Road to better life
  • Blog
  • Leiðin til betra lífs
  • Instagram
  • Video
  • English

Þol próf Æfingahóps HFR

11/28/2014

1 Comment

 
Tvisvar á ári er maður tekinn í Þolpróf þar sem vigtin er skráð og úthald mælt og niðurstöður liggja fyrir að loknu prófi í hámarksafli og súrefnisupptöku. Það að taka þetta próf er eins og að mæta í keppni þar sem þú veist ekkert við hverju má búast og stressið eftir því, sjálfur gat ég lítið sofið kvöldið áður, þurfti að mæta til vinnu í hádeginu, taka svo prófið, sækja stelpurnar mínar í skólann, skutla þeim heim og drífa mig svo á fund vegna þessa máls um kvöldið.

Þetta er þriðja prófið sem ég tek og eins og ávalt vill maður alltaf gera betur. Vigtin vissi ég að væri á leiðinni niður og því hafði ég ekki svo miklar áhyggjur þar, frekar hversu mikið og hvort Hans, danski þjálfarinn okkar yrði ánægður með það. Hann er nú reyndar alltaf frekar jákvæður. 

Um leið og ég settist á hjólið og var kominn í ágætismótstöðu og púlsinn kominn aðeins upp sagði hann að ég væri mun stöðugri á hjólinu, ég vildi rengja hann því auðvitað fannst mér staðan alltaf hafa verið frekar góð en hann hélt áfram og talaði um hversu beint aflið væri að fara niður í petalana og efri líkaminn væri grafkjurr. Þetta er ekki rétti staðurinn til að rengja manninn og því tók ég hrósinu og þakkaði fyrir, eftir á fór ég að hugsa að það sem hafði breyst frá því í síðasta testi var að ég fór í bikefit þar sem ég var mældur upp, gerð liðleikapróf á mér og ég og hjólið stillt saman sem eitt. Hitt er að ég æfði mig mikið í stöðunni á hjólinu, reyndi að minnka loftmótstöðuna og líkleg hefur efri líkaminn styrkst við það. En hvað svo sem það er þá er það í það minnsta jákvætt.

Þolprófið virkar þannig að hann hækkar mótstöðuna sífellt þar til þú hreinlega gefst upp og púls og afl skráð við hverja hækkun. Síðustu mínútuna lokaði ég augunum og hugsaði bara um að taka einn hring í viðbót og aftur og aftur þar til verkirnir voru orðnir nokkrir og lappirnar harðneituðu og Jens Voigt hefði ekki getað staðið við hliðina á mér og sagt þeim að þegja lengur. 

Niðurstöður þolprófsins voru allar jákvæðar, þyngdin niður, aflið upp, súrefnisupptakan upp og staðan á mér góð. Sýnist þetta verða góður vetur
1 Comment
Fylkir 400W link
11/30/2014 09:16:52

Frábært hjá kallinum, réttur maður á réttum stað á réttri leið, smells like success!!! Til hamingju með flottan årangur....

Reply



Leave a Reply.

    Picture

    Ísmaðurinn á Instagram

    Gamalt

    February 2021
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013

    Flokkar

    All
    Carbon
    Cube
    Garmin Vector
    Garmin Virb
    Hfr
    Keppnissögur
    Lauf Forks
    Mallorca
    Prologue
    Samhjol
    Takk
    Tri
    Viðtöl
    þyngdarstjórnun

    RSS Feed

Proudly powered by Weebly