
Trek Madone var í fréttum á fleiri stöðum en veftímaritið Cyclingnews setti fram könnun um besta hjólið 2015 og vödlu lesendur vefritsins Trek Madone hjól ársins með nokkrum yfirburðum. Keppnin var þó hörð enda mörg flott hjól þarna úti. Madone hefur fengið mikið lof fyrir flotta hönnun á loftflæði yfir hjólið án þess að fórna stífleika og léttleika sem oft vill verða.
Að lokum verður að nefna að forritið Zwift var valin besta ástæðan til að hjóla innandyra og gleður mig mjög.
Spurning hvort Trek Madone leynist í jólapakkanum