Elvar Örn Reynisson
Road to better life
  • Leiðin til betra lífs
  • Blog
  • Instagram
  • Video

Hvolsvallarkeppnin 2014

Picture
Hvolsvallarkeppnissagan frá því í fyrra er einskonar formáli af þessari sögu. Hvet ykkur til að renna yfir hana áður því þetta er ein af mínum uppáhaldskeppnum. Ég fjalla um hvernig þessi keppni var ein af þeim sem kveiktu í mér og hjálpaði mér af stað til betra lífs. Ég horfði á keppendur koma í mark 2011 og ákvað sjálfur að keppa að ári. Hér er keppnisagan frá í fyrra

Keppnin í ár var sérstök fyrir þær sakir að hún kemur óþægilega nálægt WOW Cylcothon. Sjálfur ákvað ég að sleppa WOW keppninni þrátt fyrir nokkrar þreifingar og boð um að koma í lið því ég vildi frekar vera sterkur í Hvolsvallarkeppninni.

Vel mætt var í keppnina en tæplega 130 manns skráðu sig til leiks, þar af tæplega 100 í lengri vegalengdina sem er 110km leið frá Olís Rauðatavatni, gegnum Þrengslin, Eyrarbakkavegur að Selfossi og þaðan á þjóðvegi 1 alla leið til Hvolsvallar.

Þar sem þetta er ein af mínum aðalkeppnum ársins ákvað ég að hvíla mjög vel fyrir keppnina, hjólaði mjög skipulega og notaðist við upplýsingar sem Garmin Vector aflmælirinn minn gefur mér um ástand líkamans. Ég gat því hjólað akkúrat þær vegalengdir sem líkaminn þoldi og á því álagi sem ég vissi að myndi bæði halda forminu uppi án þess að þreyta mig um of.

Ég hjólaði mjög rólega á mánudegi og þriðjudegi til að ná úr mér þreytu og á miðvikudag hjólaði ég rólegan Reykjavíkurhring eftir vinnu. Þegar ég nálgaðist heimilið ákvað ég að taka nokkra spretti upp Gullinbrúnna. Einn spretturinn var tekinn á 100% álagi sem skilaði mér 7 sek bætingu í brekkunni eða úr 47sek í 40sek og í 8. sæti af 491 sem hafa hjólað þarna upp og nota strava.com
Daginn eftir hjólaði ég einnig rólega heim og núna ákvað ég að taka örlýtið lengri sprett eða upp Grafarholtið á stígnum fyrir ofan Gólfskálan. 
Þar sem þetta er lengri sprettur ákvað ég að hjóla á jöfnu álagi upp og reyna við endapsrett og náði að bæta tímann minn þarna upp um 5 sek og 13. sæti af 300 manns sem hjólað hafa þarna upp.
Það kann að hljóma enkennilega að ég sé að taka svona harkalega spretti nokkrum dögum fyrir mót en þarna erum við komin í hávísindalegar pælingar (og kannski ekki skemmtilegar) hvernig líkaminn virkar. Til að halda forminu tek ég spretti en til að þreyta mig ekki er heildarlengd æfingarinnar styttri en venjulega. Með aflmæli fæ ég svo upplýsingar um álag sem ég set á líkaman og þannig get ég æft hæfilega mikið án þess að þreyta hann um of. Þessir stuttu sprettir ættu einnig að virkja kerfi líkamans og undirbúa hann undir það sem koma skal.

En aftur að keppninni. Hvolsvöllur byrjar á Rauðavatni og beint upp Þrengslinn sem er um 200m hækkun og því ljóst að það reynir mikið á mig þar því ég er þyngri en allir þessir fremstu. Ég hitaði því vel upp, hjólaði úr Grafarholtinu niður á Höfða og tók brekkurnar þar sem einskonar upphitun, keyrði púlsinn upp í topp og hjólaði svo rólega í gegnum Árbæ og upp að Rauðavatni þar sem ræsing var kl 7 að morgni. Þegar þangað var komið fékk ég meir ábót á orkuna og drakk vel. Ég ákvað að vera með lítið vatn í brúsunum, smá orku í öðrum en alls ekki fulla brúsa til að vera léttari upp Þrengslin.

Þegar ræst var kom ég mér framarlega í hópinn og saman eltum við Björgunarsveitabílinn upp að lögbergsbrekku þar sem ræsing er með einskonar fljúgandi starti. Ég hjólaði fram fyrir hópinn og var kominn nokkuð á undan öllum þegar Lögbergsbrekka byrjaði, hjólaði á mínum hraða upp brekkuna og þegar efst var komið komu strákarnir á fleygi ferð fram úr. Ég bætti vel í og fór á eftir þeim og líklega var þetta um 40m hópur sem hélt sér saman eftir brekkuna. Þá byrjuðu fremstu menn að keyra upp hraðan og markmiðið mitt var að reyna að vera alltaf í skjóli á leiðinni upp. Hópurinn hélt sér að mestu saman þar til í brekkunni við litlu kaffistofuna þegar þétt keyrsla var gerð í lok brekku þar sem ég var næstum búinn að missa af hópnum en með því að gjörsamlega keyra mig út gat ég haldið mér í hópnum og þá hugsaði ég að þetta væri nú nokkuð öruggt úrþessu. 

Nokkrar hressilega keyrslur voru gerðar í Þrengslunum sjálfum en engin þeirra var nægjanlega löng eða hröð til að gera neinn alvöru usla og úr varð að 23 hjólreiðakappar mynduðu stóran hóp og hjóluðu saman niður þrengslin. Þegar hjólað var framhjá Eyrarbakka og beygt í átt að Selfossi ákvað Magnús Fjalar liðsfélagi minn að reyna að stinga af og Stefán Guðmunds fór á eftir. Flestum virtist vera sama um þetta, ég hugsaði að þetta yrði fínt því þá yrði minna álag á mér og félögum mínum í HFR og liðsfélgar Stefáns voru sama sinnis. Viðar Bragi Hjólamaður reyndi að stinga af til að ná þeim en þar sem það yrði líklega of hættulegt að senda sterkan Þríþrautarkappa í fremsta hóp ákvað ég að elta hann, í versta falli myndi hann draga mig inn í fremsta hóp eða hætta við. Restinni af hópnum fannst þetta ekki góð hugmynd og áður en ég vissi af var allur hópurinn kominn á eftir okkur.

Leiðin á milli Selfossar og Þjórsár var nokkuð tíðindalítil. Nokkrir reyndu að taka hressilegar keyrslur til að slíta hópinn í sundur en það vantaði meiri samvinnu þeirra sem það reyndu og lengri tíma. Hópurinn náði Magnúsi Fjalari og Stefáni þegar um 20km voru í mark og allt stefndi í endasprett. Þegar 8km voru í endamark hugsaði ég að núna væri tækifærði mitt, bæði fyrir sjálfan mig að jafnvel vinna keppnina og stinga af. Ég tók standandi sprett eins hratt eins og ég gat, settist niður og hjólaði og tók svo annan standandi sprett og hjólaði svo smá. Leit svo við og sá að ég bjó til risa gat en sá að Óskar og Siggi Hansen fengu það verkefni að ná mér. Þá var það ljóst, keppnin myndi enda með endasprett þar sem Ingvar ætti að sigra.

Fljótlega settu Tindsmenn sig í stellingar og Siggi Hansen var fremstur, svo Óskar og Ingvar. Míró úr HFR fylgdist vel með honum auk Viðars Braga, Hjólamaður, og fleiri. Planið var greinilega hjá flestum að elta Ingvar. Skrítin herfræði ef þú spyrð mig því Ingvar hefur sýnt það að hann er sterkastur á endaspretti. Fleiri sterkir keppendur voru þarna og má nefna Hákon Hrafn frá 3SH sem hélt sig alltaf aftarlega í fremsta hóp og gerði reglulegar árásir. 
Ármann Í HFR gerði árás og Siggi Hansen þurfti að elta og stuttu síðar gerði ég létta árás. Þá var Siggi Hansen búinn með sitt og datt aftur fyrir og ég fór í skjól. Þá gerðist það að Tindsmaður komst framfyrir og gaf Óskari smá skjól. Akkúrat þarna hefði einhver átt að gefa í til að láta Óskar þurfa að svara þeirrri árás. Það var svo Hákon Hrafn sem opnaði endapsrett of snemma, Óskar elti hann og Ingvar þar á eftir. Helgi Páll hafði náð að elta Hákon framar en við þessa árás duttu allir aðrir aftur úr og myndaðist smá bil. Ég var sjálfur fastur í miðjum hóp og þegar árásin var gerð opnaðist hópurinn og ég gaf allt sem ég átti í þetta og tók fram úr nokkrum keppendum og endaði í 4. sæti, Helgi Páll í þriðja, Óskar í öðru og Ingvar sprettað örugglega í fyrsta sæti.

Ég var sjálfur nokkuð hissa hvað ég átti mikið inni, kom mér örlýtið á óvart en alltaf er maður að læra meira og meira og sjálfstraustið á eigin getu að aukast. 



Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Kærar þakkir fá:
Trí fyrir frábært Cube Litening hjól
Ágúst Reynisson og Fiskmarkaðurinn fyrir góðan stuðning
Garminbúðin fyrir Garmin Vector Aflmæli
Albert Jakobsson fyrir myndir og video
Kria Racing fyrir video



Proudly powered by Weebly