Road to better life
  • Leiðin til betra lífs
  • Blog
  • Instagram
  • Video

Cube Prologue mótaröðin

Cube Prologue mótaröðin er skemmtileg keppni, einföld, stutt og allir geta verið með. Boðið er upp á TT flokk þar sem sérstök tímatökuhjól eru leyfð þar sem má vera með lokaða afturgjörð, liggistýri, tímatökuhjálm og fleira. Í götuhjólaflokk eru einungis göuthjól (racer) leyfðir.
Ég komst ekki í fyrstu keppni ársins vegna anna en þar sem bestu stig úr þremur keppnum af fjórum gilda og ég vissi að ég kæmist í hinar keppnirnar hafði ég ekki of miklar áhyggjur af því. Ég var heldur ekki svo sigurviss í upphafi sumars. 
Önnur keppni ársins fór örlýtið framhjá mér og hafði ég hjólað 155km daginn áundan. Mætti á ráslínu nokkuð sýrður í löppunum og rétt marði annað sætið á eftir Óskari Ómarssyni sem var heilum 24 sek á undan og Jóhann Sigurjónsson 2 sek á eftir mér. Ég var ánægður með wöttin hjá mér, 377 wött að meðaltali sem var meira en ég hafði lagt upp með að ná og því ekki hægt að kenna löngum túr daginn á undan eingöngu um. Ég yrði að vinna betur í stöðunni minni á hjólinu.
Ef þið hefðuð spurt mig í upphafi tímabils hvort ég yrði ánægður með annað sætið í keppni 2 hefði ég svarð hjá himinlifandi en maður vill alltaf meira og það sem fór kannski meira í taugarnar á mér var frekar hve langt var í fyrsta sætið. Eftir að hafa skoðað myndir úr keppninni og öðrum tímatökukeppnum sá ég hvernig Óskar lá fram á hjólið. Einnig í millitíðinni fékk ég það frábæratækifæri að keppa fyrir TRI liðið á Cube TT hjóli í hjólalegg í hálfum járnkarli og gatt þannig æft stöðuna mína á TT hjóli og yfirfæra svo yfir á götuhjól. 
Þriðja keppnin í Cube Prologue mótaröðinni passaði frekar ílla inn í æfingaprógrammið mitt þar sem ég vildi hjóla 100km þann daginn og 7.2 km sprettur ekki alveg það sem passaði þar. Ég þurfti að vigta hvort ég vildi setja allt í þessa keppni og ákvað að fara milliveginn. Ég ákvað að hjóla heiman frá mér í Grafarvoginum út í Hafnarfjörð og taka svo langan hring á leiðinni heim. Fullkomin leið til að njóta kvöldsólarinnar og veðurblíðunnar í botn. Það er löng en góð upphitun að hjóla rólega alla leið í Hafnarfjörðin og þegar þangað var komið gerði ég mig kláran og stillti mér upp á ráslínu. 
Á meðan fleistir kvörtuðu yfir mótvind, skiljanlega er skemmtilegra að fara hratt, þá vissi ég að slíkt hentaði mér mjög vel því ég næ einhvernveginn að stjórna aflinu betur þegar smá mótstaða er á móti og næ því jafnara álagi. Ég prufaði að setja framhandleggina niður á stýrið og viti menn, ég fann strax hvað loftið sem fór yfir hjálmin og niður bakið varð einhvernveginn hreinna og mun léttara var að kljúfa vindinn. Ég þorði þó ekki að vera allan tímann í þessari stöðu á þessum mikla hraða og skipti um stöðu reglulega. Mér leið mjög vel, náði 392 meðalwöttum og var mjög ánægður með að auka wött og bæta stöðuna. Þegar ég kom í mark spjallaði ég smá við mannskapinn og pældi lítið í úrslitunum og hjólaði af stað. Það kom mér svo reglulega á óvart þegar ég fékk símhringingu síðar um kvöldið að ég hefði unnið götuhjólaflokk með aðeins einni sekúndu. Gríðarlega skemmtilegar fréttir og þá fór ég að reikna. Ef ég myndi vinna síðstu keppnina myndi ég eiga möguleika á fyrsta sæti í heildarkeppninni.
Ég átti gott spjall við Óskar sama kvöld en hann var meðal þeirra fyrstu til að óska mér til hamingju með árangurinn og í leiðinni sagði hann mér að hann yrði frá í síðustu keppni. Þarna var ég staðráðin í að vinna síðustu keppnina. Þar sem ég mætti ekki í fyrstu keppnina og hann ekki í þá síðustu og 3 bestu tímar af 4 gilda þá værum við báðir með 140 stig ef ég myndi vinna. En ég yrði þá að vinna og margir sterkir hjólarar vildu taka af mér þann möguleika. Þegar ég grenslaðist fyrir um reglur keppninnar fékk ég þær fréttir að ef tveir væru jafnir að stigum gildir samanlagður tími úr þremur bestu keppnunum til að skilja menn að. Óskar yrði þá augljóslega sigurvegari þar sem hann vann mig með 24 sek í annari keppni en ég vann hann með aðeins einni sek. Þá var fyrsta keppnin mjög hröð og því yrði ég að hjóla brautina á aðeins 7 mín sléttum en besti tíminn minn var 8:40 í annari keppni og 10:01 í þeirri þriðju.
Picture Mynd: Arnold Björnsson
Það vandaðist málið í síðustu keppninni þar sem dóttir mín Marta Rut átti afmæli þennan dag, þetta myndi þýða nánast engin upphitun og ekkert mætti klikka. En þó hjólreiðar eru mér allt, sér í lagi þar sem þær björguðu lífi mínu ef svo má að orði komast þá eru dætur mínar mér auðvitað mikilvægari. Hingað til hafa allir gert allt sem þeir geta til að aðstoða mig og þótti barnsmóður minni það lítið mál að færa afmælið fram um klukkutíma til að láta allt ganga upp. Á dagskrá var vinkonu afmæli og var ég mættur kl 4 að sækja báðar stelpurnar mínar í skólann og rölti svo með þær heim til barnsmóður minnar og kl 17:00 voru mættar 16 stelpur í Monster High klæðnaði með gjafir til að gleðja vinkonu sína á afmælisdaginn hennar. Boðið var upp á pizzur og fljótlega var búið að mata þær á pizzum, syngja afmælissöng, blása á 8 kerti á Monster High kökunni og svo voru opnaðir pakkar frá Mömmu, pabba, Rebekku systir hennar og Möggu kl 18:20 kvaddi ég og dreif mig heim, tróð mér í skinsuit, hjólið á toppinn og keyrt úr Grafarvogi og út í Hafnarfjörð, mættur og kominn á hjólið samkvæmt Garmin kl 18:55 hjólaði frá endamarki og uppeftir aöð rásmarki og lét það duga sem upphitun, sett nr á hjólið, eitt gel með koffeini og vatn til að skola því niður.

Picture
Ég tók hratt af stað þar til ég var kominn á góða ferð og horfði þá bara á tölurnar sem bárust frá garmin Vector aflmælinum og markmiðið var 380-400w og í þetta sinn náði ég að halda 395 meðalwöttum. Núna leið mér enn betur í stöðunni með framhandleggina niður á stýrið og var þannig alla leið, breytti aldrei um stöðu, Ég kom í mark með besta tíma í götuhjólaflokki og fimmta besta tíma í heildina.
Staðan í mótaröðinni varð því sú að Óskar Ómarsson sigraði með jafnmörg stig og ég en með mun betri samanlagðan tíma, ég í öðru sæti og Jóhann Sigurjónsson í því þriðja, allir fengum við gjafabréf í 

Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Kærar þakkir fá:
Bjartur og Tri fyrir frábæra mótaröð
Trí fyrir frábært Cube Litening hjól og Lois Garneau skinsuit
Ágúst Reynisson og Fiskmarkaðurinn fyrir góðan stuðning
Garminbúðin fyrir Garmin Vector Aflmæli
Og að sjálfsögðu Marta Rut fyrir að vera flottasta afmælisstelpan :)




Proudly powered by Weebly