Road to better life
  • Leiðin til betra lífs
  • Blog
  • Instagram
  • Video

Mallorca training camp dagur 3

3/26/2015

1 Comment

 
Erfiðasti daguirnn til þessa þar sem við fórum austan meginn upp Puig Major og suður Col Del Soller. Hjóluðum rólega uppeftir í Santa María og svo Inca þar sem fyrsta klifur dagsins var. Ég hjólaði þétt upp eftir og þegar á toppinn á því klifri var komið komum við að fínnum veitingastað þar sem við stoppuðum og fengum okkur baguette með parmaskinku.

Næst var síðasti og brattasti kafli Puig Major og þegar á toppinn var reyndist vera þoka og 4 gráðu hiti. Við rúlluðum fljótlega niður í bæjinn Soller þar sem fyllt var á orkubyrgðir fyrir síðasta og skemmtilegasta klifrið.
Col del Soller í suður er jafn skemmtilegt klifur og í norður, krappar beigjur fram og til baka sem hlykkjast alla leið upp á topp á skarðinu í 450m hæð. 

Á toppnum er svo flott kaffihús þar sem tilvalið er að stoppa, kíkja inn og skoða myndir af hetjunum okkar sem hjóluðu upp þessar brekkur á 30kg hjólum með heilum gúmmídekkjum, einum gír og engar bremsur.

Þegar við höfðum drukkið espressó og hlustað á söguna af 18 ára þýskum strák sem hjólaði á hverjum degi upp þar til hann setti betri tíma en Sky liðið setti nú í vor héldum við af stað niður á Playa de Palma til að dekra við okkur í ís og kökum áður en haldið var heim, sáttur með 170km á einum degi, þreyttur, beint í spa, borðað og svo í háttinn.
1 Comment
Fylkir 400W link
3/29/2015 02:31:31

Hljómar virkilega PRO "170km á einum degi, þreyttur, beint í spa, borðað og svo í háttinn" alvöru hjólakall á ferðinni

Reply



Leave a Reply.

    Picture

    Ísmaðurinn á Instagram

    Gamalt

    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013

    Flokkar

    All
    Carbon
    Cube
    Garmin Vector
    Garmin Virb
    Hfr
    Keppnissögur
    Lauf Forks
    Mallorca
    Prologue
    Samhjol
    Takk
    Tri
    Viðtöl
    þyngdarstjórnun

    RSS Feed

Proudly powered by Weebly