Elvar Örn Reynisson
Road to better life
  • My journey
  • Leiðin til betra lífs
  • Instagram
  • Video

Gullhringurinn 2014

Picture
Gullhringurinn var ein af þeim keppnum sem ég beið eftir með mikilli eftirvæntingu og sérstaklega þar sem ég tók ekki þátt í fyrra því ég var erlendis að hjóla.

Viku fyrir keppni var ég beðin um að hjóla í liðakeppni í Hálfum Járnkarl sem haldin er í Hafnarfirði. Mér fannst það of spennandi til að sleppa því en týmdi samt ekki að sleppa Gullhringnum. Ég ákvað því að mæta í báðar keppnirnar en fara varlega í Gullhringnum og spara lappirnar eins og hægt væri. 
Næsta verkefni var að undirstínga Bárð frænda minn og Maríu konuna hans hvort laust væri herbergi á ættaróðalinu sem þau hjón eiga með fjölskyldu sinni og var það minnsta mál. Lagði ég því af stað á föstudegi með hjól og fullan bíl af farangri, tók stelpurnar mínar með og kærastan mín hún Magga ákvað að hjóla Gullhring B.

Tekið var sérlega vel á móti okkur á föstudeginum og grillaðir voru hamborgarar og börnin grilluðu sykurpúða áður en allir fóru að sofa. Magga hafði orð á því að ég væri ekkert stressaður og fann ég ástæðuna fljótt. Ég ætlaði bara að mæta í þessa keppni og njóta, hafa gaman og upplifa sveitasæluna enda önnur keppni á sunnudag.

Daginn eftir vöknuðum við, heimafólkið var búið að græja morgunmat og allir borðuðu vel nema kannski ég, fékk mér eina lummu með smjör og osti og svo snickers, bara því ég gat það og mátti það :)

Ég hafði raðað öllum fötunum mínum á gólfið og öllum aukahlutum sem áttu að fara í vasana, festi númer á hjólin okkar um kvöldið og flögu á skónna. Það var því ekkert eftir að gera nema koma sér út og taka smá upphitun. Ég hjólaði upp í brekkuna á Lyngdalsheiði og til baka, fékkt tilfinningu fyrir hringtorginu og hjólaði svo niður að íþróttamiðstöð þar sem Einar frændi Bárðason sagði mér að við mættum fara öfugt í hringtorgið. Ég var klæddur í studdbuxur, 2 stutterma hjólatreyjur og armwarmers og gerði smá grín í stóru strákunum sem flestir voru fullklæddir. Útlit var fyrir mikla rigningu en ég vildi vera með lappirnar frjálstar. 

Þegar klukkan var að ganga 10 kom ég mér fyrir á ráslínu og þá hafði Bárður og María rölt upp að ráslínu með öll börnina að horfa, allir klæddir í regngalla og var ekki að sjá annað en allir höfðu gaman að sjá allan þennan fjölda raða sér á ráslínu. Keppnin var ræst í grenjandi rigningu og var ég gríðarlega ánægður að komast loksins af stað til að ná sér í smá hita. Ég veifaði litlu aðdáendunum mínuum og lagði af stað. 

Fljótlega eftir að við hjóluðum út frá Laugarvatni fóru fremstu menn í venjubundnar stellingar og keyrðu aðeins upp hraðan. Ég hafði mig lítið í frammi enda vildi ég ekki sóa orku á fyrstu mínutum sem myndi hugsanlega gera restina af Gullhringnum erfiðari og Járnkarlinn daginn eftir óbærilegann.

Ég hélt mér meðal 30 fremstu og var sem mest í skjóli á meðan þessi gífurlegi hraði var haldið uppi. Fljótlega slitnaði á milli og sýndist mér 9 manna hópur sleppa burtu og stuttu síðar slitnaði sá hópur í tvennt. Ég var þá í hóp 3 sem taldi um 25 manns, lítið gerðist á næstu kílómetrum, menn horfðu mikið í kringum sig og enginn viritst vilja keyra upp hraðan. Nokkrir komu til mín og spurðu hvort ég væri eitthvað þreyttur en einhverjir vissu ástæðuna og komu til mín og spurðu mig út í Járnkarlinn daginn eftir. 

Þegar við nálguðumst hægri beigju inn á Biskupstungnabraut var ákveðið að keyra upp hraðann og það soldið hraustlega. Ástæðan var einfaldlega sú að svona stór hópur og svona mikið blandaður vönum og óvönum hjólreiðamönnum er hættulegur. Vindáttin var á hlið og tókum við hraustlegar keyrslur. 5-6 manns tóku þátt í því að hjóla fremst og í 8 km og um 10 mín var meðalhraðinn 45km á klst og hópurinn þynntist um helming. 

Þarna róaðist mannskapurinn aðeins og kannski um of því Óskar Ómarsson náði okkur en hann hafði misst af fremsta hóp þegar sprakk hjá honum. Óskar kom fljótlega til mín og spurði mig hvort ég vildi gera tilraun til að stinga af og hrista aðeins upp í þessu. Ég jánkaði því og við Minni Borg sprettum við hraustlega af stað. Allir reyndu að elta og nokkrum tóku þátt í að keyra upp hraðann en fljótlega hættu þeir að koma framfyrir og síðasti maður missti af okkur rétt áður en við komum að Kerinu. Við héldum þó áfram að hjóla eins hratt og við gátum, skiptum með okkur verkum, Óskar hjólaði yfirleitt upp brekkurnar og ég niður. Þegar við vorum komnir niður að afleggjaranum að Þingvallaveg var meðalhraðinn frá Minni Borg 51.5.

Þá tók við hliðarvindur og hélt samvinnan áfram og saman hjóluðum við á temmilegum hraða alla leið upp á Lyngdalsheiði þar sem við náðum Rúnari Karli. Þrír hjóluðum við í mark og Óskar spretti fyrstur, Rúnar á eftir og ég taldi mig geta komist fram úr honum hægrameginn en hætti við þegar bíllinn sem hafði troðið sér á milli okkar og brautarbílsins stoppaði út í kannti en engu að síður kom ég sáttur í mark, ég vissi hvað ég gæti og stóð upp úr samvinnan við Óskar og mikill lærdómur að taka svona keyrslur, aðalatriðið er bara að gefast ekki upp, gefa allt í þetta og pína sig áfram eða eins og Jens myndi segja, shut up legs.

Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Kærar þakkir fá:
Einar Bárða fyrir flottann Gullhring
Trí fyrir frábært Cube Litening hjól
Ágúst Reynisson og Fiskmarkaðurinn fyrir góðan stuðning
Garminbúðin fyrir Garmin Vector Aflmæli
Albert Jakobsson fyrir myndir og video



Proudly powered by Weebly