Gullhringurinn 2015
![]() Þetta er fjórða árið sem þessi frábæra keppni er haldin. Ég tók nú þátt í þriðja sinn en ég var erlendis þegar keppnin var haldin í annað sinn. Þetta er þessi almenningskeppni sem mér finnst svo skemmtileg, það fara allir í pottinn í Fontana á eftir og/eða partý sem nú var bara úti undir berum himni þar sem veðrið var rúmlega yfir meðallagi og grillaðar voru pylsur fyrir mannskapinn og allir sem keppa gera það á sínum forsendum.
Þessi keppni á þrjá sigurvegara, Helga Berg, Hafstein Ægi og Ingvar sem hafa sigrað keppnina þau þrjú ár sem hún hefur verið haldin. Þegar ljóst var að engin þeirra yrði með í ár voru æði margir sem gerðu sér vonir um sigur. Ekki minni hjólasérfræðingur en Arnold Björnsson spáði mér sigri þar sem brautin hentar mér. Fleiri voru auðvitað nefndir sem líklegir sigurvegarar en ég vlidi helst vera án þeirrar pressu þar sem í hjólreiðum er oft best að vinna eða ná á pall með því að koma á óvart. Þegar nær dró keppni bættust sífellt við fleiri sterkir keppendur, jú, allir sáu fram á að eiga von um sigur eða í það minnsta góðum árangri þar sem Ingvar var ekki með í ár og Hafsteinn Ægir að jafna sig eftir fótbrot. Ég var því pínu feginn þegar ég frétti að Árni Már skráði sig til leiks og tók þannig gathyglina frá mér, og þar sem ég deili vinnustað og vinskap við Hafstein Ægi frétti ég fljót að hann hafði hug á að mæta og sjá hvernig formið væri og hvað hann myndi endast. Ég hugsaði það er bara betra fyrir mig, athyglin fer meira yfir á þá og það væri ekkert það versta þó þeir myndu ná sigri þar sem við erum í sama félagi. Eins og frægt er orðið tók ég mjög þétta keppnisrispu 2 vikum fyrir Gullhringinn. Þegar ég hafði hjólað Jökulmíluna, WOW cyclothon og Hvolsvallarkeppnina ráðfærði ég mig við nokkra aðila og Jeol Friel ráðlagði mér að hjóla áfram í viku til viðbótar og halda áfram að taka á því og hvíla svo viku fyrir keppni. Þetta er gert til þess að setja líkamann í þá stöðu að hann verður að spýta í, endurbyggja sig hraðar og þá kemst hann í svokallaðan topp og það á hárréttum tíma fyrir Gullhringinn. Ég hvíldi yfir helgina þó ég tók æfingar eins og venjulega og mánudagurinn var hvíld. Þriðjudagur ætlaði ég að taka létta æfingu og testa púlsinn. Tók stuttan sprett og púlsinn fór auðveldlega upp í zone 5 og það gaf mér merki að ég væri ekki svo þreyttur, þetta lofaði góðu. Miðvikudagur var líka hvíld og fimmtudagur mætti ég á æfingu. Púlsinn fór auðveldlega upp í zone 5 og meir að segja í hæstu hæðir án þess að ég fyndi fyrir neinu í löppunum. Ég tók vel á því á æfingunni, þetta er fín lína á milli hvíldar og æfinga sem maður þarf að ná til að hámarka árangur, hvíla of mikið og lappirnar og allt kerfið sofnar. Hvíla ekki nóg og maður kemur þreyttu til leiks. Mér leið svo vel á æfingunni að ég læsti strava færslunni sem ég hef aldrei gert áður svo forvitnir menn gætu ekki skoðað. Líklega hefði það ekki breytt neinu og átti ég eftir að komast að því. Einn óvissuþáttur var í upphafi keppninar en það vantaði bundið slitlag á 150m kafla snemma í keppninni. Talað var um að kaflinn ætti að vera hægur eða "Nutral zone" og settar voru upp keilur fyrir og eftir þar sem ekki mætti gera neinar árasir. Keilurnar eftir malarkaflan voru líiklega helst til of snemma því þegar menn komu fram hjá þeim þá var spýtt duglega í og partur af hópnum enþá á mölinni. Tók þá við smá vinna við að ná hópnum á ný og tókst það eftir smá samvinnu þeirra sem eftir voru. Þegar ég kom aftur inn í hópinn heyrði ég í talstöðinni að Elvar væri kominn og sá ég þá að mínir menn keyrðu hressilega upp hraðann og þarna sigtaðist eitthvað úr hópnum en ekki nóg. Ég var fljótur að átta mig á því í keppnini að enginn ætlaði að sleppa mér frá hópnum. Skipti engu hvað ég gerði, ávallt voru sterkir keppendur komnir á eftir mér í skjólið, bæði andstæðingar og liðsfélagar, þetta er jú einstaklingssport eftir allt saman. Það gaf mér strax vísbendingu um hversu margir ætluðu sér sigur í þessari keppni. Það var einmitt við slíkar hraðabreytingar sem tveir keppendur rekast saman og þrír kyssa malbik. Ég stoppaði ásamt nokkrum til að huga að keppendum sem duttu og missti þar með af fremsta hóp. Ég var ekkert sérlega sáttur þegar ég lagði af stað og sá að við höfðum misst af þeim. En keppni er keppni og ég skil það manna best að fremstu menn hafi ekki viljað stoppa þar sem hópurinn var of stór, óstöðugur og því er oft betra að hjóla færri saman. Hópurinn okkar vann ágætlega saman en ekki nógu vel og hófum við Bjarki þá að keyra upp hraðan í þeim tilgangi að skilja þá eftir sem hægðu á honum og voru fyrir. Það tókst ágætlega en þetta gerði það að verkum að hluti hópsins fór í mikla vörn, fóru aldrei fremst til að brjóta vindin, sem gerði okkur síðan enn erfiðara fyrir að ná fremsta hóp.
Það var ekki fyrr en í Grímsnesi að við sáum fremsta hóp sem hafði stoppað því aftur duttu menn. Þá hófst loksins góð samvinna og við vorum 6 sem komumst yfir í fremsta hóp. Saman hjólaði hópurinn upp Grímsnesið, ég passaði mig á brekkunum við virkjanirnar og fann hvað ég var sterkur. Þarna var það Steinar Þorbjörns sem hjólaði á undan mér, skýldi mér og hélt þéttri keyrslu uppeftir. Mjög þægilegt fyrir mig og komst ég upp brekkuna við Steingrímsstöð án þess að erfiða of mikið. Þegar við nálguðumst aflaggjarann upp á Lyngdalsheiði byrjaði ég með árásir í þeirri von að komast frá og mótherjar mínir þyrftu að eyða orku í að ná mér. Aftur voru það bæði liðsfélagar og mótherjar sem drógu mig uppi og eftir nokkrar árángurslausar tilraunir ákvað ég að hvíla mig ögn fyrir síðasta kaflan.
Ég var með gott plan fyrir síðustu 5km keppninnar. Ég hafði vistað endapunkt keppninnar í Garmin Edge 1000 tækið og vissi nákvæmlega hvað var langt í endamark. Þegar fór að halla undan fæti fór ég að keyra upp hraðan niður í mót. Árni Már og Benedikt gerðu slíkt hið sama og markmiðið mitt var að halda uppi það miklum hraða niður eftir að allir hinir yrðu þreyttari en ég og komast í hringtorgið ekki aftar en fjórði. Það tókst, ég tók eina keyrslu þar sem ég setti hámarksafl niður í pedalana og þeir þurftu að elta. Þegar þeir náðu mér var stutt í hringtorgið og gat ég þá set 60-70% afl niður og kom með þeim fyrstu í hringtorgið. Ég fór varlega, var í góðri stöðu og aðalatriðið að detta ekki. Sé þá hvernig Ármann kemst frá okkur og býr til gott bil. Kristján Oddur fer fram úr mér þegar við erum að nálgast Ármann og þá einbeytti ég mér að Kristjáni. Taldi 1, 2 og 3 og gaf allt í botn, fór framfyrir og fremstur yfir marklínuna. SIGUR!!! Ég átti bágt með að trúa því að ég hafi náð að vinna, eftir allt erfiðið í keppninni og mikla samkeppni. Detta aftur úr hópnum í tvígang, stoppa vegna keppenda en gott plan í lokinn skilaði sér. Eftir keppni var boðið upp á grillaðar Bratwurster pylsur, bjór og gos í graslaut fyrir ofan Fontana en þeir sem vildu skella sér í pottinn gátu gert það, aðrir eiga það inni. Skemmtilegt party var frameftir kvöldi og mikið fjör. Liðið mitt Örninn Trek vann einnig liðakeppnina og því fór ég klifjaður af verðlaunapeningum heim á leið. |
Fjölmiðlaumfjöllun um keppnina var nokkur meðal annars hér:
Mikil læti í Gullhringnum - MBL Sjónvarp
María Ögn og Elvar Örn sigurvegar Gullhringsins - mbl.is
Íþróttafréttir á RUV - umfjöllun byrjar á mín 4:15
María Ögn og Elvar Örn sigurvegarar KIA Gullhringsins - visir.is
Litlu munaði að ílla færi í Gullhringnum - bítið á bylgjunni
Mikil læti í Gullhringnum - MBL Sjónvarp
María Ögn og Elvar Örn sigurvegar Gullhringsins - mbl.is
Íþróttafréttir á RUV - umfjöllun byrjar á mín 4:15
María Ögn og Elvar Örn sigurvegarar KIA Gullhringsins - visir.is
Litlu munaði að ílla færi í Gullhringnum - bítið á bylgjunni
Kærar þakkir fá:
Einar Bárða fyrir flottann Gullhring
Örninjn fyrir Trek Émonda SL8
Ágúst Reynisson og Fiskmarkaðurinn fyrir góðan stuðning
Garminbúðin fyrir Garmin Vector Aflmæli og myndavélar til að gefa okkur insýn
Arnold Björnsson fyrir ljósmyndir
Einar Bárða fyrir flottann Gullhring
Örninjn fyrir Trek Émonda SL8
Ágúst Reynisson og Fiskmarkaðurinn fyrir góðan stuðning
Garminbúðin fyrir Garmin Vector Aflmæli og myndavélar til að gefa okkur insýn
Arnold Björnsson fyrir ljósmyndir