
Leiðin til betra lífs
|
![]() Sumarið 2012 var ég bílstjóri í WOW Cyclothon ásamt Alberti Þjálfara HFR. Við keyrðum sigurliðið Piltana en á 41 klst gefst mönnum mikill tími til að spjalla. Ég og Albert ræddum aukakílóin fram og til baka á 2 svefnlausum sólarhringum umhveris landið milli þess sem við aðstoðuðum piltana eins mikið og við gátum. Við suðum saman fínt plan fyrir mig sem mér fannst henta mér. Ég í raun sameinaði ég gömlu og nýju leiðina. Gamla leiðin er bara hjóla mikið, á lágu erfiði en nýja leiðin er mun hnitmiðaðari æfingar þar sem teknir eru sprettir á hárnákvæmum púls, wöttum og snúningshraða í ákveðið langan tíma og endurtekningar sem danski þjálfari liðsins semur fyrir hvern og einn. Úr varð að ég hjólaði mikið en ekki of mikið, 9 tímar á viku varð töfratalan mín. Ég reyndi að hjóla eitthvað á hverjum degi, stundum bara rólega en alltaf tók ég þrjá spretti á hverri æfingu, stundum langa og stundum stutta. Þetta fann ég bara hjá sjálfum mér en markmiðið var að verða alls ekki þreyttur en samt að kveikja á kerfinu með því að keyra púlsinn í topp í þrígang og alls ekki að koma heim svangur, þannig náði ég að búa til kerfi sem gerði það að verkum að ég brendi fitu án þess aðkoma heim og ráðast á alla skápa og leita af kolvetnum. Yfirleitt voru þessar æfingar gerðar að kvöldi til, beint heim, ekkert að borða og beint í háttinn. Þannig þurfti líkaminn að endurbyggja (recovery) með orku sem fyrir var. Kannski hentar þessi leið ekki öllum, en klárt mál er að hún hentaði mér. Albert á skilið hrós og mikið þakklæti því alltaf hefur hann gefið sér mikinn tíma í spjall og mörg hafa símtölinn verið þar sem ég hef fengið góð ráð hjá honum sem mörg hver hafa reynst mér vel. Leiðin til betra lífs
0 Comments
Leave a Reply. |
Ísmaðurinn á InstagramGamalt
February 2021
Flokkar
All
|