https://hreyfing.is/vefverslun/namskeid/nytt-cyclothon-hjolanamskeid/416
Nú er að hefjast spennandi hjólanámskeið í Hreyfingu sem ég og Rúnar Karl liðsfélagi minn í Team Örninn Trek munum halda utan um. Þetta mun verða spennandi og gefandi tækifæri til að þróa sig enn betur sem hjólanörd. Frá því ég byrjaði mitt tækifæri hef ég lært svo mikið af öðrum sem hefur gefið mér gríðarlega dýrmæta hvatningu og ekki síður reynslu. Nú verður gaman að vera í því hlutverki, að gefa af sér og vonandi vera öðrum hvatning. Námskeiðið hefst 21. febrúar og er 8 vikur. Við munum keyra í gegn gott æfingaprógram sem hefur hentað okkur vel, byrjum á góðum grunn æfingum, bætum svo við æfingum með meiri ákefð og endurtekningum með það að markmiði að allir sem námskeiðið sækja læri að stýra sinni ákefð og verði betri hjólreiðamenn.
https://hreyfing.is/vefverslun/namskeid/nytt-cyclothon-hjolanamskeid/416
0 Comments
Leave a Reply. |
Ísmaðurinn á InstagramGamalt
February 2021
Flokkar
All
|