Ég ætlaði ekki að taka hámarks afl í þessari brekku enda næst stíðasta brekkan af 5 þann daginn. Ég hafði merkt þetta klifur á strava nokkrum dögum áður og þegar það hófst kom melding á Garmin tækið um að klifrið væri að hefjast, hversu langt það er og hver á hraðasta tíma þarna upp sem er 6 mínútur.
Mér fannst bærinn Torroja del Priorat fallegur og greip myndavélina sem ég var með í vasanum og ákvað að mynda bæjinn og áður en ég vissi af var komin keppni við sjálfan mig sem endaði þannig að ég tók 100% afl út úr mér á þeim 9 mín sem tók mig að hjóla upp á topp.
Fyrst ég var byrjaður að röfla í myndavélina tók ég flota lýsingu á aðstæðum í leiðinni.
Njótið endilega í fullum HD gæðum