Kvöldmaturinn samanstóð af fullum disk af grænmeti, lax og saltfiskbollum, ferð nr2 var kjúklingur og steiktir sveppir. Eftirrétturinn var að sjálfsögðu, ís, smá creme caramel og ávextir.
Eftirvæntingin var mikil í morgun og vöknuðum við kl 7, langt á undan vekjaraklukkunni. Ég ákvað að fá mér léttan morgunmat. blandaði einhverju morgunkorni í skál, smá mjólk og ávextir í eftirrétt. Hjóluðum góðan hring um fjallgarða vesturstrandarinnar eftir að hafa heimsótt hjólabúð um morguninn. Byrjuðum á mjög háu tempói og var ég sérlega ánægður með aflið sem ég gat haldið upp brekkuna frá Andratx upp Estellences klifrið. Eftir 2 tíma var æfingaálagið komið yfir mín markmið og heimferðin eftir. Þá er ekkert annað að gera en að skrúfa niður tempóið og hjóla varlegar upp brekkurnar og njóta útsýnisins. Veðrið var betra en veðurspáin gaf til kynna, eða við heppnir því þegar við nálguðumst Palma hafði greinilega rignt á þeim slóðum. Óhófleg drulla spændist af dekkjunum upp á fínu Émonduna mína og því var brugðið á það ráð að þvo græjuna. Eftir túrinn skelltum við okkur í spa á hótelinu, gufu og svo í mat. Kvöldmaturinn samanstóð af fullum disk af grænmeti, lax og saltfiskbollum, ferð nr2 var kjúklingur og steiktir sveppir. Eftirrétturinn var að sjálfsögðu, ís, smá creme caramel og ávextir.
0 Comments
Leave a Reply. |
Ísmaðurinn á InstagramGamalt
February 2021
Flokkar
All
|