Road to better life
  • Blog
  • Leiðin til betra lífs
  • Instagram
  • Video
  • English

Cube Prologue þriðja umferð - Sigur í götuhjólaflokki

7/31/2015

1 Comment

 
Þriðja umferð fór fram í Cube Prologue mótaröðinni miðvikudaginn 29. júlí og náði ég góðum sigri í götuhjólaflokki. Keppt er í tímatöku þar sem hver og einn er ræstur með 30 sek millibili og má ekki nýta sér skjól af öðrum keppendum. Keppt er í flokki tímatökuhjóla þar sem liggistýri, lokaðar gjarðir og sérstakir hjálmar eru leyfðir og svo í hefðbundnum götuhjólaflokki þar sem allt ofangreint er ekki leyfilegt. Mér finnst þessar keppnir sérstaklega nytsamlegar til að prófa þolmörk líkamans og æfa sig að halda þéttri keyrslu. 

Ég hjóla ávallt á mótstað og tek langa upphitun á leiðinni og yfirleitt hjóla ég lengri leiðina heim sem endar oft í 70-100km túr þó keppnin sé aðeins 7,2 km. Þetta geri ég til að fella þessa keppni inn í æfingaprógrammið mitt og hvíli oft ekki sérstaklega fyrir keppnina.

Markmiðið var að halda rétt rúmlega 400 wöttum en metið mitt hingað til var 397w. Þegar ég var kominn langleiðina niður eftir sá ég 430 wött að meðaltali og gaf ég þá rösklega í von um að hækka meðaltalið enn meira. Það gékk í smá stund en Þá sprengdi ég einmitt þolmörkin og datt aftur niður í 430 wött og rétt náði að halda því alla leið í mark.

Aðstæður voru góðar í brautinni til að halda góðum hraða, hliðar meðvindur fyrst og svo beinn meðvindur eftir Bláfjallaafleggjara. Sjálfum finnst mér þó betra að hafa mótvind og þannig auðveldara að halda jafnara afli. Því var þetta góð æfing í að halda háu afli á miklum hraða. 

Eins og áður sagði sigraði ég götuhjólaflokk en keppnin var jöfn, aðeins ein sekúnda skildi að fyrstu tvö sætin. Síðasta keppnin verður 26. ágúst og er búið að lofa góðu veðri og grillparty á eftir þegar loka úrslit úr mótaröðina ráðast

Nánari úrslit eru á www.hjolamot.is
Picture
Mynd: Guðmundur Róbert Guðmunddson
1 Comment
Fylkir 400W link
7/31/2015 21:41:00

Til hamingju med enn eina rosina i hnappagatid😎eda ætti madur ad segja djø.... flott æfing hjå kallinum😀

Reply



Leave a Reply.

    Picture

    Ísmaðurinn á Instagram

    Gamalt

    February 2021
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013

    Flokkar

    All
    Carbon
    Cube
    Garmin Vector
    Garmin Virb
    Hfr
    Keppnissögur
    Lauf Forks
    Mallorca
    Prologue
    Samhjol
    Takk
    Tri
    Viðtöl
    þyngdarstjórnun

    RSS Feed

Proudly powered by Weebly