Road to better life
  • Blog
  • Leiðin til betra lífs
  • Instagram
  • Video
  • English

Litrík hreinsun - dagur 5

10/18/2014

2 Comments

 
Þá var komið að því, síðasti dagurinn í 5 daga safakúr engin föst fæða kominn inn í kerfið alla dagana fyrir utan gúrkubita og smá melónu. Eftir tvo erfiða 12 tíma vaktavinnudaga var auðveldari föstudagur en þá mæti ég rétt í hádegis keyrslu í vinnunni og drakk drykkina mína samkvæmt leiðbeiningum, var lítið svangur sem betur fer hafði ég vit á því að drekka einn safa rétt áður en ég fór í búðina að versla inn fyrir helgina.

Það fyrsta sem blasti við mér þegar við gengum inn í Krónuna var hugguleg stúlka að gefa smakk á lakkrís. Veiiii..... Í hvert skipti sem ég hjóla Kársneshringin finn ég þessa yndislegu lakkríslikt og núna þegar ég labba inn í búiðina er uppáhaldsnamið mitt boðið í smakk. Ég gékk mjög brúnaþungur fram hjá dömunni sem bauð lakkrísinn og beint í grænmetisdeildina til að kaupa mér allskonar sem ætti að djúsa og blanda til drykkjar næstu daga.

Þegar heim var komið var síðasti drykkurinn kláraður og bætti ég við einum melónu safa með sítrónu því það var föstudagur. Næsta morgun, laugardag, vaknaði ég gríðarlega spenntur, beint á vigtina og 90.1 kg var reyndin, aðeins 200gr frá draumatölunni sem ég þorði varla að setja sem markmið en var alltaf undirliggjandi von mín.

Nú er átakð formlega búið en til að halda þessu við og þar sem ég geri mér fulla grein fyrir að þetta er ekki fita sem ég losaði af líkamanum heldur úthreinsun á vökva og öðru þá þarf að halda áfram og þá helst að forðast viðbættan sykur, hveiti og óhollafitu úr fæðunni minni til að klára markmiðið sem ég hef sett mér eða 85kg. Ég má reyndar ekki fara neðar en það þar sem betri helmingurinn minn vill ekki að ég grennist meira :)

Talandi um betri helming, kærastan mín tók þátt í þessu með mér og stóð sig vel, þetta hefði veirð mjög erfitt ef hún hefði ekki tekið þátt og einnig var hópur hjólreiðamanna sem var einnig á safakúrnum og var frábært að geta borið saman bækur á hverjum morgni, líðan fólks var misjöfn en hópeflið af hópnum var frábært.

Nú er bara spurning, hvenar klárar maður markmiðið að komast undir 90kg, það verður líklega ekki á morgun þar sem ég ætla að fá mér pizzu í kvöld en nammi kvöldsins verður bláberja og súkkulaðihristingur úr 5:2 bókinni frá Happ.


2 Comments
Fylkir link
10/19/2014 01:37:37

Það er sama hvar þú slærð til, árangurinn er ávallt eftirtektarverður og til fyrirmyndar - RESPEKT!!!

Reply
Betri helmingurinn :)
10/20/2014 06:13:35

Mun betra að gera þetta saman. Koma svoh...þú getur þetta. Ég skal lofa að poppa ekki. :)

Reply



Leave a Reply.

    Picture

    Ísmaðurinn á Instagram

    Gamalt

    February 2021
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013

    Flokkar

    All
    Carbon
    Cube
    Garmin Vector
    Garmin Virb
    Hfr
    Keppnissögur
    Lauf Forks
    Mallorca
    Prologue
    Samhjol
    Takk
    Tri
    Viðtöl
    þyngdarstjórnun

    RSS Feed

Proudly powered by Weebly