Það fyrsta sem blasti við mér þegar við gengum inn í Krónuna var hugguleg stúlka að gefa smakk á lakkrís. Veiiii..... Í hvert skipti sem ég hjóla Kársneshringin finn ég þessa yndislegu lakkríslikt og núna þegar ég labba inn í búiðina er uppáhaldsnamið mitt boðið í smakk. Ég gékk mjög brúnaþungur fram hjá dömunni sem bauð lakkrísinn og beint í grænmetisdeildina til að kaupa mér allskonar sem ætti að djúsa og blanda til drykkjar næstu daga.
Þegar heim var komið var síðasti drykkurinn kláraður og bætti ég við einum melónu safa með sítrónu því það var föstudagur. Næsta morgun, laugardag, vaknaði ég gríðarlega spenntur, beint á vigtina og 90.1 kg var reyndin, aðeins 200gr frá draumatölunni sem ég þorði varla að setja sem markmið en var alltaf undirliggjandi von mín.
Nú er átakð formlega búið en til að halda þessu við og þar sem ég geri mér fulla grein fyrir að þetta er ekki fita sem ég losaði af líkamanum heldur úthreinsun á vökva og öðru þá þarf að halda áfram og þá helst að forðast viðbættan sykur, hveiti og óhollafitu úr fæðunni minni til að klára markmiðið sem ég hef sett mér eða 85kg. Ég má reyndar ekki fara neðar en það þar sem betri helmingurinn minn vill ekki að ég grennist meira :)
Talandi um betri helming, kærastan mín tók þátt í þessu með mér og stóð sig vel, þetta hefði veirð mjög erfitt ef hún hefði ekki tekið þátt og einnig var hópur hjólreiðamanna sem var einnig á safakúrnum og var frábært að geta borið saman bækur á hverjum morgni, líðan fólks var misjöfn en hópeflið af hópnum var frábært.
Nú er bara spurning, hvenar klárar maður markmiðið að komast undir 90kg, það verður líklega ekki á morgun þar sem ég ætla að fá mér pizzu í kvöld en nammi kvöldsins verður bláberja og súkkulaðihristingur úr 5:2 bókinni frá Happ.