Frá því ég byrjaði mitt ferðalag og breyttann lífstíl hef ég ávallt notað fæðubótarefni með. Margir hafa verið duglegir að segja mér að þau séu óþörf og gott og fjölbreytt matarræði sé nóg og eflaust á það við um marga. Ég komst hinsvegar fljótt af því að með hjálp fæðubótarefni get ég bæði æft meira, hjólað lengra og sjaldnar þreyttur. Ég er fljótari að jafna mig á milli æfinga og það sem vigtar svo mest í þessu öllu er að ef ég næri mig á löngum hjólaæfingum kem ég síður heim svangur og ræðst á alla skápa í leit að einföldum kolvetnum til að seðja hungur.
Ég æfi venjulega 2 tíma í senn en lengri æfingarnar geta verið allt að 5 klst. Það sem ég nota eru Zero steinefnatöflur í annan brúsann á æfingum. High5 Energy source í hinn brúsann. Þannig hef ég val um hvort ég drekki orku eða orkusnauðan drykk sem þó inniheldur öll helstu steinefni sem ég missi með svita. Á æfingum og keppnum er ég ávallt með orkugel. Ég læt það svo ráðast á hversu erfið eða löng æfinginn er hversu mörg gel ég nota og því erfiðari sem keppnin er því örar tek ég gel. High5 býður upp á þynnri ISOgel sem eru auðveldari í inntöku þar sem þau eru með meira vatnsmagni en á æfingum nota ég jafnvel þykkari gelin enda taka þau minna pláss í vasa.
Í byrjun æfingu eða keppni vill ég notast við fasta fæðu ef ég hef tök á og nota þá orkustykki eða hreinlega bara banana.
Ég hef lært það að ég þarf 300cal per klst af keppni, sem er eitt gel, 40gr af orkustykki og svo sopar af High 5 energy soruce á brúsanum.
Á æfingu er ég að taka inn helmingi minna af orku alla jafna. Orkuþörf manna er misjöfn enda brennsla manna ekki eins en þetta er gott viðmið.
Strax eftir æfingu fæ ég mér 4:1 frá High 5 sem er blanda próteina og kolvetna sem hámarkar endurheimtur og ég verð klár í erfiða æfingu strax daginn eftir og gott er að drekka vatn með steinefnatöflum.