Þetta er þriðja prófið sem ég tek og eins og ávalt vill maður alltaf gera betur. Vigtin vissi ég að væri á leiðinni niður og því hafði ég ekki svo miklar áhyggjur þar, frekar hversu mikið og hvort Hans, danski þjálfarinn okkar yrði ánægður með það. Hann er nú reyndar alltaf frekar jákvæður.
Um leið og ég settist á hjólið og var kominn í ágætismótstöðu og púlsinn kominn aðeins upp sagði hann að ég væri mun stöðugri á hjólinu, ég vildi rengja hann því auðvitað fannst mér staðan alltaf hafa verið frekar góð en hann hélt áfram og talaði um hversu beint aflið væri að fara niður í petalana og efri líkaminn væri grafkjurr. Þetta er ekki rétti staðurinn til að rengja manninn og því tók ég hrósinu og þakkaði fyrir, eftir á fór ég að hugsa að það sem hafði breyst frá því í síðasta testi var að ég fór í bikefit þar sem ég var mældur upp, gerð liðleikapróf á mér og ég og hjólið stillt saman sem eitt. Hitt er að ég æfði mig mikið í stöðunni á hjólinu, reyndi að minnka loftmótstöðuna og líkleg hefur efri líkaminn styrkst við það. En hvað svo sem það er þá er það í það minnsta jákvætt.
Þolprófið virkar þannig að hann hækkar mótstöðuna sífellt þar til þú hreinlega gefst upp og púls og afl skráð við hverja hækkun. Síðustu mínútuna lokaði ég augunum og hugsaði bara um að taka einn hring í viðbót og aftur og aftur þar til verkirnir voru orðnir nokkrir og lappirnar harðneituðu og Jens Voigt hefði ekki getað staðið við hliðina á mér og sagt þeim að þegja lengur.
Niðurstöður þolprófsins voru allar jákvæðar, þyngdin niður, aflið upp, súrefnisupptakan upp og staðan á mér góð. Sýnist þetta verða góður vetur