
![]() Það fór allt á flug í gær vegna myndbandsins sem ég tók á leiðinni í vinnuna, mbl hafði þetta um málið að segja og frétt á vísi má lesa hér, auk þess skrifaði nútíminn um myndbandið líka. Þá höfðu þáttastjórnendur í Síðdegisútvarpinu og þá sérstaklega Bergsteinn ekki mikla trú á því að ég gæti þetta eins og má hlusta á hér. Þar sem ég að sjálfsögðu sendi honum nánari sannanir um málið þ.e. strava skránna þá bauð hann mér í þáttinn og mætti ég að sjálfsögðu á hjólinu til að Björg þáttastjórnandi sæi hvað ég væri mikið hreystimenni. Hlustið endilega á þetta, held ég hafi komist næstum þvi skammlaust frá þessu :)
0 Comments
Leave a Reply. |
Ísmaðurinn á InstagramGamalt
March 2017
Flokkar
All
|