Líkt og í fyrra var Gullhringurinn sú keppni sem ég var spenntastur fyrir að keppa í og vildi ná góðum árangri, aðalega því keppnin er skemmtileg, vel skipulögð og landslagið hentar mér, engar brattar brekkur heldur aflíðandi hólar og hæðir sem ég get hæglega sigrast á. Ég skipulagði æfingarnar og keppnirnar á undan þannig að ég yrði í toppformi fyrir Gullhringinn, pressan var öll á mér enda sigraði ég keppnina í fyrra. Ég setti mér samt hófleg markmið eins og alltaf en miði er möguleiki. Gullhringurinn er að mínu mati ein sú skemmtilegasta almenningskeppnin á almanakinu og hefur hún stækkað jafnt og þétt öll 5 árin sem hún hefur verið haldin. Skipuleggjendur gera vel og reyna að bæta sig ár frá ári, fjöldi keppenda vex í takt við það og er keppnin orðin eins sú stærsta almenningskeppnin á íslandi þar sem keppandinn fær hvað mesta upplifun af þáttöku sinni, fallegt umhverfi, partý á eftir, grill og bjór, flott verðlaunaafhending, alvöru sérhannaðir verðlaunapeningar, stemning og auðvitað smá slökun í Fontana eftir allt erfiðið. Það má skrá mig til keppni að ári strax í dag.
Um 100 manns voru skráðir í Gullhring A, 106km leið frá Laugarvatni, upp í biskupstungur, niður í Grímsnes og yfir Lyngdalsheiði niður á Laugarvatn.
Framgangur keppninnar: Planið var einfalt, liðið mitt Örninn-Trek ætlaði að halda uppi miklum hraða í upphafi, vera alltaf fremst, skiptast á að brjóta vindinn og þinna hinn stóra hóp hægt og rólega en samt án þess að klára okkur alveg. Um leið og keppnin var ræst komum við okkur í stellingar fremst og strax var hraðinn keyrður hátt upp. Við skiptumst á að vera fremst og ég var að skila um 450-500w þegar ég var fremst og 250w í skjóli þegar ég fór aftur fyrir, svo miklu munar um að vera fremst eða inn í hópnum. Fyrsti klukkutíminn af keppni héldum við um 43km meðalhraða en þrátt fyrir það var fremsti hópur nokkuð stór eftir þann tíma en ég sá að alltaf lengdist meira og meira á hópnum. Þegar um 40km voru liðnir af keppninni og við búnir að taka hægri beigju frá Biskupstungnabraut niður í átt að Grímsnesi náðu tveir af okkar mönnum að stinga af og þá breyttist mitt hlutverk. Ég byrjaði að fylgja öllum sem eltu mína menn. Tilgangurinn er mjög einfaldur, ef einhver hefur orku í að draga þá inn þá vill ég fá frítt far með þeim yfir eða búa til nýjan hóp á milli og ná þannig að stjórna keppninni. Guðmundur B. var fyrstur til að reyna og á eftir honum fór Guðmundur Sveins og ég elti þá báða, en enginn elti okkur, líklega voru aðrir keppndur þreyttir eftir hamaganginn í upphafi eða bara ekki viðbúnir. Ég fór aldrei fremst enda sáu þeir félagar um erfiðisvinnuna og gerðu vel. Ég lýt til baka og Hafsteinn liðsfélagi minn er að brúa bilið yfir til okkar og Fannar frá Cube einnig. Þegar Hafsteinn hafði brúað bilið fór ég í fyrsta sinn fremst í þessum nýja hóp og vann fyrir hópinn og eftir smá stund tókst Hafsteini að komast frá okkur og yfir í fremsta hóp. Staðan var þá orðin sú að Rúnar, Anton og Hafsteinn allir í Örninn Trek voru fremst, og ég, Guðmundur B, Guðmundur Sveins og Fannar vorum fjórir saman í hóp 2, og hópurinn stóri sem taldi yfir 20 manns fyrir aftan okkur. Ég tók ekki fullan þátt í vinnu okkar fjórmenninga til að byrja með, Fannar og Guðmundur Sveins voru mjög ákveðnir að reyna að ná þeim þremendingum sem fremstir voru en ég ákvað að leyfa þeim að vinna þá vinnu, ég var uppgefinn eftir fyrstu kílómetrana og vildi jafna mig aðeins, næra mig, það voru jú 60km eftir. Eftir smá stund róaðist staðan, við vorum löngu hættir að sjá bæði keppendur fyrir framan og aftan okkur og þá byrjaði þá góð samvinna okkar allra fjögurra og saman hjóluðum við niður í Grímsnes og svo til hægri inn á veg 35 í átt að Þingvöllum. Ég hafði miklar áhyggjur af brekkunni við Steingrímsstöð, ég mundi eftir því að árinu áður hefði ég fengið góða aðstoð frá Steinari liðsfélaga sem skýldi mér vel upp brekkuna og hélt góðu tempó sem hentaði mér, núna var ég einn, gégn léttari mönnum og ef þeir ætluðu sér að skilja mig eftir þá væri þetta staðurinn. En það er ótrúlegt hvað svona lagað er eitthvað rugl í hausnum á manni á svona stundum, akkúrat þegar brekkan byrjar og ég er í góðum fíling fyrir aftan Fannar þá gefur hann mér merki að taka við, ég fyrstur inn í brekkuna, óvarinn og get ekkert gert en að vona það besta, ég horfi bara á wattatölurnar sem koma úr Garmin tækinu, útundan mér til vinstri er miðlína vegssins sem ég fylgdi, ég horfði aldrei fram, bara niður, jöfnt wött og áður en ég veit af er brekkan búinn, ég enþá fremst og hlæ að sjálfum mér, búinn að rugla í hausnum á mér alla leiðina. Við beigjum svo inn á Lyngdalsheiði, þá er farið að draga verulega af Guðmundi B en hann hefur verið að eiga við meiðsli, heiðursmanna samkomulagið er mikið í svona keppnum og reynum við að halda honum með okkur eins lengi og hægt er, sleppum honum við að taka vindinn fremst og engar óþarfar hraðabreitingar alveg þangað til við sjáum hópinn fyrir aftan okkur og Óskar aðeins á undan að draga okkur uppi, þá gefum við duglega í og þrír hjólum við niður Lyngdalsheiði. Ég var þá einn á móti tveimur Cube liðsmönnum og elti þá báða niður, Fannar fer í langan endasprett og ég þori ekki alveg strax á eftir honum. Ég fer fram úr Guðmundi Sveins eftir hringtorgið og dreg aðeins á Fannar sem var farinn að krampa heiftarlega í marklínunni en náði honum ekki og kom sjálfur í mark fimmti, og fyrstur í aldursflokk. Ég verð að segja að ég er alveg að elska að vera orðinn fertugur.
Undirbúningur: Ég tók mér algjöra hvíld á fimmtudegi fyrir keppni, og vikan samanstóð að skemmtilegum hjólatúrum mest megnis. Föstudagurinn var létt æfing eftir vinnu þar sem ég tilkeyrði sjálfan mig og lappirnar, þrír duglegir sprettir á fullu og svo beint heim í slökun. Mætti svo snemma á Laugarvatn enda þurfti ég að mjólka ársgamla frægð með útvarpsviðtali og málsverði meistaranna fyrir keppni
Næring: Mér hefur ekki gengið sérstaklega vel með næringu í seinnipartskeppnum á þessu ári þannig að núna ákvað ég að næra mig extra vel yfir allann daginn, grófur spelt hafragrautur með súkkulaði prótein dufti í morgun mat. Steikt grænmeti og soðin hrísgrjón í hádegismat, og svo góðir pastaréttir á Lindinni Veitingastað á Laugarvatni 2 tímum fyrir keppni. High5 orkustykki 20 mín fyrir keppni og eitt High5+ gel 15mín fyrir start. Ég notaði 4 gel í keppninni og borðaði hálft orkustykki. Gerði þau mistök núna að setja orku á báða brúsana en ég veit vel að ég á að hafa vatn á öðrum þeirra. Kom ekki að stórri sök þar sem þeir voru þunnt blandaðir en stundum vill maður bara ferskt vatn til að hreinsa munninn.
Þakkir: Stærstu þakkirnar fara til keppnishaldara og KIA, frábær keppni. HFR og Örninn Trek liðin mín fyrir frábæra samvinnu í keppninni, Örninn fyrir Trek Madone 9 Fitness sport fyrir High5 og góðar ráðleggingar Garmin búðinn fyrir Vector aflmæli Stærstu þakkirnar fá liðsfélagar mínir í Örninn-Trek liðinu, frábærar æfingar á undirbúningstímabilinu hafa skilað sínu sem og góð samvinna í keppninni.