Road to better life
  • Blog
  • Leiðin til betra lífs
  • Instagram
  • Video
  • English

November 24th, 2016

11/24/2016

0 Comments

 
Hér hjóla ég upp Collet de Torroja klifrið sem er 2.4km langt klifur með hækkun upp á 143m og 6% meðalhalla.
Ég ætlaði ekki að taka hámarks afl í þessari brekku enda næst stíðasta brekkan af 5 þann daginn. Ég hafði merkt þetta klifur á strava nokkrum dögum áður og þegar það hófst kom melding á Garmin tækið um að klifrið væri að hefjast, hversu langt það er og hver á hraðasta tíma þarna upp sem er 6 mínútur.
Mér fannst bærinn Torroja del Priorat fallegur og greip myndavélina sem ég var með í vasanum og ákvað að mynda bæjinn og áður en ég vissi af var komin keppni við sjálfan mig sem endaði þannig að ég tók 100% afl út úr mér á þeim 9 mín sem tók mig að hjóla upp á topp.
Fyrst ég var byrjaður að röfla í myndavélina tók ég flota lýsingu á aðstæðum í leiðinni.
Njótið endilega í fullum HD gæðum
0 Comments

Zwiftcast fyrir Zwift nörda

11/12/2016

0 Comments

 
Picture
Zwiftcast er umræðuþáttur á netinu um Zwift og þar sem ég er einn af þeim sem kafa djúpt í allt sem ég geri þá hef ég hlustað á þættina. Ekki skemmir fyrir að þættirnir eru nokkuð skemmtilegir en þó aðallega fróðlegir. Þáttur 13 var undirlagður fyrir Eric Min framkvæmdastjóra Zwift. Hitað var ögn undir honum og hann spurður nokkura spurninga um fyrirtækið og kom ýmislegt fram. Næsti þáttur og sá nýjasti var mikið fjallað um viðtalið, sérfræðingar heðan og þaðan úr heiminum fengnir til að túlka og ræða allar nýju upplýsingarnar sem komu upp.
​
Hægt er að lesa meira um zwift hér og auðvitað tenglar á Zwiftcast fyrir áhugasama sem vilja kynnast Zwift betur.

0 Comments

Zwift eins árs

11/6/2016

0 Comments

 
​Zwift samfélagið hefur vaxið hratt síðan það var stofnað. Stofnaðar hafa verið á annað hundrað facebook hópar þar sem meðlimir ræða sín á milli um allt sem tengist Zwift. PodCast þáttur er tileinkaður Zwift og kallast hann Zwiftcast og telur nú 13 þætti. Fljótlega byrjuðu notendur sjálfir að skipuleggja samhjól og jafnvel keppnir, þó forritið byði ekki upp á það, notendur vildu keppa og þá gerðu þeir það. Úrslit voru fundin út eftir á með því að skrá niður tíma af strava og til að koma í veg fyrir svindl á power mælingum og að notendur skráðu ranga þyngd var sett upp síða sem heitir zwift power, í þeim tilgangi að sannreina upplýsingar sem skráðar eru. Fjöldi samhjóla og keppna var orðin slíkur að sett var upp sérstök dagbók fyrir zwift og allt er þetta gert af utanaðkomandi aðilum. Stjórnendur Zwift eru duglegir á samfélagsmiðlunum og eru með puttan á púlsinum, fylgjast vel með og fljótlega var flest allt þetta lagað. Í dag skráir maður sig inn, velur event og þá hjóla allir saman.... hérna skrifa ég meira um zwift. Ég reyni að uppfæra eftir þörfum þvi landslagið breytist nánast í hverjum mánuði. 
0 Comments

Volvo Life paint

11/4/2016

0 Comments

 
Picture
Volvo hefur kynnt nýtt framúrstefnulegt spray með endurskyni. Hugmyndin er bráðsniðug og lítur vel út á myndbandinu sem volvo gerði um notkun og virkni efnisins. Auðvitað langaði mig að prufa og varð mér úti um brúsa. Fyrsta verk var að sprauta efninu á hjólið með ágætum árangri, þó ekki eins flott eins og þeir náðu hjá Volvó. Hér má lesa um hvernig Volvo life paint virkaði fyri rmig.

0 Comments

Fjallahjólafjör

11/2/2016

0 Comments

 
0 Comments

Hjólamyndbönd á Facebook

11/1/2016

0 Comments

 
Picture
Núna undanfarið er lægð í æfingum og tíminn nýttur vel í að skoða gamlar klippur, bæði það sem ég hef sett nú þegar á youtube og einnig það sem ég á eftir að klippa til. Því fannst mér tilvalið að opna síðu á facebook sem ég gaf nafnið Hjólamyndbönd og þar set ég inn reglulega ný og gömul myndbönd sem ég hef klippt. Síðan er hér og endilega smellið like á hana og fylgist með.... Hjólamyndbönd

0 Comments

Trainer myndbönd

10/3/2016

0 Comments

 
Á síðunni minni eru mörg myndbönd sem ég hef valið í nokkra flokka og einn þeirra er Trainer myndbönd. Þar set ég þau myndbönd sem ég ýmdina mér að fólk vinnist áhugavert að hafa fyrir framan sig þegar fólk þjáist á trainernum sínum á veturna. Þau eru allt að 2 tímar að lengd, óklippt úr keppnum sumarsins eða frá Mallroca æfingabúðunum mínum. Nýjasta myndbandið er frá 4ra ganga mótinu (keppnissagan er hér) en Þessi leið er ægifögur og sérstök fyrir þær sakir að farið er í gegnum fjögur göng eins og nafnið gefur til kynna. Auk þess er hjólað í gegnum nokkur falleg þorp og brekkur og landslagið gefur mikið af sér, ef maður hefur tíma til þess að fylgjast með því í miðri keppni það er að segja. Hér eru svo fleiri myndbönd til að skoða á Treinernum sínum svona til að hafa við hliðina á Zwift
0 Comments

Skráning í Gullhringinn er hafinn

10/1/2016

0 Comments

 

Forskráning í KIA Gullhringinn er hafin og verður keppnin laugardaginn 8. júlí 2017. Ég hef tekið fjórum sinnum þátt, fyrsta árið sigraði ég sjálfan mig og í fyrra sigraði ég keppnina. Ég á endalaust af myndböndum sem ég hef klippt úr keppninni og gaman að renna yfir þau þegar maður peppar sig upp í næsta tímabil.
Nú er ég búinn að taka 8. júlí 2017 frá enda verður Gullhringuirnn eitt af aðalmarkmiðum mínum fyrir árið 2017. 200 fyrstu sem skrá sig komast í pott og geta unnið FAT Bike frá Specialized úr Kríu. Skráning fer fram hér á www.gullhringurinn.is
​

0 Comments

Tour of Reykjavík

9/17/2016

0 Comments

 
Ég notaði tækifærið til að prufa nýju Garmin Virb Ultra 30 vélina og elti keppendur í Tour of Reykjavík upp og niður Nesjavallabrekkurnar, Grafning og yfir Mosfellsheiði. Myndavélin er með nokkra nýja og góiða fídusa eins og 4K upplausn, nýja frábæra hristivörn og 240 ramma á sek sem ég einmitt prufa í þessu myndbandi.  Hér er afraksturinn
0 Comments

Fatnaður

9/7/2016

0 Comments

 
Picture
Góður fatnaður er aðalatriðið í hjólreiðum sérstaklega á Íslandi. Síðan 2011 hef ég hjólað mér til ánægju, samganga og æfinga óháð veðri eða öðrum utanaðkomandi aðstæðum, nema helst að ég sé að hvíla vegna hjólreiðakeppna.

Ég fæ reglulega fyrirspurnir um fatnað og hér á síðunni langar mig að safna saman upplýsingum um hinn ýmsa fatnað sem ég nota. Fyrst er það Dainese.... lesa meira

0 Comments

RB Classic fimmta sæti

8/30/2016

0 Comments

 
Picture
Þetta er í þriðja sinn sem þessi keppni er haldin með sama sniði, 2 hringir í kringum Þingvallavatn eða 127km fyrir A flokk og einn hringur, 63km  fyrir B flokk. Rás og endamarki keppninnar var breytt í ár og því fundinn nýr staður við Úlfljótsvatn þar sem fyrir er mjög flott útilífsmiðstöð fyrir Skáta. Staðsetningin hentar mjög vel enda nóg pláss og mjög góð aðstaða til að halda létta útihátið sem hjólreiðamót getur orðið..... lesa meira

0 Comments

Tour de ormurinn fyrsta sæti 

8/21/2016

0 Comments

 
Picture
Í nokkur ár hef ég fylgst með keppninni Tour de Ormurinn og ávallt langað að vera með, það er alltaf spennandi að fara út á land og prufa nýjar leiðir en aðrar stærri keppnir rákust ávallt á þessa keppni, oftast Íslandsmeistaramót og því varð Ormurinn ávallt undir. Í ár varð sú breyting að Íslandsmeistaramót voru færð fram á dagatalinu vegna ingöngu í UCI alþjóða regluverk hjólreiða, og því opnaðist góður gluggi í ágúst að prufa spennandi keppnir líkt og þessa keppni. Það er samt langt í frá einfalt að skipuleggja sig inn á keppni hinu megin á landinu, langur akstur eða dýrt flug, gisting af skornum skammti enda ferðaþjónustu bransinn á fullum swing en við Reynir ákváðum að keyra þó það tæki okkur langan tíma og gistum í heimagistingu á Fáskrúðsfirði. Við höfðum því nægan tíma til að spjalla um keppnina og hjólreiðar á leiðinni og ekki finnst okkur það leiðinlegt..... lesa meira

0 Comments

Gullhringurinn keppnissaga og video

7/14/2016

0 Comments

 
Um 100 manns voru skráðir í Gullhring A, 106km leið frá Laugarvatni, upp í biskupstungur, niður í Grímsnes og yfir Lyngdalsheiði niður á Laugarvatn. Planið var einfalt, liðið mitt Örninn-Trek ætlaði að halda uppi miklum hraða í upphafi, vera alltaf fremst, skiptast á að brjóta vindinn og þinna hinn stóra hóp hægt og rólega en samt án þess að klára okkur alveg. Um leið og keppnin var ræst komum við okkur í stellingar fremst og strax var hraðinn keyrður hátt upp. Við skiptumst á að vera fremst og ég var að skila um 450-500w þegar ég var fremst og 250w í skjóli þegar ég fór aftur fyrir, svo miklu munar um að vera fremst eða inn í hópnum. Fyrsti klukkutíminn af keppni héldum við um 43km meðalhraða... lesa meira
0 Comments

Skemmtilegar nýjar upplýsingar á Garmin virb myndböndin

7/13/2016

0 Comments

 
Nýlega kom uppfærsla á Garmin Virb edit, forritið sem ég nota til að klippa til myndböndin úr Garmin Virb vélunum mínum. Nýjasta var power phase tölur þar sem ýmsar upplýsingar um hvar aflið kemur, hægri vinstri, standandi á móti sitjandi og hversu utarlega eða innarlega á petalann ég stíg. 
0 Comments
<<Previous
Forward>>
    Picture

    Ísmaðurinn á Instagram

    Gamalt

    February 2021
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013

    Flokkar

    All
    Carbon
    Cube
    Garmin Vector
    Garmin Virb
    Hfr
    Keppnissögur
    Lauf Forks
    Mallorca
    Prologue
    Samhjol
    Takk
    Tri
    Viðtöl
    þyngdarstjórnun

    RSS Feed

Proudly powered by Weebly