Road to better life
  • Blog
  • Leiðin til betra lífs
  • Instagram
  • Video
  • English

Jökulmílan 2014

5/28/2014

0 Comments

 
Picture
Það var mikill heiður þegar Hjólamenn sem skipuleggja Jökulmíluna ákváðu að nota mynd af mér á plaggat og auglýsingu fyrir Jökulmíluna 2014. Þessi mynd hangir núna uppi í öllum hjólabúðum og stór auglýsing birtist í dag í sérblaði Fréttablaðsins, Fólk, þar sem hjólreiðar voru helsta umfjöllunarefnið.

Ég er að sjálfsögðu búinn að skrá mig í Jökulmíluna 2014 og treysti á að fá nýja svona mynd þar sem ég hef létt mig um 10 kg á milli ára og farinn úr stærð 6 niður í stærð 3 :)

Jökulmílan er ein af mínum uppáhaldskeppnum og eins og ég fjalla um í keppnissögunni frá því í fyrra tókst mjög vel upp með keppnina í fyrra.

Skráning fer fram hér: 
www.jokulmilan.is/ 



0 Comments

Árið 2013 - markmið og árangur

12/30/2013

0 Comments

 
Picture
Nú er ferðalagið sem ég hóf í mars 2011 langt komið. Samtals eru farin 50kg og 20kg fóru af á þessu ári. Ég hjólaði 11þ km og varði yfir 500 tímum á hjólinu. Ég setti mér áramótaheit fyrir 2013 að hætta að drekka kók og stóðst það og hef tekið þá ákvörðun að byrja ekki aftur á slíkri drykkju. 
Með árangur í keppnum kom ég sjálfum mér ýtrekað á óvart. 

Ég vann mig úr sæti 88 í Bláalónskeppninni 2012í það 15. í ár og úr 44. sæti  í það 8. í Hvolsvallarkeppninni. 

Ég var oft hissa á sjálfum mér hve framarlega ég var og þó ég missti af fremsta hóp í Íslandsmeistaramótinu náði ég honum aftur. Ég náði mínum besta árangri á árinu í  tímakeppni í Heiðmörk, þar sem á sex tímum eru hjólaðir 123 km á möl, en þar náði ég öðru sæti. 

Eitt skemmtilegasta mómentið á árinu var þegar ég var ræstur aftast með ljónunum í Alvogen Midnight Time Trial en tilfinningin að taka af stað með þennan fjölda áhorfenda var mjög sterk upplifun. Þá var Jökulmílan mjög skemmtileg keppni og sú lengsta á árinu eða 160km þar sem ég endaði í 7. sæti. 

Að setja sér markmið fyrir árið 2014 er mjög erfitt. Það eru ekki mörg sæti eftir í þeim keppnum sem ég tók þátt í í sumar og keppinautarnir verða sífellt sterkari og mikil nýliðun er í hjólreiðum í dag.

Sömuleiðis er erfitt að setja sér lokatölu en ég verð þó að viðurkenna að 86kg er mjög skemmtileg tala, þá get ég sagt hafa losnað við 60kg en síðustu 10kg verða þó erfið

Líklega er best að setja sér markmið fyrir 2014 að hafa gaman af þessu :)

0 Comments

Viðtal í Morgunblaðinu

12/10/2013

0 Comments

 
Picture
Ég var mjög upp með mér þegar blaðamaður Morgunblaðsins, Malín Brand, hafði samband við mig og vildi fá viðtal við mig fyrir daglegt líf en á þriðjudögum er ávalt þema um útivist og hreifingu og fannst henni hreint út sagt magnað að nokkur maður hjólar á þessum árstíma í hvernig veðri og færð sem er. Eftir hálftíma spjall varð þetta útkoman og hún og vonandi fleiri uppvísari af hjólreiðum á íslandi.



Hér má lesa viðtalið

0 Comments

Ég get hlaupið... nýtt markmið

12/1/2013

0 Comments

 
Leiðin til betra lífs varð að veruleika vegna hvatningar frá öllu frábæra fólkinu í kringum mig og því, að ég setti mér raunhæf markmið. Eitt af því sem ég hef verið hvattur til að gera er að skokka með hjólreiðunum en það er hlutur sem ég hef bara aldrei getað gert, þangað til í dag, þegar ég prufaði að skokka af stað. Núna töluvert léttari en þegar ég reyndi við skokkið síðast var þetta nokkuð bærilegt, samt erfitt, og ég náði 6.4 km með því að skokka 500m og labaði 300m. Síðast þegar ég reyndi þetta náði ég varla á milli ljósastaura.

Ég fékk á mig áskorun frá bróður mínum að taka með honum 10km í Reykjavíkurmaraþoninu 2014 og ég skoraði sömuleiðis á hann að taka Bláalónsáskorunina með mér. Þetta verður eitthvað :)
0 Comments

Þolpróf HFR 

11/21/2013

1 Comment

 
Picture
Í morgun var ég mættur í þolpróf sem HFR heldur fyrir æfingahóp Hjólreiðafélags Reykjavíkur. Ég var mjög spenntur fyrir prófinu enda gefur útkoman góðar upplýsingar um afkastagetu líkamans. 

Prófið fór þannig fram að ég var vigtaður, spurður nokkura spurninga og svo hjólaði ég með létta mótstöðu. Reglulega var bætt við mótstöðuna. Hans aðalþjálfari HFR sá um prófið og honum finnst ekkert leiðinlegt að pína mig. 

Picture
Við hverja hækkun á mótstöðu var púlsinn skráður, í framhaldi af því er súrefnisupptakan í blóðinu reiknuð og hámarkswött. Niðurstöðurnar eru notaðar til að gera sérhannað æfingaplan sem hentar minni getu og mínum markmiðum. Framtíðin er spennandi og ég var virkilega ánægður með útkomuna í dag. Albert þjálfari var á staðnum og smellti af þessum myndum og hvatti mig til dáða. 
Hans þjálfari hrósaði mér og fyrsta spurning eftir próf, eða svona þegar ég gat talað var, : "get ég unnið túrinn ? " :) maður verður að hafa smá húmor fyrir sjálfum sér.

1 Comment

Hvernig ég fór að þessu

11/9/2013

0 Comments

 
Picture
Sumarið 2012 var ég bílstjóri í WOW Cyclothon ásamt Alberti Þjálfara HFR. Við keyrðum sigurliðið Piltana en á 41 klst gefst mönnum mikill tími til að spjalla. Ég og Albert ræddum aukakílóin fram og til baka á 2 svefnlausum sólarhringum umhveris landið milli þess sem við aðstoðuðum piltana eins mikið og við gátum. Við suðum saman fínt plan fyrir mig sem mér fannst henta mér. Ég í raun sameinaði ég gömlu og nýju leiðina. Gamla leiðin er bara hjóla mikið, á lágu erfiði en nýja leiðin er mun hnitmiðaðari æfingar þar sem teknir eru sprettir á hárnákvæmum púls, wöttum og snúningshraða í ákveðið langan tíma og endurtekningar sem danski þjálfari liðsins semur fyrir hvern og einn. Úr varð að ég hjólaði mikið en ekki of mikið, 9 tímar á viku varð töfratalan mín. Ég reyndi að hjóla eitthvað á hverjum degi, stundum bara rólega en alltaf tók ég þrjá spretti á hverri æfingu, stundum langa og stundum stutta. Þetta fann ég bara hjá sjálfum mér en markmiðið var að verða alls ekki þreyttur en samt að kveikja á kerfinu með því að keyra púlsinn í topp í þrígang og alls ekki að koma heim svangur, þannig náði ég að búa til kerfi sem gerði það að verkum að ég brendi fitu án þess aðkoma heim og ráðast á alla skápa og leita af kolvetnum. Yfirleitt voru þessar æfingar gerðar að kvöldi til, beint heim, ekkert að borða og beint í háttinn. Þannig þurfti líkaminn að endurbyggja (recovery) með orku sem fyrir var. Kannski hentar þessi leið ekki öllum, en klárt mál er að hún hentaði mér. Albert á skilið hrós og mikið þakklæti því alltaf hefur hann gefið sér mikinn tíma í spjall og mörg hafa símtölinn verið þar sem ég hef fengið góð ráð hjá honum sem mörg hver hafa reynst mér vel. 

Leiðin til betra lífs

0 Comments

Emil Tumi til de Jonge Renner

11/7/2013

1 Comment

 
Picture
Emil Tumi hefur gert tímamótasamning en hann mun hjóla fyrir De Jonge Renner sem er ungliða lið (Junior) Atvinnumannaliðsins Belkin. Emil Tumi sem er einungis 17 ára hjólaði fyrir Team Commentor í Danmörku og stóð sig vel. 

Liðið er staðsett í Hollandi og verður spennandi að fylgjast með honum í framtíðinni. 

Ég get varla hamið mig af stolti þar sem ég er mikill aðdáandi þessa drengs. Ég hef hjólað með honum bæði í keppnum og á æfingum hér á landi og einu sinni hef ég heimsótt hann til Danmerkur og hjólað með honum þar. Það að þekkja svona metnaðarfulla drengi fulla af drifkrafti hefur gert mér gríðarlega gott í minni baráttu og það er þakkarvert.

Gangi þér vel Emil Tumi

http://dejongerenner.nl/

1 Comment

fyrsta færslan til að prufa

10/28/2013

1 Comment

 
Picture
Einu sinni var :)

Mynd tekin í Hvolsvallarkeppninni 2012

þarna var ég 118 kg

1 Comment
    Picture

    Ísmaðurinn á Instagram

    Gamalt

    February 2021
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    July 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013

    Flokkar

    All
    Carbon
    Cube
    Garmin Vector
    Garmin Virb
    Hfr
    Keppnissögur
    Lauf Forks
    Mallorca
    Prologue
    Samhjol
    Takk
    Tri
    Viðtöl
    þyngdarstjórnun

    RSS Feed

Proudly powered by Weebly