Dagurinn byrjaði að venju á góðum morgunverði, egg, beikon, tómatar, baunir, parmaskinka, einhver skrítin heimagerð skinka, ostar, brauð með einhverju sem lýktist nuttela, tvöfaldur espresso og appelsínu smoothie, sem var svona eiginlega appelsínusafi með lofti, féll ef ég drakk það ekki strax og þá var ég bara með hálft glas. Skemmtileg saga :)
Svo var hjólað af stað í rigningu og klæddist ég í fyrsta sinn regnjakka sem ég keypti mér í Danmörku 2011, það vantaði herslumunin að ég gæti rennt honum upp þá hugsaði ég í bjartsýni en gat hvorki rent honum upp 2012 né 2013. prufaði hann aldrei í fyrra og tók hann með núna og passar fínt. Önnur skemmtileg saga :)
Lægsti hiti sem ég sá á mælinum var litlar 6.2 gráður, það var pínu kalt en okkur hlýnaði fljótt í brekkunum.
Byrjað var að hjóla upp til Calvia og þaðan 280 metra hækkun upp til Galilea. Bætti tímann minn á þeirri leið umtalsvert frá því í fyrra sem gefur til kynna að knapinn er léttar, sterkari eða bæði.
Rennandi blautir hjóluðum við varlega niður til Puigpunyent og leituðum skjóls á kaffihúsi og skelltum í okkur espresso áður en haldið var í næstu brekku en 230m hækkun var upp Col de Grau og sömuleiðis bæting þar.
Haldið var heim á leið, beint í spa á hótelinu, gufu og svo út í næsta hjólatúr en þar létum við upp og niður Militar brekkuna duga. Ég hjólaði jafnt og þétt upp alla brekkuna, á frekar lágum púls en viti menn, besti tími og bætti hann um rúmlega mínútu. Þessar bætingar gefa mér góða von um að formið sé betra en í fyrra á sama tíma og vonandi tekst mér að halda rétt á spöðunum næstu vikur og mánuði.
Happy cycling :)