Nú er Hvolsvallarkeppnin orðin classic hjá mér, ein af þeim keppnum sem ekki kemur til greina að sleppa. Allt frá því ég horfði á keppendur koma í mark 2011 og tók þátt ári síðar og endaði í 44. sæti. Svo ári síðar kom ég í mark í hóp 2 í 8 sæti, svo fjórða sæti í fyrra í æsilegum endasprett.

Í fyrra þótti mér það gott að keppnin kæmi svona nálægt WOW Cyclothon því þá gæti 
eg komið sterkur í keppnina þegar margir aðrir væru þreittari. Þetta átti eftir að snúast við í ár þar sem liðið mitt, Örninn Trek ákváð að taka þátt í  WOW Cyclothon en það breytti engu um staðfestu mína að taka þátt. Keppnin hefur fest sig í sessi hjá mér og eins og margar aðrar svona keppnir. Ég yrði bara þreyttari og myndi nota aðra herfræði og setja mér hógværari markmið.

Nokkuð lakari mæting var í lengri vegalengdina í ár sem er 110km leið frá Olís Rauðatavatni, gegnum Þrengslin, Eyrarbakkavegur að Selfossi og þaðan á þjóðvegi 1 alla leið til Hvolsvallar.

Ég var nokkuð ferskur þrátt fyrir lítin svefn eftir hringferðina. Líkaminn var í ágætu standi en hausinn var skrítinn, latur og lítið frumkvæði að hjóla og hjóla hratt. Þegar í keppnina var komið skimaði ég yfir mannskapinn og sýndist flestir vera þreyttir eins og ég fyrir utan tvo aðila, þá Bjarna Garðar og Míró. 
Margir aðrir keppendur höfðu tekið WOW Cyclothon og sást það strax í byrjun að flestir keppendur fjöldu sig á bak við aðra í mótvindinum þegar við rúlluðum frá Rauðavatni. Þannig spara menn orku og ákvað ég að fara ekki á undan hópnum upp Lögbergsbrekkuna eins og í fyrra. Ég var undirbúinn að missa af hópnum en vissi af nokkrum sem ég ætti að geta hjólað með. Áhyggjurnar voru óþarfar og þrátt fyrir duglegar hraðabreytingar í brekkunni dugði það ekki til og fremsti hópur, c.a. 10 manns hjóluðu saman. Þá hægðist mjög á hópnum og nokkrir bættust við. 

Aftur gerðist það sama í brekkunni hjá litlu Kaffi stofunni. Aftur keyrði ég á eftir þeim upp brekkuna og fersku strákarnir gátu ekki slitið sig frá og þreyttari náðu alltaf að skýla sér og hanga í upp eftir.

Næsta árás var gerð niður þrengsln og þurftum við þá að hafa nokkuð fyrir því að loka bilinu en það hafðist. Þegar beigt var í átt til Eyrarbakka var gerð önnur árás af liðsfélögum mínum í HFR og sluppu þeir þrír frá. Í hjólreiðum gildir sú óskrifaða regla að maður eltir ekki liðsfélaga sína og var því boltinn hjá Ingvari og Bjarna Garðari sem fengu hjálp frá Míró að draga inn hópinn. Þá skiptist þetta í þrennt og vorum við nokkrir þar fyrir aftan. Þegar allir hópar sameinuðust aftur sprengdi ég dekk og var í raun pínu feginn. Ég var andlega þreyttur en ég var ekki lengi í paradís. Að kemur Jón Halldór liðsfélagi minn og stoppar, gefur mér afturgjörðina sína og rekur mig af stað. Ég ætlaði að mótmæla en áður en ég vissi var afturgjörðin komin undir og ég af stað. Þá kemur Reynir, æfingafélagi og liðsfélagi og við saman byrjm að vinna saman, brjóta vindin fyrir hvorn annan og þegar á Selfoss var komið höfðum við saman náð fremsta hóp sem var ekkert að flýta sér of mikið.

Ekkert markvert gerðist fyrr en á Þjórsárbrúnni þar sem vegurinn tekur beigju til suðurs og þar að leiðandi var kominn hliðarvindur frá vinnstri. Ég var undirbúinn undir þetta og vissi að ferskari menn myndu reyna að stinga af sem og gerðist. Ég náði að svara hraðabreytingunni með þrjósku og líka vildi ég sýna að ég væri nógu sterkur þrátt fyrir þreytu. Myndaðist fljótt stórt bil á næstu menn og héldum við Ingvar, Bjarni Garðar og Míró góðu forskoti á næsta hóp. Ég gerði þó lítið í að viðhalda hraða enda markmiðið mitt bara að komast í mark. Sáttur við fjórða sætið þegar við rúlluðum yfir endamarkið á nýju brautarmeti í að hjóla hægt en líklega fremsti hópur líklega aldrei verið svona lengi á leiðinni en við vorum tæpa 4 tíma á leiðinni.




Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Kærar þakkir fá:
Jón Halldór fyrir mikla aðstoð
Hvolsvöllur fyrir skemmtilega keppni sem verður bara betri og betri
Örninn fyrir Trek Émonda hól
Ágúst Reynisson og Fiskmarkaðurinn fyrir góðan stuðning
Garminbúðin fyrir Garmin Vector Aflmæli




Proudly powered by Weebly