
Þessi útbúnaður er nokkuð dýr og til að auka á fjölbreytnina var að venju boðið upp á götuhjólaflokk þar sem allt ofantalið er ekki leyft.
Í fyrra mætti ég í þeim eina tilgangi að prófa mig, hvernig mér gengi að halda ákveðnu álagi í ákveðinn tíma og gékk það mjög vel, náði næst besta tíma allra á götuhjólum og besta í aldursflokki. Það er mjög erfitt að bæta slíkt og því var ég undir nokkru álagi, sér í lagi því ég hafði ekki keppt í neinni keppni áður og vissi því nákvæmlega ekkert um eigið ástand öfugt við í fyrra þar sem ég hafði keppt í tvígang... hér má svo lesa keppnissöguna