Road to better life
  • Blog
  • Leiðin til betra lífs
  • Instagram
  • Video
  • English

Nýtt ár, ný markmið og að setja sér markmið

1/7/2017

1 Comment

 
Frá því ég hóf ferðalagið mitt árið 2011, hef ég alltaf sett mér markmið, í raun er ég ávallt með þrjú markmið í gangi í einu, öll eru þau svipuð en með mismunandi tímaramma. Ég ræði oft ekki öll markmiðin mín við neinn, set mér stunum langtíma markmið og skammtímamarkmið. Fyrsta langtíma markmiðið sem ég setti mér strax í upphafi var að geta hjólað með þeim bestu, keppnir voru ekki ofarlega í huga mér enda var stærsta markmiðið að geta hjólað, en mig langaði að geta hjólað lengri vegalengdir t.d. á Þingvöll á sumardaginn fyrsta sem er oft fjölmennur hjólatúr hjólreiðamanna á öllum getustigum.
PictureJúlí 2011

En aðalatriðið er að setja sér markmið sem eru raunhæf. Markmið geta verið stór og smá en öll eru þau krefjandi og setja okkur ákveðin mörk. Fyrstu skammtímamarkmiðin mín var að geta hjólað, geta hjólað til vinnu, geta hjólað til vinnu flesta daga vikunnar, geta hjólað Reykjavíkurhring á leiðinni heim úr vinnu og svo setti ég mér markmið að geta hjólað frá Kastrup flugvelli niður til Fylkis vinar míns í Sönderborg á suður Jótlandi.
Þegar ég svo setti mér þetta stóra markmið setti ég alla mína orku í að undirbúa mig, velja leiðir, kaupa bögglabera, töskur og tjald, undirbúa mig andlega og um leið ræða markmiðin mín við aðra um leið. Fylkir studdi mig vel, strákarnir í Erninum (var ekki að vinna þar þá) studdu mig vel, fékk mikla athygli í vinnunni fyrir þetta og auðvitað í fjölskyldunni. Fólk kom með skoðannir, flestir á þá leið að ég væri að fara einn, pínu skrítinn, en það var góð ástæða fyrir því, aðalatriðið var að hjóla til vinar míns Fylkis sem ég sótti svo mikinn innblástur til.

PictureÁgúst 2013
Við skrifuðumst á vikulega með tölvupósti, við ræddum kayak ferðina hans umhverfis Danmörku og mína ferð til hans og það skemmtilega var að þó hann væri með markmið að róa fljótastur allra umhverfis Danmörku og mitt stóra markmið var að geta hjólað, þá fékk ég það alltaf á tilfinninguna að honum þætti jafnvel meira til míns markmið koma en síns eigins, en þannig er það, að sigrast á markmiði sínu er stórt og verðugt verkefni. Þarna var ekki aftur snúið og reyndist þetta vera besta mögulega upphaf á mínu ferðalagi til betra lífs.
Markmiðin geta verið stór og smá og þó ég sé með mörg markmið fyrir sumarið nota ég enn sömu aðferð og við upphaf ferðalagsins, ég set mér skammtímamarkmið sem eru raunhæf, ræði þau við fólk í kringum mig og er staðráðinn í að standast þau þó krefjandi séu. 

Stóra markmið ársins er að létta mig, markmið sem ekki gékk vel í fyrra. Og til að standast það markmið hef ég sett mér nokkur skammtímamarkmið, nefnilega að fara aftur til Tenerife, bæta tímann minn upp brekkurnar og til þess að það gerist verð ég að setja alla mína orku í það verkefni, léttast.... 

Stærsta Hvatningin til að standast þessi markmið er t.d. að horfa nógu oft á það þegar Haffi stakk mig frekar léttilega af upp brekkuna frá Granadilla til Villaflor á Tenerife í fyrra. Ég klippti þetta myndband sérstaklega fyrir sjálfan mig, halda haus og markmiði. Þannig að þegar ég tek traineræfingu þá er ég að horfa á þetta myndband. Það er samt ágætt að halda því til haga að ég mun líklega ekki stinga Haffa af upp brekkurnar á Tenerife, en að bæta sinn eiginn tíma er sigur og stórt markmið.

1 Comment
Fylkir Sævarsson link
1/31/2017 11:54:12

Hlakka mikið til að fylgjast með 2017 hjá þér kappi 😀😀😀

Reply



Leave a Reply.

    Picture

    Ísmaðurinn á Instagram

    Gamalt

    February 2021
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013

    Flokkar

    All
    Carbon
    Cube
    Garmin Vector
    Garmin Virb
    Hfr
    Keppnissögur
    Lauf Forks
    Mallorca
    Prologue
    Samhjol
    Takk
    Tri
    Viðtöl
    þyngdarstjórnun

    RSS Feed

Proudly powered by Weebly