Ég fékk á mig áskorun frá bróður mínum að taka með honum 10km í Reykjavíkurmaraþoninu 2014 og ég skoraði sömuleiðis á hann að taka Bláalónsáskorunina með mér. Þetta verður eitthvað :)
Leiðin til betra lífs varð að veruleika vegna hvatningar frá öllu frábæra fólkinu í kringum mig og því, að ég setti mér raunhæf markmið. Eitt af því sem ég hef verið hvattur til að gera er að skokka með hjólreiðunum en það er hlutur sem ég hef bara aldrei getað gert, þangað til í dag, þegar ég prufaði að skokka af stað. Núna töluvert léttari en þegar ég reyndi við skokkið síðast var þetta nokkuð bærilegt, samt erfitt, og ég náði 6.4 km með því að skokka 500m og labaði 300m. Síðast þegar ég reyndi þetta náði ég varla á milli ljósastaura.
Ég fékk á mig áskorun frá bróður mínum að taka með honum 10km í Reykjavíkurmaraþoninu 2014 og ég skoraði sömuleiðis á hann að taka Bláalónsáskorunina með mér. Þetta verður eitthvað :)
0 Comments
Leave a Reply. |
Ísmaðurinn á InstagramGamalt
February 2021
Flokkar
All
|