Næst var síðasti og brattasti kafli Puig Major og þegar á toppinn var reyndist vera þoka og 4 gráðu hiti. Við rúlluðum fljótlega niður í bæjinn Soller þar sem fyllt var á orkubyrgðir fyrir síðasta og skemmtilegasta klifrið.
Col del Soller í suður er jafn skemmtilegt klifur og í norður, krappar beigjur fram og til baka sem hlykkjast alla leið upp á topp á skarðinu í 450m hæð.
Á toppnum er svo flott kaffihús þar sem tilvalið er að stoppa, kíkja inn og skoða myndir af hetjunum okkar sem hjóluðu upp þessar brekkur á 30kg hjólum með heilum gúmmídekkjum, einum gír og engar bremsur.
Þegar við höfðum drukkið espressó og hlustað á söguna af 18 ára þýskum strák sem hjólaði á hverjum degi upp þar til hann setti betri tíma en Sky liðið setti nú í vor héldum við af stað niður á Playa de Palma til að dekra við okkur í ís og kökum áður en haldið var heim, sáttur með 170km á einum degi, þreyttur, beint í spa, borðað og svo í háttinn.