Keppnin byrjaði að venju á miklum hraða og voru fyrstu 6 hringirnir af 14 mér mjög erfiðir og var ég oft á mörkunum að detta aftur úr hópnum sem ég var í. Þegar þrír keppendur höfðu slitið sig frá fór mér að líða betur og á 6 hring fór hópurinn loksins að vinna aðeins saman en það var of seint til að reyna að draga hina þrjá uppi.
Ég kom sjálfum mér nokkuð á óvart og klárað keppnina í 5. sæti en í fyrra var ég í níunda sæti.
Hér er svo myndband frá síðasta hring og keppnissöguna má lesa hér