
Það var virkilega góð tilfinning að fá loksins að keyra púlsinn í botn. Ég finn ennþá fyrir smá orkuleysi en næstu vikur verða notaðar vel til að vinna formið til baka.
Flensan gat varla komið á verri tíma en ég fékk lánaðan Lauf demparagaffal til prufu og lítið getað prufað hann almennilega sérstaklega vegna hálku. Það sem komið er lofar þó góðu og ljóst að demparanum verður ekki skilað að mínu frumkvæði :)
Nú verða næstu vikur notaðar vel til æfinga sem munu svo ná hámarki í apríl þegar ég fer til Mallorca í æfingaferð. Það verður góð tilbreyting frá klakanum á íslandi að hjóla í léttum hjólafatnaði í fjöllunum á austurströnd eyjunnar.