Þegar ég svo vaknaði á miðvikudag kom það mér helst á óvart að ég var ekki svangur, hafði sofið mjög vel um nóttina og vaknaði ekki í pissuspreng eins og ég geri svo oft. Steig á vigtina og hún sýndi 93.2. 2.8 kg farin á tveimur dögum án þess að svelta mig.
Þriðjudagurinn byrjaði vel, ekkert var ég svangur en vissulega var ég tómur, bara langaði ekkert sérstaklega í neitt. Fyrsti safinn er mjög trefjaríkur, fullur af sætum safa og trefjum. En þar sem á planinu var að hjóla kl 19 með Reiðhjólabændum ákvað ég að seinka söfunum og taka síðasta safan með mér á brúsa. Dagurinn gékk vel og kl 18 lagði ég af stað með safa nr 6 á brúsa og hjólaði í rúma 2 tíma. Orkan var vissulega ekki upp á sitt besta en ég gat hjólað tæpa 50km á rólegum hraða og það var ekki fyrr en ég kom heim að orkan var búin. Þá tók við sófinn og mikið var gott að taka smá lúr þar og síðan færa mig inn í rúm.
Þegar ég svo vaknaði á miðvikudag kom það mér helst á óvart að ég var ekki svangur, hafði sofið mjög vel um nóttina og vaknaði ekki í pissuspreng eins og ég geri svo oft. Steig á vigtina og hún sýndi 93.2. 2.8 kg farin á tveimur dögum án þess að svelta mig.
0 Comments
Leave a Reply. |
Ísmaðurinn á InstagramGamalt
February 2021
Flokkar
All
|