Heiðmörk 6

Í fyrsta sinn á Íslandi var haldin 6 tíma keppni í fjallahjólreiðum þar sem markmiðið var að hjóla eins langt og hægt er á 6 klukkutímum. Notast var við slóða í Heiðmörk sem er 12.3km með töluverðri hækkun.
Þessi keppni var á dagskránni haustið áður en var frestað fram á vor. Æfingarnar mínar hafa alltaf verið í lengri kanntinum enda aðalhugmyndin mín að brenna fitu, hjóla langt og frekar létt. Keppt var í tveimur flokkum. Einstaklingskeppni og liðakeppni þar sem allt að fjórir máttu vera saman í liði. Það kom ekkert annað til greyna en að hjóla þetta einn.
Í einstaklingskeppninni fór ég og Rúnar strax af stað og héldum við forystu fyrstu 2 hringina, Vignir náði náði okkur fljótlega og hjóluðum við þrír fyrstu hringina saman. Rúnar fór fremstur niður stígana í Heiðmörk og náði alltaf að búa til smá bil á leiðinni niður en Ég fór þar á eftir. Vignir missti alltaf af okkur á leiðinni niður en fljótur að vinna það til baka á flatanum og á leiðinni upp. Það var svo á fjórða eða fimmta hring sem Vignir fór fremstur, Ég þar á eftir og Rúnar þriðji. Þessi röð hélst allt til loka og jókst bilið manna á milli. Síðustu 2 hringirnir voru sérstaklega erfiðir en við Vignir fórum 10 hringi eða 123km og sigraði Vignir um 10 mín á undan mér.
Annað sæti í 6 tímakeppni í heiðmörk, 10 hringir og 123 km, pínu þreyttur í bakinu, bara pínu.
Kærar þakkir fær Reynir Magnússon fyrir að hjálpa mér í dag, hitaði vatn, sá um drykki og gaf mér heitt snikkers, frábært orkugel það
Til Hamingju Vignir Þór Sverrisson með sigurinn ogRúnar Theodórsson í hrikalega góður í þriðja sæti.
Þetta var bæði erfitt en aðallega gaman nýja hjólið Cube Reaction SLT frá TRI var alveg að standa sig. Það þarf gott hjól til að vilja hjóla 123km á malarvegum í 6 klukkutíma.
Þessi keppni var á dagskránni haustið áður en var frestað fram á vor. Æfingarnar mínar hafa alltaf verið í lengri kanntinum enda aðalhugmyndin mín að brenna fitu, hjóla langt og frekar létt. Keppt var í tveimur flokkum. Einstaklingskeppni og liðakeppni þar sem allt að fjórir máttu vera saman í liði. Það kom ekkert annað til greyna en að hjóla þetta einn.
Í einstaklingskeppninni fór ég og Rúnar strax af stað og héldum við forystu fyrstu 2 hringina, Vignir náði náði okkur fljótlega og hjóluðum við þrír fyrstu hringina saman. Rúnar fór fremstur niður stígana í Heiðmörk og náði alltaf að búa til smá bil á leiðinni niður en Ég fór þar á eftir. Vignir missti alltaf af okkur á leiðinni niður en fljótur að vinna það til baka á flatanum og á leiðinni upp. Það var svo á fjórða eða fimmta hring sem Vignir fór fremstur, Ég þar á eftir og Rúnar þriðji. Þessi röð hélst allt til loka og jókst bilið manna á milli. Síðustu 2 hringirnir voru sérstaklega erfiðir en við Vignir fórum 10 hringi eða 123km og sigraði Vignir um 10 mín á undan mér.
Annað sæti í 6 tímakeppni í heiðmörk, 10 hringir og 123 km, pínu þreyttur í bakinu, bara pínu.
Kærar þakkir fær Reynir Magnússon fyrir að hjálpa mér í dag, hitaði vatn, sá um drykki og gaf mér heitt snikkers, frábært orkugel það
Til Hamingju Vignir Þór Sverrisson með sigurinn ogRúnar Theodórsson í hrikalega góður í þriðja sæti.
Þetta var bæði erfitt en aðallega gaman nýja hjólið Cube Reaction SLT frá TRI var alveg að standa sig. Það þarf gott hjól til að vilja hjóla 123km á malarvegum í 6 klukkutíma.