
Við vorum mætt rétt eftir kvöldmat og komum okkur fyrir ásamt fleirum og myndaðist fín stemmning á tjaldsvæðinu. Allir voru spenntir fyrir keppninni og byrjuðu menn að rapa racer fákum í kringum tjaldbúðirnar.
Ég svaf gríðarlega vel og vaknaði ekki fyrr en 9 daginn eftir. Ég byrjaði strax að háma í mig orku og dittaði örlýtið að hjólinu, það var klárt, klæddi mig og var mættur á raslínu upp úr 10 til að taka smá upphitun og heilsa upp á þá sem mættu um morgunin. Margir veltu fyrir sér hvernig taktík yrði spiluð í dag en ég hafði ekki neinar áhyggjur af öðru en að það yrði keyrður upp hraðinn upp Búlandshöfða og á næstu brekkum þar á eftir. Þó léttustu menn kannist ekki við að þetta séu neinar sérstakar brekkur þá munar um 86m hækkun fyrir okkur þyngri..... lesa meira