Það gladdi mig gríðarlega í dag þegar ég fylgdist með Strade Bianche keppninni á Ítalíu þegar tveir af uppáhaldshjólreiðamönnunum mínum, Peter Sagan og Fabian Cancellara stungu af ásamt tveimur af Etixx - Quick step mönnum þegar 20km voru eftir. Spennan var gríðarleg því bæði var ógn af öðrum keppendum sem fyrir aftan voru og allir fjórmenningar áttu góðan möguleika á sigri. Gianluca Brambilla frá Etixx - Quick Step stakk hina þrjá af og lengst af virtist hann ætla að halda út allt til enda en í bröttu brekkunum inn í bæin Siena nálguðust þremeningarnir hratt og tókst Fabian Cancellara frá Trek - Segafredo að komast framfyrir í síðustu brekkunni. Keppnin dregur nafn sitt af hvítum malarvegum í sveitinni í Tuscany héraði og endar í bænum Siena. Hér er myndband frá keppninni.
0 Comments
Leave a Reply. |
Ísmaðurinn á InstagramGamalt
February 2021
Flokkar
All
|