Þegar hjólað er yfir coll del Soller í 497m hæð yfir sjávarmáli er mál að stoppa á sögufrægum veitingastað er ber nafn með rentu, eða restaurant Ca'n Topa. Veitingastaðurinn er beint fyrir utan hæsta punkt fjallsins og hefur þjónað hjólreiðamönnum síðan 1880 eða yfir 130 ár.
Við Hjalti stoppuðum og fengum okkur tvöfaldan expresso og vertinn sýndi okkur myndir frá aldamótunum 1900 þar sem hjólreiðahetjur hjóluðu yfir coll del Soller á eins gírs hjólum úr verklegu stáli og bremsulausum.
Staðurinn fær góða dóma á tripadvisor og þess virði að stoppa og njóta sögu staðarins.