Forskráning í KIA Gullhringinn er hafin og verður keppnin laugardaginn 8. júlí 2017. Ég hef tekið fjórum sinnum þátt, fyrsta árið sigraði ég sjálfan mig og í fyrra sigraði ég keppnina. Ég á endalaust af myndböndum sem ég hef klippt úr keppninni og gaman að renna yfir þau þegar maður peppar sig upp í næsta tímabil.
Nú er ég búinn að taka 8. júlí 2017 frá enda verður Gullhringuirnn eitt af aðalmarkmiðum mínum fyrir árið 2017. 200 fyrstu sem skrá sig komast í pott og geta unnið FAT Bike frá Specialized úr Kríu. Skráning fer fram hér á www.gullhringurinn.is