Zwift samfélagið hefur vaxið hratt síðan það var stofnað. Stofnaðar hafa verið á annað hundrað facebook hópar þar sem meðlimir ræða sín á milli um allt sem tengist Zwift. PodCast þáttur er tileinkaður Zwift og kallast hann Zwiftcast og telur nú 13 þætti. Fljótlega byrjuðu notendur sjálfir að skipuleggja samhjól og jafnvel keppnir, þó forritið byði ekki upp á það, notendur vildu keppa og þá gerðu þeir það. Úrslit voru fundin út eftir á með því að skrá niður tíma af strava og til að koma í veg fyrir svindl á power mælingum og að notendur skráðu ranga þyngd var sett upp síða sem heitir zwift power, í þeim tilgangi að sannreina upplýsingar sem skráðar eru. Fjöldi samhjóla og keppna var orðin slíkur að sett var upp sérstök dagbók fyrir zwift og allt er þetta gert af utanaðkomandi aðilum. Stjórnendur Zwift eru duglegir á samfélagsmiðlunum og eru með puttan á púlsinum, fylgjast vel með og fljótlega var flest allt þetta lagað. Í dag skráir maður sig inn, velur event og þá hjóla allir saman.... hérna skrifa ég meira um zwift. Ég reyni að uppfæra eftir þörfum þvi landslagið breytist nánast í hverjum mánuði.
0 Comments
Leave a Reply. |
Ísmaðurinn á InstagramGamalt
February 2021
Flokkar
All
|