Road to better life
  • Leiðin til betra lífs
  • Blog
  • Instagram
  • Video

Mallorca Training camp dagur 8 - stóru brekkurnar

3/31/2015

0 Comments

 
Flestir hjólreiðamenn og konur sem ég þekki nota strava til að halda utan um æfingarnar sínar. Hversu djúpt þetta sama ágæta fólk kafar í strava er jafn misjafnt og við erum mörg. Ég er líklegast einn af þeim sem fara alla leið og líklega fengið hið fræga viðurnefni strava asshole af einhverjum. 

Í mínum bókum er jafn eðlilegt að nota strava lítið og mikið, sumir nota strava rétt til halda utan um æfingarnar, aðrir eltast við segment, taka þátt í áskorunum, og kafa djúpt í upplýisngarnar sem þetta allt gefur, og það er gaman og fyrst og fremst hvetjandi til áframhaldandi árangurs. Hægt er að fylgjast með árangri á svo marga vegu, bera saman sína eiginn tíma, bera sig saman við aðra, sjá fjölda hjólaðra km, tíma og sjá hvernig þetta deilist á þau hjól sem maður á og hefur átt.

Þá erum við kominn að pistli dagsins. Á dagskránni voru tvö fjöll. Col del Soller og Puig Major og til að komast að því síðarnefnda verður að fara yfir hitt. Ég hjólaði frekar rólega langa leið upp að Col del Soller staðráðinn í að bæta tímann frá því í fyrra. Ég fór upp í þrígang þá og bætti ávallt tímann. Því vissi ég að þetta yrði erfitt og fór nokkuð blint í þetta. Ef ég fyndi fyrir þreytu yrði ég bara að slaka á og spara mig fyrir stóra fjallið, ég fann hinsvegar strax að ég var fínn í löppunum og þegar á toppinn var komið endaði ég á tímanum 15:47 sem er um 25sek bæting frá því í fyrra. Hefði viljað sjá meiri bætingu en sáttastur var ég við hversu jafna keyrslu ég náði að halda alveg upp á topp.

Með þessar upplýsingar í farteskinu hélt ég á stóra fjallið, 820m hækkun með 6.6% halla er alveg slatti fyrir 90kg mann til að hjóla. Í fyrra var ég rúmlega 52mín upp og því þarf að fara rólegar af stað heldur en í styttri klifur sem og ég gerði. Þegar klifrið byrjaði smellti ég á lap á Garmin tækinu mínu til að sjá meðalwött í brekkunni, meðalhraða og sjá bæði hversu langt ég hef hjólað upp og hversu lengi. Sömuleiðis bjó ég til punkt á topnum til að sjá hversu margir km væru eftir.

Ég fann fljótt að lappirnar voru eins ferskar og hægt væri þannig að ég bætti aðeins við og svo tekur við þolinmæðisvinna í 50 mín alla leið upp á top og náði ég mér til mikillar ánægju tímanum 49:55 sem er tæplega 3mín bæting frá því í fyrra. 

Þarna sést vel hvað hvert kg skiptir máli. Sjálfur er ég um 4kg léttari og um 1kg léttara hjóli.

Á leðinni niður hjóluðum við svo á fínan veitngastað, snæddi snickers ís og bætti á brúsann áður en haldið var heim á hótel í ískalt fótabað, svo í spa og borðað án takamrkana, léttist bara seinna :)
0 Comments



Leave a Reply.

    Picture

    Ísmaðurinn á Instagram

    Gamalt

    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013

    Flokkar

    All
    Carbon
    Cube
    Garmin Vector
    Garmin Virb
    Hfr
    Keppnissögur
    Lauf Forks
    Mallorca
    Prologue
    Samhjol
    Takk
    Tri
    Viðtöl
    þyngdarstjórnun

    RSS Feed

Proudly powered by Weebly