Nýja vélin er hönnuð frá grunni, kassalagaðri, minni og á margan hátt talsvert betri. Rafhlöðuending þarf að gjalda þess að Garmin hannaði minni vél en nú er hún gefin upp fyrir allt að 2 tíma.
Samkeppnin er hörð á hasarmyndavéla markaðnum í dag og Garmin sem er þekktastur fyrir gps tæki fer rétta átt í hönnun á vélunum sínum en vélin getur birt nánast allar mögulegar upplýsingar eins og hjartslátt, hraða, hæð, halla, wött og margt fleira.
Í myndbandi dagsins fékk ég gps upplýsingar frá Ingvari og lítið mál var að skipta út gps skránni og þar með koma upplýsingar frá honum inná myndbandið sem segir söguna betur.