Ég skipulagði því daginn þannig að ég seinkaði söfunum eins og ég gat þannig að síðasti safinn var drukkinn kl 21:30 og svo beint á hjólið kl 22:00. Hjólaði til 23:00. Ég hjólaði frekar rólega og lenti heima með fína orku og kominn í bælið um miðnætti. Vaknaði svo daginn eftir nokkuð ferskur, að vanda ekkert sérstaklega svangur og vigtin kominn í 92.1 sem þýðir 3.9kg niður á þremur dögum.
Safakúrinn sem slíkur er ekki mikið vandamál fyrir mig, mér finnst þeir flestir góðir þó svo allir í hópnum sem fór saman í þetta séu alls ekki sammála. Stærsta áskorunin verður að halda áfram og halda kg niðri eftir að átakinu líkur á laugardag.